„Finnland verður að sækja um aðild að Nató án tafar“ Hólmfríður Gísladóttir og Samúel Karl Ólason skrifa 12. maí 2022 06:30 Boris Johnson ræddi við Sauli Niinisto í gær og hét því að koma Finnum og Svíum til aðstoðar ef öryggi þeirra yrði ógnað í umsóknarferlinu. AP/Frank Augstein Stjórnvöld í Finnlandi hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þau segjast vonast til að nauðsynleg skref verði tekin næstu daga til að greiða fyrir formlegri umsókn Finna að Atlantshafsbandalaginu. Í yfirlýsingunni segir að á síðustu vikum hafi mikilvægar umræður um mögulega aðild Finna að Nató átt sér stað og nú, þegar tími sé kominn til að taka ákvörðun, vilji ráðamenn koma afstöðu sinni á framfæri. „Aðild að Nató myndi styrkja öryggi Finnlands. Sem aðildarríki myndi Finnland styrkja allt bandalagið. Finnland verður að sækja um aðild að Nató án tafar,“ segir í yfirlýsingunni, sem er undirrituð af forseta og forsætisráðherra Finnlands. Fréttin var uppfærð klukkan 7.18. Gert er ráð fyrir að tímabilið frá umsókn til aðildar verði fremur skammt en Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hefur heitið því að Bretar muni í millitíðinni grípa til varna fyrir ríkin ef þeim verður ógnað. Vladimir Pútín Rússlandsforseti, sem hefur meðal annars réttlætt innrás Rússa í Úkraínu með því að vísa til „útþenslustefnu“ Nató, hefur ítrekað varað Finna og Svía við því að sækja um aðild og hótað „alvarlegum hernaðarlegum og pólitískum afleiðingum“. Sauli Niinisto, forseti Finnlands, var spurður að því í gær hvort aðildarumsókn Finna myndi ögra Rússum. „Mitt svar væri: Þú varst valdur að þessu. Líttu í spegilinn,“ svaraði forsetinn. Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, sagði í gær að eftir innrás Rússa í Úkraínu og samkomulag þeirra við Kína væri Rússland helsta ógnin sem steðjaði að heiminum. Innrás Rússa í Úkraínu NATO Finnland Mest lesið Gylfi Ægisson er látinn Innlent Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Erlent Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Innlent Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Innlent Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Innlent Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Innlent Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Innlent Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Innlent Fleiri fréttir Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Sjá meira
Í yfirlýsingunni segir að á síðustu vikum hafi mikilvægar umræður um mögulega aðild Finna að Nató átt sér stað og nú, þegar tími sé kominn til að taka ákvörðun, vilji ráðamenn koma afstöðu sinni á framfæri. „Aðild að Nató myndi styrkja öryggi Finnlands. Sem aðildarríki myndi Finnland styrkja allt bandalagið. Finnland verður að sækja um aðild að Nató án tafar,“ segir í yfirlýsingunni, sem er undirrituð af forseta og forsætisráðherra Finnlands. Fréttin var uppfærð klukkan 7.18. Gert er ráð fyrir að tímabilið frá umsókn til aðildar verði fremur skammt en Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hefur heitið því að Bretar muni í millitíðinni grípa til varna fyrir ríkin ef þeim verður ógnað. Vladimir Pútín Rússlandsforseti, sem hefur meðal annars réttlætt innrás Rússa í Úkraínu með því að vísa til „útþenslustefnu“ Nató, hefur ítrekað varað Finna og Svía við því að sækja um aðild og hótað „alvarlegum hernaðarlegum og pólitískum afleiðingum“. Sauli Niinisto, forseti Finnlands, var spurður að því í gær hvort aðildarumsókn Finna myndi ögra Rússum. „Mitt svar væri: Þú varst valdur að þessu. Líttu í spegilinn,“ svaraði forsetinn. Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, sagði í gær að eftir innrás Rússa í Úkraínu og samkomulag þeirra við Kína væri Rússland helsta ógnin sem steðjaði að heiminum.
Innrás Rússa í Úkraínu NATO Finnland Mest lesið Gylfi Ægisson er látinn Innlent Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Erlent Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Innlent Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Innlent Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Innlent Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Innlent Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Innlent Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Innlent Fleiri fréttir Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Sjá meira