Við völd í hálfa öld Sara Dögg Svanhildardóttir og Guðlaugur Kristmundsson skrifa 13. maí 2022 07:30 Það er til umhugsunar fyrir kjósendur í Garðabæ að núverandi meirihluti Sjálfstæðismanna hefur stjórnað Garðabæ í tæp fimmtíu ár. Er það hollt fyrir bæinn okkar að einn og sami flokkurinn með sömu stefnu og áherslur sé við völd í tæpa hálfa öld? Reynslan hefur sýnt að valdaseta í langan tíma leiðir oftar en ekki til valdþreytu, jafnvel valdhroka hvort sem það er við stjórn sveitarfélaga, landa eða samtaka. Fulltrúar minnihlutans í Garðabæ hafa ítrekað fengið að kynnast þessari hvoru tveggja á síðasta kjörtímabili og m.a.s. fengið á sig ákúrur um lygar þegar þeir hafa stungið á viðkvæm kýli meirihlutans. Fulltrúarnir minnihlutans hafa á tímabilinu oftsinnis ekki fengið gögn á umbeðnum tíma, upplýsingum hefur verið haldið frá þeim, tillögur þeirra hafa ekki náð í gegn og aðvaranir þeirra verið hunsaðar af hálfu meirihlutans þegar augljóslega hefur stefnt í óefni. Eins og saga kjörtímabilsins segir okkur. Valdþreytan hefur einnig komið í ljós við skipulagningu og framkvæmdir í nýjasta hverfi bæjarins, Urriðaholti. Þar bókstaflega gleymdist að gera ráð fyrir þörf fyrir leikskóla. Fulltrúar meirihlutans virðast hafa gert ráð fyrir að þar væru byggð munka- og nunnuklaustur þar sem engin börn verða til. Innkaupamál bæjarins hafa verið í ólestri og valdhrokinn hefur ítrekað komið fram. Bæjarfulltrúar minnihlutans eru ekki þeir einu sem hafa mætt valdhrokanum heldur hafa bæjarbúar marigir hverjir sjálfir upplifað hann á eigin skinni, sér til undrunar. Innkaupareglur og lög um opinber innkaup hafa verið sniðgengin sem nemur milljörðum króna á kjörtímabilinu á kostnað grandlausra bæjarbúa. Og svo er talað um traustan og ábyrgan rekstur. Forðumst áframhaldandi valdþreytu og gefum D listanum frí frá meirihluta á næsta kjörtímabili. Er þetta ekki bara orðið gott hjá þeim? Sara Dögg Svanhildardóttir - bæjarfulltrúi og oddviti Viðreisnar í Garðabæ Guðlaugur Kristmundsson - skipar 2. sæti á lista Viðreisnar í Garðabæ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Dögg Svanhildardóttir Guðlaugur Kristmundsson Viðreisn Garðabær Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Einelti og heilsufar barna Teitur Guðmundsson Fastir pennar Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Geldfiskur er málið Bubbi Morthens Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Sjá meira
Það er til umhugsunar fyrir kjósendur í Garðabæ að núverandi meirihluti Sjálfstæðismanna hefur stjórnað Garðabæ í tæp fimmtíu ár. Er það hollt fyrir bæinn okkar að einn og sami flokkurinn með sömu stefnu og áherslur sé við völd í tæpa hálfa öld? Reynslan hefur sýnt að valdaseta í langan tíma leiðir oftar en ekki til valdþreytu, jafnvel valdhroka hvort sem það er við stjórn sveitarfélaga, landa eða samtaka. Fulltrúar minnihlutans í Garðabæ hafa ítrekað fengið að kynnast þessari hvoru tveggja á síðasta kjörtímabili og m.a.s. fengið á sig ákúrur um lygar þegar þeir hafa stungið á viðkvæm kýli meirihlutans. Fulltrúarnir minnihlutans hafa á tímabilinu oftsinnis ekki fengið gögn á umbeðnum tíma, upplýsingum hefur verið haldið frá þeim, tillögur þeirra hafa ekki náð í gegn og aðvaranir þeirra verið hunsaðar af hálfu meirihlutans þegar augljóslega hefur stefnt í óefni. Eins og saga kjörtímabilsins segir okkur. Valdþreytan hefur einnig komið í ljós við skipulagningu og framkvæmdir í nýjasta hverfi bæjarins, Urriðaholti. Þar bókstaflega gleymdist að gera ráð fyrir þörf fyrir leikskóla. Fulltrúar meirihlutans virðast hafa gert ráð fyrir að þar væru byggð munka- og nunnuklaustur þar sem engin börn verða til. Innkaupamál bæjarins hafa verið í ólestri og valdhrokinn hefur ítrekað komið fram. Bæjarfulltrúar minnihlutans eru ekki þeir einu sem hafa mætt valdhrokanum heldur hafa bæjarbúar marigir hverjir sjálfir upplifað hann á eigin skinni, sér til undrunar. Innkaupareglur og lög um opinber innkaup hafa verið sniðgengin sem nemur milljörðum króna á kjörtímabilinu á kostnað grandlausra bæjarbúa. Og svo er talað um traustan og ábyrgan rekstur. Forðumst áframhaldandi valdþreytu og gefum D listanum frí frá meirihluta á næsta kjörtímabili. Er þetta ekki bara orðið gott hjá þeim? Sara Dögg Svanhildardóttir - bæjarfulltrúi og oddviti Viðreisnar í Garðabæ Guðlaugur Kristmundsson - skipar 2. sæti á lista Viðreisnar í Garðabæ
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar