Borgarstjóri segir önnur sveitarfélög hafa brugðist í húsnæðiskrísunni Jakob Bjarnar skrifar 13. maí 2022 14:16 Mál málanna í sveitarstjórnarkosningum eru samgöngumál og þá ekki síður húsnæðiskrísa. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir að þar hafi Reykjavík dregið vagninn, ef önnur sveitarfélög hefðu byggt upp eins og höfuðborgin værum við að komast hraðari skrefum úr krísunni. Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Fyrirliggjandi er að helstu mál fyrir sveitarstjórnarkosningar á morgun hvað Reykjavíkurborg varðar er tvö: Húsnæðismál og samgöngumál. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir ábyrgð annarra sveitarfélaga mikla því þau hafi látið Reykjavík draga þann vagn eina að byggja fyrir hina tekjulægstu. Boðið var upp á hörð skoðanaskipti í Bítinu í morgun þar sem mætt voru Dagur fyrir hönd Samfylkingar, Dóra Björt Guðjónsdóttir Pírati en þau eru í meirihluta í borgarstjórn og svo þau Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins og Einar Þorsteinsson sem fer fyrir Framsóknarmönnum. Þar voru þessi mál í brennidepli. Borgarlína, Sundabraut og svo húsnæðisekla í Reykjavík; svimandi hátt húsnæðisverð og leigumarkaður þar sem drjúgur hluti ráðstöfunartekna leigjenda fer í leigu. Hildur sagði vissulega hafa verið byggt og ráðist í búsetuúrræði fyrir tekjulægstu hópana og svo byggt fyrir efnamesta hópinn. „Þar erum við að sjá rándýrar íbúðir í miðborginni, gríðarlega hátt fermetraverð, byggt á gríðarlega dýrum reitum.“ En svo væri gat, venjulegt fólk sem á ekki kost á að koma sér þaki yfir höfuðið. Borgarstjóri sagði Reykjavík hafi brugðist við og tvöfaldað framboðið. „Hvaða sveitarfélög önnur hafa brugðist við því? Engin.“ Dagur sagði að byggðar hafi verið íbúðir og áætlanir um mikla uppbyggingu á borðinu. Engin sveitarfélög önnur hafi treyst sér til að bregðast við stöðunni önnur en Reykjavík sem hafi verið í algerri forystu í húsnæðismálum. „Það er stóra breytingin. Ef við hefðum verið að ræða húsnæðismál fyrir tíu árum þá var aðal uppbyggingin í Kópavogi og í kringum okkur …“ Er þetta þá hinum sveitarfélögunum að kenna? „Jahh, ég hef sagt það seint og snemma, líka fyrir fimm árum að ef þau hefðu brugðist við af sama krafti og Reykjavík hefðum við komist tvöfalt hraðar út úr vandanum. Ef þau hefðu líka verið að byggja fyrir tekjuminnstu hópana með óhagnaðardrifnum húsnæðisfélögum hefðu við komist tvöfalt hraðar út úr þessari krísu.“ Dagur var þá spurður hvers vegna ekki væri gerður sáttmáli milli sveitarfélaganna og hann fagnaði þeirri spurningu því það væri nákvæmlega það sem hann hefði verið að tala fyrir. Nú er heldur betur að færast fjör í leikinn en kosið verður á morgun og fólki í framboði, stuðningsfólki flokka og framboða, mál að koma að ýmsum atriðum sem vert er að hafa bak við eyrað þegar komið er í kjörklefann. Reykjavík Bítið Sveitarstjórnarkosningar 2022 Sveitarstjórnarmál Húsnæðismál Borgarstjórn Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Bitist um borgina í hörðum kappræðum Oddvitar níu framboða af ellefu í Reykjavík mættust í kappræðum á Stöð 2 í gærkvöldi og reyndu hvað þeir gátu að sannfæra áhorfendur um að þau væru einmitt rétta fólkið til að stjórna borginni. 12. maí 2022 15:01 Segir frumvarp um þak á leiguverð hafa verið sett á salt Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir í nýlegum pistli að frumvarpsdrög sem kveða á um þak á leiguverð hafi verið svæft. Hún segir stefna í neyðarástand á leigumarkaði. 9. maí 2022 12:15 Stjórnvöld verði að setja hömlur á leiguverð Sérfræðingur í vinnumarkaðsrannsóknum segir stjórnvöld verða að setja einhverjar hömlur á hækkun leiguverðs. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn varar í nýju áliti við áhættu hjá bönkunum vegna óeðlilegra húsnæðisverðshækkana. 11. maí 2022 22:30 Mest lesið Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Erlent Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Innlent Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Innlent Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Innlent Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Erlent Fleiri fréttir Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá meira
Boðið var upp á hörð skoðanaskipti í Bítinu í morgun þar sem mætt voru Dagur fyrir hönd Samfylkingar, Dóra Björt Guðjónsdóttir Pírati en þau eru í meirihluta í borgarstjórn og svo þau Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins og Einar Þorsteinsson sem fer fyrir Framsóknarmönnum. Þar voru þessi mál í brennidepli. Borgarlína, Sundabraut og svo húsnæðisekla í Reykjavík; svimandi hátt húsnæðisverð og leigumarkaður þar sem drjúgur hluti ráðstöfunartekna leigjenda fer í leigu. Hildur sagði vissulega hafa verið byggt og ráðist í búsetuúrræði fyrir tekjulægstu hópana og svo byggt fyrir efnamesta hópinn. „Þar erum við að sjá rándýrar íbúðir í miðborginni, gríðarlega hátt fermetraverð, byggt á gríðarlega dýrum reitum.“ En svo væri gat, venjulegt fólk sem á ekki kost á að koma sér þaki yfir höfuðið. Borgarstjóri sagði Reykjavík hafi brugðist við og tvöfaldað framboðið. „Hvaða sveitarfélög önnur hafa brugðist við því? Engin.“ Dagur sagði að byggðar hafi verið íbúðir og áætlanir um mikla uppbyggingu á borðinu. Engin sveitarfélög önnur hafi treyst sér til að bregðast við stöðunni önnur en Reykjavík sem hafi verið í algerri forystu í húsnæðismálum. „Það er stóra breytingin. Ef við hefðum verið að ræða húsnæðismál fyrir tíu árum þá var aðal uppbyggingin í Kópavogi og í kringum okkur …“ Er þetta þá hinum sveitarfélögunum að kenna? „Jahh, ég hef sagt það seint og snemma, líka fyrir fimm árum að ef þau hefðu brugðist við af sama krafti og Reykjavík hefðum við komist tvöfalt hraðar út úr vandanum. Ef þau hefðu líka verið að byggja fyrir tekjuminnstu hópana með óhagnaðardrifnum húsnæðisfélögum hefðu við komist tvöfalt hraðar út úr þessari krísu.“ Dagur var þá spurður hvers vegna ekki væri gerður sáttmáli milli sveitarfélaganna og hann fagnaði þeirri spurningu því það væri nákvæmlega það sem hann hefði verið að tala fyrir. Nú er heldur betur að færast fjör í leikinn en kosið verður á morgun og fólki í framboði, stuðningsfólki flokka og framboða, mál að koma að ýmsum atriðum sem vert er að hafa bak við eyrað þegar komið er í kjörklefann.
Reykjavík Bítið Sveitarstjórnarkosningar 2022 Sveitarstjórnarmál Húsnæðismál Borgarstjórn Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Bitist um borgina í hörðum kappræðum Oddvitar níu framboða af ellefu í Reykjavík mættust í kappræðum á Stöð 2 í gærkvöldi og reyndu hvað þeir gátu að sannfæra áhorfendur um að þau væru einmitt rétta fólkið til að stjórna borginni. 12. maí 2022 15:01 Segir frumvarp um þak á leiguverð hafa verið sett á salt Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir í nýlegum pistli að frumvarpsdrög sem kveða á um þak á leiguverð hafi verið svæft. Hún segir stefna í neyðarástand á leigumarkaði. 9. maí 2022 12:15 Stjórnvöld verði að setja hömlur á leiguverð Sérfræðingur í vinnumarkaðsrannsóknum segir stjórnvöld verða að setja einhverjar hömlur á hækkun leiguverðs. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn varar í nýju áliti við áhættu hjá bönkunum vegna óeðlilegra húsnæðisverðshækkana. 11. maí 2022 22:30 Mest lesið Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Erlent Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Innlent Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Innlent Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Innlent Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Erlent Fleiri fréttir Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá meira
Bitist um borgina í hörðum kappræðum Oddvitar níu framboða af ellefu í Reykjavík mættust í kappræðum á Stöð 2 í gærkvöldi og reyndu hvað þeir gátu að sannfæra áhorfendur um að þau væru einmitt rétta fólkið til að stjórna borginni. 12. maí 2022 15:01
Segir frumvarp um þak á leiguverð hafa verið sett á salt Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir í nýlegum pistli að frumvarpsdrög sem kveða á um þak á leiguverð hafi verið svæft. Hún segir stefna í neyðarástand á leigumarkaði. 9. maí 2022 12:15
Stjórnvöld verði að setja hömlur á leiguverð Sérfræðingur í vinnumarkaðsrannsóknum segir stjórnvöld verða að setja einhverjar hömlur á hækkun leiguverðs. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn varar í nýju áliti við áhættu hjá bönkunum vegna óeðlilegra húsnæðisverðshækkana. 11. maí 2022 22:30