„Kæru strákar, má ég fá að klára?“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 13. maí 2022 21:26 Mikill hiti var í umræðu um skólamálin á RÚV í kvöld. Vísir Mikill hiti skapaðist í umræðu um skóla- og leikskólamál í kosningakappræðum fyrir borgarstjórnarkosningar á RÚV í kvöld. Mikil umræða hefur verið um þessi mál fyrir sveitarstjórnarkosningarnar, rétt eins og fyrir þær síðustu. Fram hefur verið dregið á undanförnum vikum að meðalaldur barna þegar þau komast inn á leikskóla eru 17,5 mánuðir á landinu en flest sveitarfélög stefna á að bjóða börnum leikskólapláss við tólf mánaða aldur. Þá hafa ýmis mál þessu tengt verið umræðuefni á kjörtímabilinu, til dæmis mygla sem upp hefur komið í á annan tug skóla í Reykjavík. Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni gagnrýndi Dag B. Eggertsson borgarstjóra harðlega í umræðunum og sakaði hann um metnaðarleysi í skólamálum. „Ég get ekki þagað í umræðu um leikskólamál, ég skal þaga undir öllum öðrum liðum en ég get ekki þagað í umræðu um leikskólamál. Mér finnst vont að sjá þennan meirihluta, hann hefur afneitað leikskólavandanum, mér finnst ákveðin uppgjöf í gangi hjá Framsókn. Ég sem kona og móðir þriggja barna, ég veit að þetta er eitt stærst jafnréttismálið sem við fáumst við í borginni og við verðum að leysa þennan vanda,“ sagði Hildur. Hún sagði ekki rétt, sem meirihlutinn hafi haldið fram, að vandinn muni leysast í haust. Hildur hefur meðal annars velt því upp í umræðunni hvort það gæti leyst vandann að börn hefji grunnskólagöngu við fimm ára aldur. „Það er ekki kosningaloforð en það er hluti af umræðu sem við höfum tekið,“ sagði Hildur og þá einmitt ætluðu Dagur borgarstjóri og Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar í borginni, sem stóðu sitt hvoru megin við hana, að grípa orðið. „Kæru strákar, má ég fá að klára?“ spurði þá Hildur en Dagur greip orðið. „Þú getur ekki bara talað svona því Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki treyst sér til að styðja launahækkanir inni á leikskólum í þremur kjarasamningum í röð. Sjálfstæðisflokkurinn í borginni þykist hafa áhuga á leikskólum en getur svo ekki staðið með kjarasamningum þar sem við erum að hækka laun lægst launaða fólksins og leikskólakennara, þrjá kjarasamninga í röð,“ sagði Dagur. „Vegna þess að við vitum að það er ekki hægt að greiða fólki laun úr sjóðum sem eru ekki til. Borgin er rekin með halla,“ svaraði Hildur. Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Borgarstjórn Leikskólar Skóla - og menntamál Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira
Mikil umræða hefur verið um þessi mál fyrir sveitarstjórnarkosningarnar, rétt eins og fyrir þær síðustu. Fram hefur verið dregið á undanförnum vikum að meðalaldur barna þegar þau komast inn á leikskóla eru 17,5 mánuðir á landinu en flest sveitarfélög stefna á að bjóða börnum leikskólapláss við tólf mánaða aldur. Þá hafa ýmis mál þessu tengt verið umræðuefni á kjörtímabilinu, til dæmis mygla sem upp hefur komið í á annan tug skóla í Reykjavík. Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni gagnrýndi Dag B. Eggertsson borgarstjóra harðlega í umræðunum og sakaði hann um metnaðarleysi í skólamálum. „Ég get ekki þagað í umræðu um leikskólamál, ég skal þaga undir öllum öðrum liðum en ég get ekki þagað í umræðu um leikskólamál. Mér finnst vont að sjá þennan meirihluta, hann hefur afneitað leikskólavandanum, mér finnst ákveðin uppgjöf í gangi hjá Framsókn. Ég sem kona og móðir þriggja barna, ég veit að þetta er eitt stærst jafnréttismálið sem við fáumst við í borginni og við verðum að leysa þennan vanda,“ sagði Hildur. Hún sagði ekki rétt, sem meirihlutinn hafi haldið fram, að vandinn muni leysast í haust. Hildur hefur meðal annars velt því upp í umræðunni hvort það gæti leyst vandann að börn hefji grunnskólagöngu við fimm ára aldur. „Það er ekki kosningaloforð en það er hluti af umræðu sem við höfum tekið,“ sagði Hildur og þá einmitt ætluðu Dagur borgarstjóri og Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar í borginni, sem stóðu sitt hvoru megin við hana, að grípa orðið. „Kæru strákar, má ég fá að klára?“ spurði þá Hildur en Dagur greip orðið. „Þú getur ekki bara talað svona því Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki treyst sér til að styðja launahækkanir inni á leikskólum í þremur kjarasamningum í röð. Sjálfstæðisflokkurinn í borginni þykist hafa áhuga á leikskólum en getur svo ekki staðið með kjarasamningum þar sem við erum að hækka laun lægst launaða fólksins og leikskólakennara, þrjá kjarasamninga í röð,“ sagði Dagur. „Vegna þess að við vitum að það er ekki hægt að greiða fólki laun úr sjóðum sem eru ekki til. Borgin er rekin með halla,“ svaraði Hildur.
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Borgarstjórn Leikskólar Skóla - og menntamál Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira