Óttast ekki að Framsókn snúi við sér baki Árni Sæberg skrifar 15. maí 2022 01:02 Guðmundur Árni Stefánsson, oddviti Samfylkingarinnar í Hafnarfirði, og Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri og oddviti Sjálfstæðismanna. Vísir/Vilhelm Miðað við fyrstu tölur missir Sjálfstæðisflokkurinn einn mann úr bæjarstjórn Hafnarfjarðar. Oddviti listans segir þó að um varnarsigur sé að ræða. Rósa Guðbjartsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði og bæjarstjóri, segist vera ánægð með fyrstu tölur en Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylking eru hnífjöfn með 27,9 prósent atkvæða sem stendur. Það skilar hvorum flokki fjórum mönnum. „Við erum bara ánægð, þetta er mikill varnarsigur,“ segir Rósa. Helsti mótherji hennar Guðmundur Árni Stefánsson, var himinlifandi með fyrstu tölur og sagði Samfylkinguna vinna stórkostlegan sigur, verði lokaniðurstaða sú sama og fyrstu tölur benda til, þegar fréttastofa náði tali af honum fyrr í kvöld. Rósa bendir á að aðalatriðið sé að núverandi meirihluti haldi miðað við fyrstu tölur. Ljóst er að Framsóknarflokkurinn er með pálmann í höndunum, með sína tvo menn inni, og er í lykilstöðu þegar kemur að myndun meirihluta í Hafnarfirði. Framsókn er víðar í þeirri stöðu, til að mynda í Kópavogi og Mosfellsbæ. „Ég er ekki hrædd við eitt eða neitt núna, nóttin er ung“ segir Rósa, spurð hvort hún óttist að Framsókn rjúfi meirihlutann og fari yfir til Samfylkingarinnar. Hefði viljað halda fimmta manninum Rósa segist hefði viljað halda fimmta bæjarstjórnarmanni flokksins en hún hefur þó alls ekki misst vonina. Hún þekkir það nefnilega vel að fimmti maður geti dottið inn seinna. Fyrir fjórum árum bætti Sjálfstæðisflokkurinn við sig fimmta manni þegar lokatölur voru kynntar. Hver sem lokaniðurstaðan verður segir Rósa að kosningabaráttan hafi verið frábær, heiðarleg og skemmtileg. Sjálfstæðisflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Hafnarfjörður Framsóknarflokkurinn Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira
Rósa Guðbjartsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði og bæjarstjóri, segist vera ánægð með fyrstu tölur en Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylking eru hnífjöfn með 27,9 prósent atkvæða sem stendur. Það skilar hvorum flokki fjórum mönnum. „Við erum bara ánægð, þetta er mikill varnarsigur,“ segir Rósa. Helsti mótherji hennar Guðmundur Árni Stefánsson, var himinlifandi með fyrstu tölur og sagði Samfylkinguna vinna stórkostlegan sigur, verði lokaniðurstaða sú sama og fyrstu tölur benda til, þegar fréttastofa náði tali af honum fyrr í kvöld. Rósa bendir á að aðalatriðið sé að núverandi meirihluti haldi miðað við fyrstu tölur. Ljóst er að Framsóknarflokkurinn er með pálmann í höndunum, með sína tvo menn inni, og er í lykilstöðu þegar kemur að myndun meirihluta í Hafnarfirði. Framsókn er víðar í þeirri stöðu, til að mynda í Kópavogi og Mosfellsbæ. „Ég er ekki hrædd við eitt eða neitt núna, nóttin er ung“ segir Rósa, spurð hvort hún óttist að Framsókn rjúfi meirihlutann og fari yfir til Samfylkingarinnar. Hefði viljað halda fimmta manninum Rósa segist hefði viljað halda fimmta bæjarstjórnarmanni flokksins en hún hefur þó alls ekki misst vonina. Hún þekkir það nefnilega vel að fimmti maður geti dottið inn seinna. Fyrir fjórum árum bætti Sjálfstæðisflokkurinn við sig fimmta manni þegar lokatölur voru kynntar. Hver sem lokaniðurstaðan verður segir Rósa að kosningabaráttan hafi verið frábær, heiðarleg og skemmtileg.
Sjálfstæðisflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Hafnarfjörður Framsóknarflokkurinn Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira