Óttast ekki að Framsókn snúi við sér baki Árni Sæberg skrifar 15. maí 2022 01:02 Guðmundur Árni Stefánsson, oddviti Samfylkingarinnar í Hafnarfirði, og Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri og oddviti Sjálfstæðismanna. Vísir/Vilhelm Miðað við fyrstu tölur missir Sjálfstæðisflokkurinn einn mann úr bæjarstjórn Hafnarfjarðar. Oddviti listans segir þó að um varnarsigur sé að ræða. Rósa Guðbjartsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði og bæjarstjóri, segist vera ánægð með fyrstu tölur en Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylking eru hnífjöfn með 27,9 prósent atkvæða sem stendur. Það skilar hvorum flokki fjórum mönnum. „Við erum bara ánægð, þetta er mikill varnarsigur,“ segir Rósa. Helsti mótherji hennar Guðmundur Árni Stefánsson, var himinlifandi með fyrstu tölur og sagði Samfylkinguna vinna stórkostlegan sigur, verði lokaniðurstaða sú sama og fyrstu tölur benda til, þegar fréttastofa náði tali af honum fyrr í kvöld. Rósa bendir á að aðalatriðið sé að núverandi meirihluti haldi miðað við fyrstu tölur. Ljóst er að Framsóknarflokkurinn er með pálmann í höndunum, með sína tvo menn inni, og er í lykilstöðu þegar kemur að myndun meirihluta í Hafnarfirði. Framsókn er víðar í þeirri stöðu, til að mynda í Kópavogi og Mosfellsbæ. „Ég er ekki hrædd við eitt eða neitt núna, nóttin er ung“ segir Rósa, spurð hvort hún óttist að Framsókn rjúfi meirihlutann og fari yfir til Samfylkingarinnar. Hefði viljað halda fimmta manninum Rósa segist hefði viljað halda fimmta bæjarstjórnarmanni flokksins en hún hefur þó alls ekki misst vonina. Hún þekkir það nefnilega vel að fimmti maður geti dottið inn seinna. Fyrir fjórum árum bætti Sjálfstæðisflokkurinn við sig fimmta manni þegar lokatölur voru kynntar. Hver sem lokaniðurstaðan verður segir Rósa að kosningabaráttan hafi verið frábær, heiðarleg og skemmtileg. Sjálfstæðisflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Hafnarfjörður Framsóknarflokkurinn Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Fleiri fréttir Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Sjá meira
Rósa Guðbjartsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði og bæjarstjóri, segist vera ánægð með fyrstu tölur en Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylking eru hnífjöfn með 27,9 prósent atkvæða sem stendur. Það skilar hvorum flokki fjórum mönnum. „Við erum bara ánægð, þetta er mikill varnarsigur,“ segir Rósa. Helsti mótherji hennar Guðmundur Árni Stefánsson, var himinlifandi með fyrstu tölur og sagði Samfylkinguna vinna stórkostlegan sigur, verði lokaniðurstaða sú sama og fyrstu tölur benda til, þegar fréttastofa náði tali af honum fyrr í kvöld. Rósa bendir á að aðalatriðið sé að núverandi meirihluti haldi miðað við fyrstu tölur. Ljóst er að Framsóknarflokkurinn er með pálmann í höndunum, með sína tvo menn inni, og er í lykilstöðu þegar kemur að myndun meirihluta í Hafnarfirði. Framsókn er víðar í þeirri stöðu, til að mynda í Kópavogi og Mosfellsbæ. „Ég er ekki hrædd við eitt eða neitt núna, nóttin er ung“ segir Rósa, spurð hvort hún óttist að Framsókn rjúfi meirihlutann og fari yfir til Samfylkingarinnar. Hefði viljað halda fimmta manninum Rósa segist hefði viljað halda fimmta bæjarstjórnarmanni flokksins en hún hefur þó alls ekki misst vonina. Hún þekkir það nefnilega vel að fimmti maður geti dottið inn seinna. Fyrir fjórum árum bætti Sjálfstæðisflokkurinn við sig fimmta manni þegar lokatölur voru kynntar. Hver sem lokaniðurstaðan verður segir Rósa að kosningabaráttan hafi verið frábær, heiðarleg og skemmtileg.
Sjálfstæðisflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Hafnarfjörður Framsóknarflokkurinn Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Fleiri fréttir Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum