Útilokar ekki samstarf með Sjálfstæðisflokki Bjarki Sigurðsson skrifar 16. maí 2022 15:41 Halla Karen Kristjánsdóttir, oddviti Framsóknarflokksins í Mosfellsbæ, útilokar ekki meirihlutasamstarf með neinum flokki. Stefnt er á að klára viðræður við alla flokka í dag. Vísir/Vilhelm Halla Karen Kristjánsdóttir, oddviti Framsóknarflokksins í Mosfellsbæ, segir flokkinn ekki útiloka meirihlutasamstarf með Sjálfstæðisflokknum. Hún hefur ekki náð að ræða við alla flokka og því geti hún hvorki útilokað einn né neinn. Meirihluti Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ féll um helgina og minnkaði fylgi Sjálfstæðisflokksins um 12 prósent frá því árið 2018. Vinstri grænir hlutu einungis 5,7 prósent í kosningunum á laugardaginn og fengu engan mann inn í bæjarstjórn. Stórsigur Framsóknar Framsókn hlaut mesta fylgið í kosningunum eða 32,2 prósent og fá þannig fjóra fulltrúa inn í bæjarstjórn líkt og Sjálfstæðisflokkurinn sem hlaut 27,3 prósent atkvæða. Framsókn hefur ekki átt mann í bæjarstjórn Mosfellsbæjar síðan árið 2010. Í dag greindi Kjarninn frá því að samkvæmt heimildum þeirra útiloki Framsóknarflokkurinn meirihlutasamstarf með sjálfstæðismönnum. Þar kemur fram að flokkurinn ætli frekar í viðræður við Samfylkinguna og Viðreisn sem bæði fengu einn mann kjörinn í bæjarstjórn. Þá komi einnig til greina að bjóða Vinum Mosfellsbæjar að taka þátt í viðræðunum en þau fengu einnig einn mann kjörinn inn. Vill klára að ræða við alla Í samtali við fréttastofu þvertekur Halla Karen Kristjánsdóttir, oddviti Framsóknarflokksins, fyrir að nokkur flokkur hafi nú þegar verið útilokaður. Hún eigi eftir að klára að ræða við alla flokka og ætlar að nýta daginn í dag í það. „Ég þarf einhvern veginn að koma mér inn í þennan pólitíska veruleika, það koma bara allskonar sögur án þess að maður viti af. Við vorum í viðræðum í gær, við erum í viðræðum í dag. Það er ekki búið að útiloka neitt, allt er opið,“ segir Halla. Hún segir formlegar viðræður um meirihlutasamstarf ekki hefjast fyrr en búið sé að ræða við alla flokka og flokksmenn Framsóknar séu búnir að ráðfæra sig við hvorn annan. Aðspurð segir hún að það sé ekki komið á hreint hvort hún geri tilkall til bæjarstjórasætisins eða hvort ópólitískur einstaklingur verði ráðinn í starfið. Mosfellsbær Sveitarstjórnarkosningar 2022 Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira
Meirihluti Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ féll um helgina og minnkaði fylgi Sjálfstæðisflokksins um 12 prósent frá því árið 2018. Vinstri grænir hlutu einungis 5,7 prósent í kosningunum á laugardaginn og fengu engan mann inn í bæjarstjórn. Stórsigur Framsóknar Framsókn hlaut mesta fylgið í kosningunum eða 32,2 prósent og fá þannig fjóra fulltrúa inn í bæjarstjórn líkt og Sjálfstæðisflokkurinn sem hlaut 27,3 prósent atkvæða. Framsókn hefur ekki átt mann í bæjarstjórn Mosfellsbæjar síðan árið 2010. Í dag greindi Kjarninn frá því að samkvæmt heimildum þeirra útiloki Framsóknarflokkurinn meirihlutasamstarf með sjálfstæðismönnum. Þar kemur fram að flokkurinn ætli frekar í viðræður við Samfylkinguna og Viðreisn sem bæði fengu einn mann kjörinn í bæjarstjórn. Þá komi einnig til greina að bjóða Vinum Mosfellsbæjar að taka þátt í viðræðunum en þau fengu einnig einn mann kjörinn inn. Vill klára að ræða við alla Í samtali við fréttastofu þvertekur Halla Karen Kristjánsdóttir, oddviti Framsóknarflokksins, fyrir að nokkur flokkur hafi nú þegar verið útilokaður. Hún eigi eftir að klára að ræða við alla flokka og ætlar að nýta daginn í dag í það. „Ég þarf einhvern veginn að koma mér inn í þennan pólitíska veruleika, það koma bara allskonar sögur án þess að maður viti af. Við vorum í viðræðum í gær, við erum í viðræðum í dag. Það er ekki búið að útiloka neitt, allt er opið,“ segir Halla. Hún segir formlegar viðræður um meirihlutasamstarf ekki hefjast fyrr en búið sé að ræða við alla flokka og flokksmenn Framsóknar séu búnir að ráðfæra sig við hvorn annan. Aðspurð segir hún að það sé ekki komið á hreint hvort hún geri tilkall til bæjarstjórasætisins eða hvort ópólitískur einstaklingur verði ráðinn í starfið.
Mosfellsbær Sveitarstjórnarkosningar 2022 Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira