Stanley Þorsteinn Másson skrifar 17. maí 2022 15:00 Árið 1902 ákváðu vestfirskir frumkvöðlar að setja vél í árabátinn Stanley. Á þeim tíma réru allir íslenskir sjómenn til veiða eða notuðu segl þegar vindur var þeim hagstæður. Að setja vél í árabát er eitt stærsta og mikilvægasta orkuskiptaverkefni sem ráðist hefur verið í á Íslandi. Það er rétt hægt að ímynda sér þá byltingu sem fólst í því að hætta að róa með höndunum og láta framandi maskínu sjá um að ferja áhöfn og afla. Það er að sama skapi auðvelt að sjá fyrir sér allar efasemdirnar, enda gríðarleg óvissa um hvort þetta myndi borga sig, væri öruggt og myndi yfir höfuð virka. Ef þau hefðu haft aðgang að Excel og öðrum greiningartólum sem við notum í dag, eru líkur á því að verkefnið „vél í árabát“ hefði ekki endilega litið vel út vegna ýmiss konar óvissu: Óvissa með verð og veiðar á þorski Aðgengi að olíu Verð og verðþróun á olíu Aðgengi að varahlutum Aðgengi að kunnáttufólki sem sinna átti viðhaldi Mögulega hefðu þau endað á því að eyða frekar tíma og fjármunum í að hanna léttari árar, boðið sjómönnum upp á hollari og betri mat og reynt að hanna og framleiða betri vinnufatnað. En þau höfðu ekki aðgang að Excel eða öðrum greiningartólum og ákváðu að taka í notkun nýja tækni sem aldrei hafði verið prófuð á Íslandi. Þau vissu að þetta var að gerast í löndunum í kring og gátu því verið nokkuð bjartsýn á að þetta væri líklega framtíðin. Við sem fáumst við orkuskipti í sjávartengdri starfsemi í dag, erum í svipuðum sporum og þau sem settu vél í Stanley árið 1902 og ættum að taka þau til fyrirmyndar og keyra orkuskipti í sjávartengdri starfsemi í gang. Með því á ég ekki við að við ættum að hætta að byggja ákvarðanir á bestu mögulegu upplýsingum eða hætta að nota greiningartól til að taka góðar ákvarðanir. Við erum nefnilega búin að taka ákvörðum. Við erum búin að ákveða að verða kolefnishlutlaus árið 2040. Það er því búið að taka ákvörðun um að orkuskiptum í sjávartengdri starfsemi skuli svo sem lokið eftir 18 ár. Það er því óhætt byrja að vinna að þeim, strax í dag. Við gætum til dæmis ákveðið í dag að nýr Baldur, ferjan sem siglir yfir Breiðafjörð, muni nota rafeldsneyti (metanól eða vetni) og ákveðið hér og nú að hann verði tilbúinn innan þriggja ára. Þannig yrði Baldur fyrsti stóri notandi af rafeldsneyti á Íslandi og myndi ryðja brautina fyrir önnur rafeldsneytisverkefni og rafeldsneytisframleiðslu. Hafnir Ísafjarðabæjar ásamt fleiri höfum hafa lýst yfir áhuga á því að kaupa dráttarbát sem knúinn er áfram af rafhlöðum og brunavél og væri fyrsti sinnar tegundar á Íslandi. Við getum ákveðið í dag að styðja við þessi áform og ákveðið hér og nú að fyrsti grænorku dráttarbátur landsins væri klár innan þriggja ára. Við getum ákveðið að nýta aflaheimildir til að styðja við orkuskipti smærri báta þannig að útgerðir sem fjárfesta í grænni orku fá tímabundinn stuðning í formi aflaheimilda. Þannig munu smærri útgerðir sjá sér fært að fjárfesta í grænni orku í samvinnu við innlendar bátasmiðjur og Stanley-2, fyrsti íslenski grænorkubáturinn, mun líta dagsins ljós innan þriggja ára. Höfundur er framkvæmdastjóri Bláma. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Orkuskipti Mest lesið Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson skrifar Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason skrifar Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Hlutverk markmiða er að umbreyta okkur Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Tímamótin að verða alvöru faðir Matthildur Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Árið 1902 ákváðu vestfirskir frumkvöðlar að setja vél í árabátinn Stanley. Á þeim tíma réru allir íslenskir sjómenn til veiða eða notuðu segl þegar vindur var þeim hagstæður. Að setja vél í árabát er eitt stærsta og mikilvægasta orkuskiptaverkefni sem ráðist hefur verið í á Íslandi. Það er rétt hægt að ímynda sér þá byltingu sem fólst í því að hætta að róa með höndunum og láta framandi maskínu sjá um að ferja áhöfn og afla. Það er að sama skapi auðvelt að sjá fyrir sér allar efasemdirnar, enda gríðarleg óvissa um hvort þetta myndi borga sig, væri öruggt og myndi yfir höfuð virka. Ef þau hefðu haft aðgang að Excel og öðrum greiningartólum sem við notum í dag, eru líkur á því að verkefnið „vél í árabát“ hefði ekki endilega litið vel út vegna ýmiss konar óvissu: Óvissa með verð og veiðar á þorski Aðgengi að olíu Verð og verðþróun á olíu Aðgengi að varahlutum Aðgengi að kunnáttufólki sem sinna átti viðhaldi Mögulega hefðu þau endað á því að eyða frekar tíma og fjármunum í að hanna léttari árar, boðið sjómönnum upp á hollari og betri mat og reynt að hanna og framleiða betri vinnufatnað. En þau höfðu ekki aðgang að Excel eða öðrum greiningartólum og ákváðu að taka í notkun nýja tækni sem aldrei hafði verið prófuð á Íslandi. Þau vissu að þetta var að gerast í löndunum í kring og gátu því verið nokkuð bjartsýn á að þetta væri líklega framtíðin. Við sem fáumst við orkuskipti í sjávartengdri starfsemi í dag, erum í svipuðum sporum og þau sem settu vél í Stanley árið 1902 og ættum að taka þau til fyrirmyndar og keyra orkuskipti í sjávartengdri starfsemi í gang. Með því á ég ekki við að við ættum að hætta að byggja ákvarðanir á bestu mögulegu upplýsingum eða hætta að nota greiningartól til að taka góðar ákvarðanir. Við erum nefnilega búin að taka ákvörðum. Við erum búin að ákveða að verða kolefnishlutlaus árið 2040. Það er því búið að taka ákvörðun um að orkuskiptum í sjávartengdri starfsemi skuli svo sem lokið eftir 18 ár. Það er því óhætt byrja að vinna að þeim, strax í dag. Við gætum til dæmis ákveðið í dag að nýr Baldur, ferjan sem siglir yfir Breiðafjörð, muni nota rafeldsneyti (metanól eða vetni) og ákveðið hér og nú að hann verði tilbúinn innan þriggja ára. Þannig yrði Baldur fyrsti stóri notandi af rafeldsneyti á Íslandi og myndi ryðja brautina fyrir önnur rafeldsneytisverkefni og rafeldsneytisframleiðslu. Hafnir Ísafjarðabæjar ásamt fleiri höfum hafa lýst yfir áhuga á því að kaupa dráttarbát sem knúinn er áfram af rafhlöðum og brunavél og væri fyrsti sinnar tegundar á Íslandi. Við getum ákveðið í dag að styðja við þessi áform og ákveðið hér og nú að fyrsti grænorku dráttarbátur landsins væri klár innan þriggja ára. Við getum ákveðið að nýta aflaheimildir til að styðja við orkuskipti smærri báta þannig að útgerðir sem fjárfesta í grænni orku fá tímabundinn stuðning í formi aflaheimilda. Þannig munu smærri útgerðir sjá sér fært að fjárfesta í grænni orku í samvinnu við innlendar bátasmiðjur og Stanley-2, fyrsti íslenski grænorkubáturinn, mun líta dagsins ljós innan þriggja ára. Höfundur er framkvæmdastjóri Bláma.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar
Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun