Musk skapar enn meiri vafa um kaupin á Twitter Kjartan Kjartansson skrifar 17. maí 2022 17:40 Elon Musk fer jafnan mikinn á Twitter. Hann hefur meðal annars notað miðilinn til að hafa áhrif á hlutabréfaverð í fyrirtækjum sínum og verið sektaður fyrir. AP/Eric Risberg Kaup auðkýfingsins Elons Musk á samfélagsmiðlinum Twitter eru nú í lausu lofti eftir að hann byrjaði að efast um tölur stjórnenda Twitter um hversu hátt hlutfall reikninga eru gervireikningar eða yrki (e. bot). Hann vill greiða minna en tilboðið sem hann lagði fram í síðasta mánuði. Musk bauð 44 milljarða dollara í Twitter í apríl. Síðan þá hafa kenningar verið uppi um að hann vilji losa sig undan samningnum eða greiða lægri fjárhæð fyrir miðilinn. Musk ætlar meðal annars að fjármagna kaupin með hlutabréfaeign sinni í rafbílaframleiðandanum Tesla. Þau bréf hafa fallið í verði um þriðjung frá því að tilkynnt var um kaupin. Í síðustu viku lýsti Musk því yfir á Twitter að viðskiptin væru í bið á meðan mat færi fram á hversu hátt hlutfall Twitter-reikninga væri óekta. Fyrirtækið sjálft telur það innan við 5% notenda. Á tækniráðstefnu í Míamí í gær hélt Musk því fram að hlutfallið væri að minnsta kosti 20%, að sögn AP-fréttastofunnar. Hann hélt áfram á sömu slóðum í tísti í dag þar sem hann sagði að kaupin gætu ekki gengið í gegn fyrr en Twitter legði fram opinbera sönnun þess að innan 5% reikninga væru yrki eða amapóstar. „Tilboð mitt var grundvallað á því að tilkynningar Twitter til verðbréfa- og kaupþingsnefndar Bandaríkjanna (SEC) væru réttar,“ tísti Musk. Parag Agrawal, forstjóri Twitter, viðurkennir að fyrirtækið hafi ekki fullkomna yfirsýn yfir hversu margir reikningar eru yrki. Það hafi þau ítrekað áætlað að þau séu innan við 5% notenda. Í tilkynningum sínum til SEC hefur fyrirtækið þó slegið varnagla við að það mat sé rétt og hlutfallið gæti verið hærra. Twitter Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Musk segir Twitter-kaupin í bið Elon Musk, auðugasti maður heims, segir kaup hans á samfélagsmiðlinum Twitter vera í bið. Það sé á meðan verið sé að ganga úr skugga um hve margir falskir reikningar og ruslpóstsbottar séu í rauninni. 13. maí 2022 10:11 Mest lesið Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Musk bauð 44 milljarða dollara í Twitter í apríl. Síðan þá hafa kenningar verið uppi um að hann vilji losa sig undan samningnum eða greiða lægri fjárhæð fyrir miðilinn. Musk ætlar meðal annars að fjármagna kaupin með hlutabréfaeign sinni í rafbílaframleiðandanum Tesla. Þau bréf hafa fallið í verði um þriðjung frá því að tilkynnt var um kaupin. Í síðustu viku lýsti Musk því yfir á Twitter að viðskiptin væru í bið á meðan mat færi fram á hversu hátt hlutfall Twitter-reikninga væri óekta. Fyrirtækið sjálft telur það innan við 5% notenda. Á tækniráðstefnu í Míamí í gær hélt Musk því fram að hlutfallið væri að minnsta kosti 20%, að sögn AP-fréttastofunnar. Hann hélt áfram á sömu slóðum í tísti í dag þar sem hann sagði að kaupin gætu ekki gengið í gegn fyrr en Twitter legði fram opinbera sönnun þess að innan 5% reikninga væru yrki eða amapóstar. „Tilboð mitt var grundvallað á því að tilkynningar Twitter til verðbréfa- og kaupþingsnefndar Bandaríkjanna (SEC) væru réttar,“ tísti Musk. Parag Agrawal, forstjóri Twitter, viðurkennir að fyrirtækið hafi ekki fullkomna yfirsýn yfir hversu margir reikningar eru yrki. Það hafi þau ítrekað áætlað að þau séu innan við 5% notenda. Í tilkynningum sínum til SEC hefur fyrirtækið þó slegið varnagla við að það mat sé rétt og hlutfallið gæti verið hærra.
Twitter Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Musk segir Twitter-kaupin í bið Elon Musk, auðugasti maður heims, segir kaup hans á samfélagsmiðlinum Twitter vera í bið. Það sé á meðan verið sé að ganga úr skugga um hve margir falskir reikningar og ruslpóstsbottar séu í rauninni. 13. maí 2022 10:11 Mest lesið Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Musk segir Twitter-kaupin í bið Elon Musk, auðugasti maður heims, segir kaup hans á samfélagsmiðlinum Twitter vera í bið. Það sé á meðan verið sé að ganga úr skugga um hve margir falskir reikningar og ruslpóstsbottar séu í rauninni. 13. maí 2022 10:11