Meirihlutaviðræðum á Akureyri slitið Vésteinn Örn Pétursson skrifar 17. maí 2022 21:10 Meirihlutaviðræðum L-lista, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar á Akureyri var slitið í kvöld. Vísir/Vilhelm Meirihlutaviðræðum Sjálfstæðisflokks, Framsóknar og L-listans, um myndun bæjarstjórnarmeirihluta er lokið. Þetta staðfestir Halla Björk Reynisdóttir, bæjarfulltrúi L-listans, í samtali við fréttastofu. Fyrr í dag var greint frá því að meirihlutaviðræður flokkanna, sem hafið höfðu formlegar viðræður, væru á viðkvæmu stigi. Viðræðunum var svo slitið á fundi í kvöld, en Halla Björk segir Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn hafa átt frumkvæði að því. „Það var lítill sem enginn málefnaágreiningur. Þau óttuðust að við værum með fleiri bæjarfulltrúa en þau,“ segir Halla Björk í samtali við fréttastofu. Sex bæjarfulltrúa þarf til að mynda meirihluta á Akureyri. L-listinn fékk þrjá fulltrúa í sveitarstjórnarkosningunum, en Sjálfstæðisflokkur og Framsókn fengu tvo fulltrúa hvor. Meirihluti flokkanna þriggja hefði því talið sjö bæjarfulltrúa. Halla Björk Reynisdóttir er bæjarfulltrúi L-listans á Akureyri. Segir heiðursmannasamkomulag svikið Að sögn Höllu Bjarkar var samkomulag milli flokkanna, um að ráðast ekki í viðræður við aðra meðan á viðræðum flokkanna þriggja stæði, ekki virt. „Þau virtu ekki heiðursmannasamkomulag um að tala ekki við aðra á meðan við værum í viðræðum og eru farin í viðræður við aðra flokka,“ segir Halla Björk. Hún segir að flokkarnir tveir séu farnir í viðræður við Samfylkinguna og Miðflokkinn. Vissulega vonbrigði en allt opið Halla Björk fer ekki leynt með að henni þyki vonbrigði hvernig viðræðurnar fóru. „En við verðum bara að bíða og sjá , nú er allt opið. Sjáum hvernig þeim gengur að tala saman,“ segir hún. L-listinn sé þá opinn fyrir því að ræða við aðra flokka. Flokkurinn hafi getað starfað með öllum, og allt komi til greina. Segir ágreining um fjölda málefna Heimir Örn Árnason, oddviti Sjálfstæðisflokksins á Akureyri, segir að flosnað hafi upp úr meirihlutaviðræðunum á þar sem flokkarnir sem ræddu saman hafi ekki náð saman um nokkur mál.Ekkert eitt hafi ráðið úrslitum. Hann segir þá rétt það sem Halla Björk segir: Að Framsókn og Sjálfstæðisflokkurinn hafi átt frumkvæði að því að slíta viðræðunum. Hvað varðar heiðursmannasamkomulag um að ræða ekki við aðra flokka meðan flokkarnir þrír ættu í viðræðum vill Heimir lítið tjá sig. Heimir Örn Árnason, oddviti Sjálfstæðisflokksins á Akureyri.Aðsend „Samkomulag og ekki samkomulag. Við litum bara á þetta svona og fórum bara aðra leið. Svona er lífið,“ segir Heimir í samtali við fréttastofu. Hann segist líta svo á að viðræðurnar hafi ekki gengið upp, og þess vegna hafi flokkarnir þurft að líta annað. En varðandi þetta samkomulag, hvort það sé rétt að það hafi verið til staðar og verið brotið? „Já og nei.“ Hann segist ekki geta staðfest að flokkarnir tveir séu nú komnir í viðræður við Samfylkingu og Miðflokkinn. „Það er ekki komið það langt, það verður ákveðið á morgun,“ segir Heimir í samtali við fréttastofu. Fréttin var síðast uppfærð klukkan 22:15. Fréttastofa hefur ekki náð tali af Sunnu Hlín Jóhannesdóttur, oddvita Framsóknarflokksins á Akureyri, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Akureyri Sveitarstjórnarkosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Sjá meira
Fyrr í dag var greint frá því að meirihlutaviðræður flokkanna, sem hafið höfðu formlegar viðræður, væru á viðkvæmu stigi. Viðræðunum var svo slitið á fundi í kvöld, en Halla Björk segir Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn hafa átt frumkvæði að því. „Það var lítill sem enginn málefnaágreiningur. Þau óttuðust að við værum með fleiri bæjarfulltrúa en þau,“ segir Halla Björk í samtali við fréttastofu. Sex bæjarfulltrúa þarf til að mynda meirihluta á Akureyri. L-listinn fékk þrjá fulltrúa í sveitarstjórnarkosningunum, en Sjálfstæðisflokkur og Framsókn fengu tvo fulltrúa hvor. Meirihluti flokkanna þriggja hefði því talið sjö bæjarfulltrúa. Halla Björk Reynisdóttir er bæjarfulltrúi L-listans á Akureyri. Segir heiðursmannasamkomulag svikið Að sögn Höllu Bjarkar var samkomulag milli flokkanna, um að ráðast ekki í viðræður við aðra meðan á viðræðum flokkanna þriggja stæði, ekki virt. „Þau virtu ekki heiðursmannasamkomulag um að tala ekki við aðra á meðan við værum í viðræðum og eru farin í viðræður við aðra flokka,“ segir Halla Björk. Hún segir að flokkarnir tveir séu farnir í viðræður við Samfylkinguna og Miðflokkinn. Vissulega vonbrigði en allt opið Halla Björk fer ekki leynt með að henni þyki vonbrigði hvernig viðræðurnar fóru. „En við verðum bara að bíða og sjá , nú er allt opið. Sjáum hvernig þeim gengur að tala saman,“ segir hún. L-listinn sé þá opinn fyrir því að ræða við aðra flokka. Flokkurinn hafi getað starfað með öllum, og allt komi til greina. Segir ágreining um fjölda málefna Heimir Örn Árnason, oddviti Sjálfstæðisflokksins á Akureyri, segir að flosnað hafi upp úr meirihlutaviðræðunum á þar sem flokkarnir sem ræddu saman hafi ekki náð saman um nokkur mál.Ekkert eitt hafi ráðið úrslitum. Hann segir þá rétt það sem Halla Björk segir: Að Framsókn og Sjálfstæðisflokkurinn hafi átt frumkvæði að því að slíta viðræðunum. Hvað varðar heiðursmannasamkomulag um að ræða ekki við aðra flokka meðan flokkarnir þrír ættu í viðræðum vill Heimir lítið tjá sig. Heimir Örn Árnason, oddviti Sjálfstæðisflokksins á Akureyri.Aðsend „Samkomulag og ekki samkomulag. Við litum bara á þetta svona og fórum bara aðra leið. Svona er lífið,“ segir Heimir í samtali við fréttastofu. Hann segist líta svo á að viðræðurnar hafi ekki gengið upp, og þess vegna hafi flokkarnir þurft að líta annað. En varðandi þetta samkomulag, hvort það sé rétt að það hafi verið til staðar og verið brotið? „Já og nei.“ Hann segist ekki geta staðfest að flokkarnir tveir séu nú komnir í viðræður við Samfylkingu og Miðflokkinn. „Það er ekki komið það langt, það verður ákveðið á morgun,“ segir Heimir í samtali við fréttastofu. Fréttin var síðast uppfærð klukkan 22:15. Fréttastofa hefur ekki náð tali af Sunnu Hlín Jóhannesdóttur, oddvita Framsóknarflokksins á Akureyri, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.
Akureyri Sveitarstjórnarkosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Sjá meira