Meirihlutaviðræðum á Akureyri slitið Vésteinn Örn Pétursson skrifar 17. maí 2022 21:10 Meirihlutaviðræðum L-lista, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar á Akureyri var slitið í kvöld. Vísir/Vilhelm Meirihlutaviðræðum Sjálfstæðisflokks, Framsóknar og L-listans, um myndun bæjarstjórnarmeirihluta er lokið. Þetta staðfestir Halla Björk Reynisdóttir, bæjarfulltrúi L-listans, í samtali við fréttastofu. Fyrr í dag var greint frá því að meirihlutaviðræður flokkanna, sem hafið höfðu formlegar viðræður, væru á viðkvæmu stigi. Viðræðunum var svo slitið á fundi í kvöld, en Halla Björk segir Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn hafa átt frumkvæði að því. „Það var lítill sem enginn málefnaágreiningur. Þau óttuðust að við værum með fleiri bæjarfulltrúa en þau,“ segir Halla Björk í samtali við fréttastofu. Sex bæjarfulltrúa þarf til að mynda meirihluta á Akureyri. L-listinn fékk þrjá fulltrúa í sveitarstjórnarkosningunum, en Sjálfstæðisflokkur og Framsókn fengu tvo fulltrúa hvor. Meirihluti flokkanna þriggja hefði því talið sjö bæjarfulltrúa. Halla Björk Reynisdóttir er bæjarfulltrúi L-listans á Akureyri. Segir heiðursmannasamkomulag svikið Að sögn Höllu Bjarkar var samkomulag milli flokkanna, um að ráðast ekki í viðræður við aðra meðan á viðræðum flokkanna þriggja stæði, ekki virt. „Þau virtu ekki heiðursmannasamkomulag um að tala ekki við aðra á meðan við værum í viðræðum og eru farin í viðræður við aðra flokka,“ segir Halla Björk. Hún segir að flokkarnir tveir séu farnir í viðræður við Samfylkinguna og Miðflokkinn. Vissulega vonbrigði en allt opið Halla Björk fer ekki leynt með að henni þyki vonbrigði hvernig viðræðurnar fóru. „En við verðum bara að bíða og sjá , nú er allt opið. Sjáum hvernig þeim gengur að tala saman,“ segir hún. L-listinn sé þá opinn fyrir því að ræða við aðra flokka. Flokkurinn hafi getað starfað með öllum, og allt komi til greina. Segir ágreining um fjölda málefna Heimir Örn Árnason, oddviti Sjálfstæðisflokksins á Akureyri, segir að flosnað hafi upp úr meirihlutaviðræðunum á þar sem flokkarnir sem ræddu saman hafi ekki náð saman um nokkur mál.Ekkert eitt hafi ráðið úrslitum. Hann segir þá rétt það sem Halla Björk segir: Að Framsókn og Sjálfstæðisflokkurinn hafi átt frumkvæði að því að slíta viðræðunum. Hvað varðar heiðursmannasamkomulag um að ræða ekki við aðra flokka meðan flokkarnir þrír ættu í viðræðum vill Heimir lítið tjá sig. Heimir Örn Árnason, oddviti Sjálfstæðisflokksins á Akureyri.Aðsend „Samkomulag og ekki samkomulag. Við litum bara á þetta svona og fórum bara aðra leið. Svona er lífið,“ segir Heimir í samtali við fréttastofu. Hann segist líta svo á að viðræðurnar hafi ekki gengið upp, og þess vegna hafi flokkarnir þurft að líta annað. En varðandi þetta samkomulag, hvort það sé rétt að það hafi verið til staðar og verið brotið? „Já og nei.“ Hann segist ekki geta staðfest að flokkarnir tveir séu nú komnir í viðræður við Samfylkingu og Miðflokkinn. „Það er ekki komið það langt, það verður ákveðið á morgun,“ segir Heimir í samtali við fréttastofu. Fréttin var síðast uppfærð klukkan 22:15. Fréttastofa hefur ekki náð tali af Sunnu Hlín Jóhannesdóttur, oddvita Framsóknarflokksins á Akureyri, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Akureyri Sveitarstjórnarkosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Fyrr í dag var greint frá því að meirihlutaviðræður flokkanna, sem hafið höfðu formlegar viðræður, væru á viðkvæmu stigi. Viðræðunum var svo slitið á fundi í kvöld, en Halla Björk segir Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn hafa átt frumkvæði að því. „Það var lítill sem enginn málefnaágreiningur. Þau óttuðust að við værum með fleiri bæjarfulltrúa en þau,“ segir Halla Björk í samtali við fréttastofu. Sex bæjarfulltrúa þarf til að mynda meirihluta á Akureyri. L-listinn fékk þrjá fulltrúa í sveitarstjórnarkosningunum, en Sjálfstæðisflokkur og Framsókn fengu tvo fulltrúa hvor. Meirihluti flokkanna þriggja hefði því talið sjö bæjarfulltrúa. Halla Björk Reynisdóttir er bæjarfulltrúi L-listans á Akureyri. Segir heiðursmannasamkomulag svikið Að sögn Höllu Bjarkar var samkomulag milli flokkanna, um að ráðast ekki í viðræður við aðra meðan á viðræðum flokkanna þriggja stæði, ekki virt. „Þau virtu ekki heiðursmannasamkomulag um að tala ekki við aðra á meðan við værum í viðræðum og eru farin í viðræður við aðra flokka,“ segir Halla Björk. Hún segir að flokkarnir tveir séu farnir í viðræður við Samfylkinguna og Miðflokkinn. Vissulega vonbrigði en allt opið Halla Björk fer ekki leynt með að henni þyki vonbrigði hvernig viðræðurnar fóru. „En við verðum bara að bíða og sjá , nú er allt opið. Sjáum hvernig þeim gengur að tala saman,“ segir hún. L-listinn sé þá opinn fyrir því að ræða við aðra flokka. Flokkurinn hafi getað starfað með öllum, og allt komi til greina. Segir ágreining um fjölda málefna Heimir Örn Árnason, oddviti Sjálfstæðisflokksins á Akureyri, segir að flosnað hafi upp úr meirihlutaviðræðunum á þar sem flokkarnir sem ræddu saman hafi ekki náð saman um nokkur mál.Ekkert eitt hafi ráðið úrslitum. Hann segir þá rétt það sem Halla Björk segir: Að Framsókn og Sjálfstæðisflokkurinn hafi átt frumkvæði að því að slíta viðræðunum. Hvað varðar heiðursmannasamkomulag um að ræða ekki við aðra flokka meðan flokkarnir þrír ættu í viðræðum vill Heimir lítið tjá sig. Heimir Örn Árnason, oddviti Sjálfstæðisflokksins á Akureyri.Aðsend „Samkomulag og ekki samkomulag. Við litum bara á þetta svona og fórum bara aðra leið. Svona er lífið,“ segir Heimir í samtali við fréttastofu. Hann segist líta svo á að viðræðurnar hafi ekki gengið upp, og þess vegna hafi flokkarnir þurft að líta annað. En varðandi þetta samkomulag, hvort það sé rétt að það hafi verið til staðar og verið brotið? „Já og nei.“ Hann segist ekki geta staðfest að flokkarnir tveir séu nú komnir í viðræður við Samfylkingu og Miðflokkinn. „Það er ekki komið það langt, það verður ákveðið á morgun,“ segir Heimir í samtali við fréttastofu. Fréttin var síðast uppfærð klukkan 22:15. Fréttastofa hefur ekki náð tali af Sunnu Hlín Jóhannesdóttur, oddvita Framsóknarflokksins á Akureyri, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.
Akureyri Sveitarstjórnarkosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira