Með heimavinnu í meirihlutaviðræðum á Akureyri Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 19. maí 2022 11:44 Frá Akureyri. Vísir/Vilhelm Forsvarsmenn Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins, Miðflokksins og Samfylkingarinnar á Akureyri vinna nú heimavinnu fyrir næsta fund þeirra, eftir að þeir ákváðu í gær að hefja formlegar viðræður um myndun meirihluta í bæjarstjórn Akureyrar. Greint var frá því í eftir fund forsvarsmanna flokkanna fjögurra í gærkvöldi að svo mikill samhljómur hafi verið með áherslum fundarmanna í öllum helstu málum, að grundvöllur væri fyrir því að fara í formlegar meirihlutaviðræður. „Auðvitað þurfa allir að lúffa með eitthvað smá en það var afskaplega lítið sem var. Þetta lítur bara vel út,“ segir Heimir Örn Árnason, oddviti Sjálfstæðisflokksins í samtali við Vísi. Óákveðið er hvenær næsti fundur verður haldinn, en það verður að sögn Heimis Arnar á næstu dögum. Fulltrúar flokkanna hafi nú það verkefni að setja málefni niður á blað áður en fundað verður aftur. „Nú erum við með opin skjöl sem við erum að vinna í sameiginlega,“ segir Heimir Örn. Í tilkynningu sem flokkarnir fjóru sendu út í gær var vísað til þess að flokkarnir væru sammála um að leggja áherslu á „á farsæld barna, barnafjölskyldna, fólks í viðkvæmri stöðu og eldra fólks. Auk þess voru aðilar sammála um að leggja áherslu á umhverfis- og loftslagsmál, mannréttindi og velferð íbúa, öflugt skólastarf sem og metnaðarfull og fagleg skipulagsmál“. Heimir Örn Árnason, oddviti Sjálfstæðisflokksins á Akureyri.Aðsend Samanlagt geta þessir flokkar myndað sex fulltrúa meirihluta í bæjarstjórn Akureyrar, þar sem ellefu fulltrúar eiga sæti. Engin eiginlegur meirihluti hefur verið í bæjarstjórn Akureyrar undanfarin tvö ár þar sem allir flokkar mynduðu eins konar samstjórn í september 2020. Það fyrirkomulag tók við af meirihluta L-listans, Framsóknarflokksins og Samfylkingarinnar sem verið hafði við völd frá árinu 2014. Í nýafstöðnum bæjarstjórnarkosningum hlutu Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur tvo fulltrúa hvor, Miðflokkurinn og Samfylkingin einn hvor. Akureyri Sveitarstjórnarkosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Miðflokkurinn Samfylkingin Tengdar fréttir Hefja formlegar viðræður á Akureyri Fulltrúar Framsóknarflokksins, Sjálfstæðisflokksins, Samfylkingarinnar og Miðflokksins á Akureyri hafa ákveðið að ganga til formlegra viðræðna um myndun bæjarstjórnar. 18. maí 2022 22:54 Fulltrúar B, D, S og M funda um meirihluta á Akureyri í kvöld Hlynur Jóhannsson, oddviti Miðflokksins á Akureyri, virðist nokkuð bjartsýnn á viðræður um myndun meirihluta í bæjarstjórn Akureyrar með Framsóknarflokki, Sjálfstæðisflokknum og Samfylkingunni. Stefnt er að því að fulltrúar flokkanna hittist í kvöld til að ræða málin. 18. maí 2022 10:58 Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Fleiri fréttir MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Sjá meira
Greint var frá því í eftir fund forsvarsmanna flokkanna fjögurra í gærkvöldi að svo mikill samhljómur hafi verið með áherslum fundarmanna í öllum helstu málum, að grundvöllur væri fyrir því að fara í formlegar meirihlutaviðræður. „Auðvitað þurfa allir að lúffa með eitthvað smá en það var afskaplega lítið sem var. Þetta lítur bara vel út,“ segir Heimir Örn Árnason, oddviti Sjálfstæðisflokksins í samtali við Vísi. Óákveðið er hvenær næsti fundur verður haldinn, en það verður að sögn Heimis Arnar á næstu dögum. Fulltrúar flokkanna hafi nú það verkefni að setja málefni niður á blað áður en fundað verður aftur. „Nú erum við með opin skjöl sem við erum að vinna í sameiginlega,“ segir Heimir Örn. Í tilkynningu sem flokkarnir fjóru sendu út í gær var vísað til þess að flokkarnir væru sammála um að leggja áherslu á „á farsæld barna, barnafjölskyldna, fólks í viðkvæmri stöðu og eldra fólks. Auk þess voru aðilar sammála um að leggja áherslu á umhverfis- og loftslagsmál, mannréttindi og velferð íbúa, öflugt skólastarf sem og metnaðarfull og fagleg skipulagsmál“. Heimir Örn Árnason, oddviti Sjálfstæðisflokksins á Akureyri.Aðsend Samanlagt geta þessir flokkar myndað sex fulltrúa meirihluta í bæjarstjórn Akureyrar, þar sem ellefu fulltrúar eiga sæti. Engin eiginlegur meirihluti hefur verið í bæjarstjórn Akureyrar undanfarin tvö ár þar sem allir flokkar mynduðu eins konar samstjórn í september 2020. Það fyrirkomulag tók við af meirihluta L-listans, Framsóknarflokksins og Samfylkingarinnar sem verið hafði við völd frá árinu 2014. Í nýafstöðnum bæjarstjórnarkosningum hlutu Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur tvo fulltrúa hvor, Miðflokkurinn og Samfylkingin einn hvor.
Akureyri Sveitarstjórnarkosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Miðflokkurinn Samfylkingin Tengdar fréttir Hefja formlegar viðræður á Akureyri Fulltrúar Framsóknarflokksins, Sjálfstæðisflokksins, Samfylkingarinnar og Miðflokksins á Akureyri hafa ákveðið að ganga til formlegra viðræðna um myndun bæjarstjórnar. 18. maí 2022 22:54 Fulltrúar B, D, S og M funda um meirihluta á Akureyri í kvöld Hlynur Jóhannsson, oddviti Miðflokksins á Akureyri, virðist nokkuð bjartsýnn á viðræður um myndun meirihluta í bæjarstjórn Akureyrar með Framsóknarflokki, Sjálfstæðisflokknum og Samfylkingunni. Stefnt er að því að fulltrúar flokkanna hittist í kvöld til að ræða málin. 18. maí 2022 10:58 Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Fleiri fréttir MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Sjá meira
Hefja formlegar viðræður á Akureyri Fulltrúar Framsóknarflokksins, Sjálfstæðisflokksins, Samfylkingarinnar og Miðflokksins á Akureyri hafa ákveðið að ganga til formlegra viðræðna um myndun bæjarstjórnar. 18. maí 2022 22:54
Fulltrúar B, D, S og M funda um meirihluta á Akureyri í kvöld Hlynur Jóhannsson, oddviti Miðflokksins á Akureyri, virðist nokkuð bjartsýnn á viðræður um myndun meirihluta í bæjarstjórn Akureyrar með Framsóknarflokki, Sjálfstæðisflokknum og Samfylkingunni. Stefnt er að því að fulltrúar flokkanna hittist í kvöld til að ræða málin. 18. maí 2022 10:58