Bíða nýrra gervitunglamynda Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 23. maí 2022 13:27 Þorbjörn, bæjarfjall Grindvíkinga. Vísir/Arnar Stór skjálfti upp á 3,5 reið yfir við Þorbjörn í morgun og á svæðinu er stöðug smáskjálftavirkni. Stórir skjálftar, líkt sá sem reið yfir í morgun, eru nánast eins og daglegt brauð fyrir íbúa á Reykjanesskaganum. Þeir hafa í það minnsta síður tilkynnt um að hafa fundið fyrir skjálftum en áður. „Já, því miður. Það er eflaust að verða bara vant þessu og það þýðir líka eflaust að allir séu búnir að huga vel að innanstokksmunum og búa sig undir þessa stærri skjálfta.“ Þetta segir Einar Hjörleifsson, náttúruvársérfræðingur, hjá Veðurstofu Íslands. Það er þó mikill fengur í því að fá þessar tilkynningar því þær eru bornar saman við stærðarákvarðanir náttúruvársérfræðinganna. Íbúar eru því áfram hvattir til að nýta sér viðeigandi gátt á vefsíðu Veðurstofunnar til að tilkynna um skjálfta. Engar meiriháttarbreytingar hafa orðið á skjálftavirkni. „Undanfarinn sólarhring höfum við verið að mæla með sjálfvirka kerfinu okkar um 400 skjálfta á svæðinu við Svartsengi og Þorbjörn og svo klukkan 7.15 í morgun mælist þar skjálfti 3,5 að stærð um 3 km norðaustan við Þorbjörn þannig að virknin er áfram bara stöðug á svæðinu.“ Það er enn mat sérfræðinga að kvikan liggi á sama dýpi. „Þar sem talað er um að á 4-6 km dýpi sé sylla með kviku sem sé smám saman að hækka yfirborðið þarna í kring og því fylgir þessi skjálftavirkni.“ Síðdegis eða á morgun berast nýjar gervihnattamyndir af jarðhræringasvæðinu. Einar bindur vonir við að þær muni veita mikilvæga innsýn. „Þá verður hægt að fara í nýjar keyrslur á þessum gögnum og bera saman við fyrri keyrslur og þá getum við betur áttað okkur á hverjar breytingarnar eru og hver þróunin er. Þetta eru miklir útreikningar og það verður áhugavert að sjá.“ Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Skjálfti 3,0 að stærð í gærkvöldi Jarðskjálfti upp á þrjú stig varð um þrjá kílómetra norðan við Grindavík klukkan 23:13 í gærkvöldi. Að sögn Veðurstofunnar fannst hann greinilega í bænum. 23. maí 2022 07:13 Stórir jarðskjálftar við Grindavík Tveir jarðskjálftar yfir 3 að stærð urðu skammt frá Grindavík rétt fyrir klukkan tíu. 22. maí 2022 10:27 Á fjórða hundrað skjálfta frá miðnætti „Það hefur verið nokkur virkni í nótt. Það eru komnir rúmlega 330 skjálftar frá miðnætti og um klukkan þrjú urðu nokkrir um þrjá að stærð við Grindavík. Sá stærsti var 3,3.“ 21. maí 2022 09:46 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Erlent Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Erlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Erlent Fleiri fréttir Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Sjá meira
Stórir skjálftar, líkt sá sem reið yfir í morgun, eru nánast eins og daglegt brauð fyrir íbúa á Reykjanesskaganum. Þeir hafa í það minnsta síður tilkynnt um að hafa fundið fyrir skjálftum en áður. „Já, því miður. Það er eflaust að verða bara vant þessu og það þýðir líka eflaust að allir séu búnir að huga vel að innanstokksmunum og búa sig undir þessa stærri skjálfta.“ Þetta segir Einar Hjörleifsson, náttúruvársérfræðingur, hjá Veðurstofu Íslands. Það er þó mikill fengur í því að fá þessar tilkynningar því þær eru bornar saman við stærðarákvarðanir náttúruvársérfræðinganna. Íbúar eru því áfram hvattir til að nýta sér viðeigandi gátt á vefsíðu Veðurstofunnar til að tilkynna um skjálfta. Engar meiriháttarbreytingar hafa orðið á skjálftavirkni. „Undanfarinn sólarhring höfum við verið að mæla með sjálfvirka kerfinu okkar um 400 skjálfta á svæðinu við Svartsengi og Þorbjörn og svo klukkan 7.15 í morgun mælist þar skjálfti 3,5 að stærð um 3 km norðaustan við Þorbjörn þannig að virknin er áfram bara stöðug á svæðinu.“ Það er enn mat sérfræðinga að kvikan liggi á sama dýpi. „Þar sem talað er um að á 4-6 km dýpi sé sylla með kviku sem sé smám saman að hækka yfirborðið þarna í kring og því fylgir þessi skjálftavirkni.“ Síðdegis eða á morgun berast nýjar gervihnattamyndir af jarðhræringasvæðinu. Einar bindur vonir við að þær muni veita mikilvæga innsýn. „Þá verður hægt að fara í nýjar keyrslur á þessum gögnum og bera saman við fyrri keyrslur og þá getum við betur áttað okkur á hverjar breytingarnar eru og hver þróunin er. Þetta eru miklir útreikningar og það verður áhugavert að sjá.“
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Skjálfti 3,0 að stærð í gærkvöldi Jarðskjálfti upp á þrjú stig varð um þrjá kílómetra norðan við Grindavík klukkan 23:13 í gærkvöldi. Að sögn Veðurstofunnar fannst hann greinilega í bænum. 23. maí 2022 07:13 Stórir jarðskjálftar við Grindavík Tveir jarðskjálftar yfir 3 að stærð urðu skammt frá Grindavík rétt fyrir klukkan tíu. 22. maí 2022 10:27 Á fjórða hundrað skjálfta frá miðnætti „Það hefur verið nokkur virkni í nótt. Það eru komnir rúmlega 330 skjálftar frá miðnætti og um klukkan þrjú urðu nokkrir um þrjá að stærð við Grindavík. Sá stærsti var 3,3.“ 21. maí 2022 09:46 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Erlent Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Erlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Erlent Fleiri fréttir Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Sjá meira
Skjálfti 3,0 að stærð í gærkvöldi Jarðskjálfti upp á þrjú stig varð um þrjá kílómetra norðan við Grindavík klukkan 23:13 í gærkvöldi. Að sögn Veðurstofunnar fannst hann greinilega í bænum. 23. maí 2022 07:13
Stórir jarðskjálftar við Grindavík Tveir jarðskjálftar yfir 3 að stærð urðu skammt frá Grindavík rétt fyrir klukkan tíu. 22. maí 2022 10:27
Á fjórða hundrað skjálfta frá miðnætti „Það hefur verið nokkur virkni í nótt. Það eru komnir rúmlega 330 skjálftar frá miðnætti og um klukkan þrjú urðu nokkrir um þrjá að stærð við Grindavík. Sá stærsti var 3,3.“ 21. maí 2022 09:46