Bíða nýrra gervitunglamynda Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 23. maí 2022 13:27 Þorbjörn, bæjarfjall Grindvíkinga. Vísir/Arnar Stór skjálfti upp á 3,5 reið yfir við Þorbjörn í morgun og á svæðinu er stöðug smáskjálftavirkni. Stórir skjálftar, líkt sá sem reið yfir í morgun, eru nánast eins og daglegt brauð fyrir íbúa á Reykjanesskaganum. Þeir hafa í það minnsta síður tilkynnt um að hafa fundið fyrir skjálftum en áður. „Já, því miður. Það er eflaust að verða bara vant þessu og það þýðir líka eflaust að allir séu búnir að huga vel að innanstokksmunum og búa sig undir þessa stærri skjálfta.“ Þetta segir Einar Hjörleifsson, náttúruvársérfræðingur, hjá Veðurstofu Íslands. Það er þó mikill fengur í því að fá þessar tilkynningar því þær eru bornar saman við stærðarákvarðanir náttúruvársérfræðinganna. Íbúar eru því áfram hvattir til að nýta sér viðeigandi gátt á vefsíðu Veðurstofunnar til að tilkynna um skjálfta. Engar meiriháttarbreytingar hafa orðið á skjálftavirkni. „Undanfarinn sólarhring höfum við verið að mæla með sjálfvirka kerfinu okkar um 400 skjálfta á svæðinu við Svartsengi og Þorbjörn og svo klukkan 7.15 í morgun mælist þar skjálfti 3,5 að stærð um 3 km norðaustan við Þorbjörn þannig að virknin er áfram bara stöðug á svæðinu.“ Það er enn mat sérfræðinga að kvikan liggi á sama dýpi. „Þar sem talað er um að á 4-6 km dýpi sé sylla með kviku sem sé smám saman að hækka yfirborðið þarna í kring og því fylgir þessi skjálftavirkni.“ Síðdegis eða á morgun berast nýjar gervihnattamyndir af jarðhræringasvæðinu. Einar bindur vonir við að þær muni veita mikilvæga innsýn. „Þá verður hægt að fara í nýjar keyrslur á þessum gögnum og bera saman við fyrri keyrslur og þá getum við betur áttað okkur á hverjar breytingarnar eru og hver þróunin er. Þetta eru miklir útreikningar og það verður áhugavert að sjá.“ Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Skjálfti 3,0 að stærð í gærkvöldi Jarðskjálfti upp á þrjú stig varð um þrjá kílómetra norðan við Grindavík klukkan 23:13 í gærkvöldi. Að sögn Veðurstofunnar fannst hann greinilega í bænum. 23. maí 2022 07:13 Stórir jarðskjálftar við Grindavík Tveir jarðskjálftar yfir 3 að stærð urðu skammt frá Grindavík rétt fyrir klukkan tíu. 22. maí 2022 10:27 Á fjórða hundrað skjálfta frá miðnætti „Það hefur verið nokkur virkni í nótt. Það eru komnir rúmlega 330 skjálftar frá miðnætti og um klukkan þrjú urðu nokkrir um þrjá að stærð við Grindavík. Sá stærsti var 3,3.“ 21. maí 2022 09:46 Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Fleiri fréttir Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Ekki búið að kostnaðarmeta samningana að fullu Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Sjá meira
Stórir skjálftar, líkt sá sem reið yfir í morgun, eru nánast eins og daglegt brauð fyrir íbúa á Reykjanesskaganum. Þeir hafa í það minnsta síður tilkynnt um að hafa fundið fyrir skjálftum en áður. „Já, því miður. Það er eflaust að verða bara vant þessu og það þýðir líka eflaust að allir séu búnir að huga vel að innanstokksmunum og búa sig undir þessa stærri skjálfta.“ Þetta segir Einar Hjörleifsson, náttúruvársérfræðingur, hjá Veðurstofu Íslands. Það er þó mikill fengur í því að fá þessar tilkynningar því þær eru bornar saman við stærðarákvarðanir náttúruvársérfræðinganna. Íbúar eru því áfram hvattir til að nýta sér viðeigandi gátt á vefsíðu Veðurstofunnar til að tilkynna um skjálfta. Engar meiriháttarbreytingar hafa orðið á skjálftavirkni. „Undanfarinn sólarhring höfum við verið að mæla með sjálfvirka kerfinu okkar um 400 skjálfta á svæðinu við Svartsengi og Þorbjörn og svo klukkan 7.15 í morgun mælist þar skjálfti 3,5 að stærð um 3 km norðaustan við Þorbjörn þannig að virknin er áfram bara stöðug á svæðinu.“ Það er enn mat sérfræðinga að kvikan liggi á sama dýpi. „Þar sem talað er um að á 4-6 km dýpi sé sylla með kviku sem sé smám saman að hækka yfirborðið þarna í kring og því fylgir þessi skjálftavirkni.“ Síðdegis eða á morgun berast nýjar gervihnattamyndir af jarðhræringasvæðinu. Einar bindur vonir við að þær muni veita mikilvæga innsýn. „Þá verður hægt að fara í nýjar keyrslur á þessum gögnum og bera saman við fyrri keyrslur og þá getum við betur áttað okkur á hverjar breytingarnar eru og hver þróunin er. Þetta eru miklir útreikningar og það verður áhugavert að sjá.“
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Skjálfti 3,0 að stærð í gærkvöldi Jarðskjálfti upp á þrjú stig varð um þrjá kílómetra norðan við Grindavík klukkan 23:13 í gærkvöldi. Að sögn Veðurstofunnar fannst hann greinilega í bænum. 23. maí 2022 07:13 Stórir jarðskjálftar við Grindavík Tveir jarðskjálftar yfir 3 að stærð urðu skammt frá Grindavík rétt fyrir klukkan tíu. 22. maí 2022 10:27 Á fjórða hundrað skjálfta frá miðnætti „Það hefur verið nokkur virkni í nótt. Það eru komnir rúmlega 330 skjálftar frá miðnætti og um klukkan þrjú urðu nokkrir um þrjá að stærð við Grindavík. Sá stærsti var 3,3.“ 21. maí 2022 09:46 Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Fleiri fréttir Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Ekki búið að kostnaðarmeta samningana að fullu Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Sjá meira
Skjálfti 3,0 að stærð í gærkvöldi Jarðskjálfti upp á þrjú stig varð um þrjá kílómetra norðan við Grindavík klukkan 23:13 í gærkvöldi. Að sögn Veðurstofunnar fannst hann greinilega í bænum. 23. maí 2022 07:13
Stórir jarðskjálftar við Grindavík Tveir jarðskjálftar yfir 3 að stærð urðu skammt frá Grindavík rétt fyrir klukkan tíu. 22. maí 2022 10:27
Á fjórða hundrað skjálfta frá miðnætti „Það hefur verið nokkur virkni í nótt. Það eru komnir rúmlega 330 skjálftar frá miðnætti og um klukkan þrjú urðu nokkrir um þrjá að stærð við Grindavík. Sá stærsti var 3,3.“ 21. maí 2022 09:46
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent