Biðlar til Framsóknar að hafa hugrekki Kjartan Kjartansson skrifar 23. maí 2022 15:56 Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins, í borgarstjórn Reykjavíkur. Vísir/Ragnar Oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík sakar bandalag Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar um útilokanir og þvinganir. Nú reyni á Framsóknarflokkinn og aðra flokka að hafa hugrekki til að svara kröfu kjósenda um breytt stjórnmál. Fráfarandi meirihlutaflokkar hafa óskað eftir viðræðum við Framsóknarflokkinn um meirihlutasamstarf og ætlar Einar Þorsteinsson, oddviti flokksins, að funda með sínu fólki í kvöld. Tíðindin fara illa ofan í Hildi Björnsdóttur, oddvita sjálfstæðismanna. Hún segir niðurstöður kosninganna skýrar: meirihlutinn hafi fallið og flokkar utan sitjandi meirihluta hafi fengið nær 60% kosningu. Kjósendur hafi kallað eftir breytingum. „Úr kjörkössunum birtist jafnframt skýrt ákall á breytt stjórnmál. Klækjastjórnmálum úr Ráðhúsi Reykjavíkur var hafnað. Nákvæmlega sömu klækjastjórnmálum og þrjóskubandalag Samfylkingar, Viðreisnar og Pírata beitir nú við meirihlutaviðræður. Bandalagið þráskallast við að halda völdum sem kjósendur vilja ekki fela þeim lengur – með útilokunum og þvingunum. Það getur tæplega talist upptaktur að farsælu samstarfi fyrir Framsóknarflokkinn,“ skrifar Hildur á Facebook. Hún segir marga möguleika við myndun meirihluta. Flokkur hennar sé tilbúinn til samtals við alla flokka um verkefni næsta kjörtímabils. „Nú reynir á Framsóknarflokkinn – og auðvitað alla flokka innan borgarstjórnar - að hafa hugrekkið til að svara kröfu kjósenda um breytt stjórnmál,“ skrifar Hildur. Sveitarstjórnarkosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Fleiri fréttir Engin læknir var á vakt í Rangárvallasýslu á annan í jólum og á jóladag „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Sjá meira
Fráfarandi meirihlutaflokkar hafa óskað eftir viðræðum við Framsóknarflokkinn um meirihlutasamstarf og ætlar Einar Þorsteinsson, oddviti flokksins, að funda með sínu fólki í kvöld. Tíðindin fara illa ofan í Hildi Björnsdóttur, oddvita sjálfstæðismanna. Hún segir niðurstöður kosninganna skýrar: meirihlutinn hafi fallið og flokkar utan sitjandi meirihluta hafi fengið nær 60% kosningu. Kjósendur hafi kallað eftir breytingum. „Úr kjörkössunum birtist jafnframt skýrt ákall á breytt stjórnmál. Klækjastjórnmálum úr Ráðhúsi Reykjavíkur var hafnað. Nákvæmlega sömu klækjastjórnmálum og þrjóskubandalag Samfylkingar, Viðreisnar og Pírata beitir nú við meirihlutaviðræður. Bandalagið þráskallast við að halda völdum sem kjósendur vilja ekki fela þeim lengur – með útilokunum og þvingunum. Það getur tæplega talist upptaktur að farsælu samstarfi fyrir Framsóknarflokkinn,“ skrifar Hildur á Facebook. Hún segir marga möguleika við myndun meirihluta. Flokkur hennar sé tilbúinn til samtals við alla flokka um verkefni næsta kjörtímabils. „Nú reynir á Framsóknarflokkinn – og auðvitað alla flokka innan borgarstjórnar - að hafa hugrekkið til að svara kröfu kjósenda um breytt stjórnmál,“ skrifar Hildur.
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Fleiri fréttir Engin læknir var á vakt í Rangárvallasýslu á annan í jólum og á jóladag „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Sjá meira