Framsókn, Samfylking, Píratar og Viðreisn hefja formlegar viðræður í Reykjavík Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 24. maí 2022 10:06 Einar Þorsteinsson oddviti Framsóknar í Reykjavík hefur boðið Samfylkingu, Viðreisn og Pírötum til meirihlutaviðræðna í borginni. Vísir/Vilhelm Framsóknarflokkurinn í Reykjavík hefur boðið Samfylkingu, Pírötum og Viðreisn til formlegra viðræðna um myndun meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá flokknum. Flokkurinn boðar sömuleiðis til blaðamannafundar í Grósku klukkan 11:00 þar sem oddvitar flokkanna eru tilbúnir til að svara spurningum fjölmiðla. Þetta eru fyrstu formlegu viðræðurnar sem boðað hefur verið til í borginni eftir að niðurstöður sveitarstjórnarkosninga lágu fyrir fyrir rúmri viku síðan. Framsóknarflokkurinn hefur verið í lykilstöðu og vangaveltur verið uppi um það hvort flokkurinn færi í meirihlutaviðræður við Samfylkingu, Viðreisn og Pírata sem lýstu því yfir í liðinni viku að ætla að halda saman fyrst um sinn í viðræðum, eða við Sjálfstæðisflokkinn og aðra flokka sem til þyrftu til að mynda meirihluta þar. Framsóknarfólk í borginni ræddi stöðu mála á fundi í gærkvöldi og hefur grasrót flokksins í Reykjavík kallað eftir því að skýlaus krafa verði um borgarstjórastólinn allt næsta kjörtímabil fari flokkurinn í formlegar viðræður við Samfylkinguna, Viðreisn og Pírata. Einar Þorsteinsson oddviti flokksins í borginni sagði í Bítinu á Bylgjunni í morgun að honum þyki ekki skynsamlegt að setja fram afarkosti áður en viðræður hefjast. Hægt er að horfa á upptöku af fundinum í spilaranum hér að neðan.
Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá flokknum. Flokkurinn boðar sömuleiðis til blaðamannafundar í Grósku klukkan 11:00 þar sem oddvitar flokkanna eru tilbúnir til að svara spurningum fjölmiðla. Þetta eru fyrstu formlegu viðræðurnar sem boðað hefur verið til í borginni eftir að niðurstöður sveitarstjórnarkosninga lágu fyrir fyrir rúmri viku síðan. Framsóknarflokkurinn hefur verið í lykilstöðu og vangaveltur verið uppi um það hvort flokkurinn færi í meirihlutaviðræður við Samfylkingu, Viðreisn og Pírata sem lýstu því yfir í liðinni viku að ætla að halda saman fyrst um sinn í viðræðum, eða við Sjálfstæðisflokkinn og aðra flokka sem til þyrftu til að mynda meirihluta þar. Framsóknarfólk í borginni ræddi stöðu mála á fundi í gærkvöldi og hefur grasrót flokksins í Reykjavík kallað eftir því að skýlaus krafa verði um borgarstjórastólinn allt næsta kjörtímabil fari flokkurinn í formlegar viðræður við Samfylkinguna, Viðreisn og Pírata. Einar Þorsteinsson oddviti flokksins í borginni sagði í Bítinu á Bylgjunni í morgun að honum þyki ekki skynsamlegt að setja fram afarkosti áður en viðræður hefjast. Hægt er að horfa á upptöku af fundinum í spilaranum hér að neðan.
Reykjavík Borgarstjórn Framsóknarflokkurinn Samfylkingin Sveitarstjórnarkosningar 2022 Viðreisn Píratar Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Vara við mögulegri glerhálku í kvöld Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Fleiri fréttir „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Sjá meira