Meirihluti loksins myndaður á Akureyri Árni Sæberg skrifar 26. maí 2022 12:42 Loksins hefur verið komist að niðurstöðu um hverjir muni stjórna í Ráðhúsinu á Akureyri næstu fjögur árin. Vísir/Vilhelm Oddvitar Bæjarlista Akureyrar, Sjálfstæðisflokks og Miðflokks á Akureyri hittust í bústað í gær og mynduðu meirihluta bæjarstjórnar. Oddvitarnir hittust um hádegi í gær og um klukkan tíu um kvöldið var fullmyndaður meirihluti orðinn til, þetta staðfestir Heimir Örn Árnason, oddviti Sjálfstæðisflokks, í samtali við Vísi. Hann segir að stefnt sé að því að Ásthildur Sturludóttir verði áfram bæjarstjóri Akureyrar, en hún var fyrst ráðin bæjarstjóri árið 2018. Þá segir hann að málefnasamningur sé langt á veg kominn og verði kynntur opinberlega þann 1. júní Bæjarlisti Akureyrar fékk þrjá bæjarfulltrú kjörna, Sjálfstæðisflokkur tvo og Miðflokkur einn. Því mynda flokkarnir minnsta mögulega meirihluta í ellefu fulltrúa bæjarstjórn Akureyrar. Nokkuð brösulega hefur gengið að mynda meirihluta á Akureyri en tvennar formlegar viðræður hafa verið hafnar en siglt í strand á endanum. Fyrst voru það oddvitar Bæjarlistans, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar sem ræddu saman en upp úr þeim viðræðum slitnaði og í kjölfarið sökuðu Bæjarlistamenn Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn um að hafa virt heiðursmannasamkomulag að vettugi með því að ræða við fulltrúa annarra flokka. Framsóknarflokkur, Sjálfstæðisflokkur, Samfylking og Miðflokkur hófu þá viðræður, fyndnu fréttafólki til mikillar gleði sökum listabókstafa flokkanna. Oddviti Samfylkingarinnar sleit þeim viðræðum í gær vegna ágreinings um málefni. Akureyri Sveitarstjórnarkosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Miðflokkurinn Mest lesið Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Erlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent Svört skýrsla komi ekki á óvart Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Fleiri fréttir Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Sjá meira
Oddvitarnir hittust um hádegi í gær og um klukkan tíu um kvöldið var fullmyndaður meirihluti orðinn til, þetta staðfestir Heimir Örn Árnason, oddviti Sjálfstæðisflokks, í samtali við Vísi. Hann segir að stefnt sé að því að Ásthildur Sturludóttir verði áfram bæjarstjóri Akureyrar, en hún var fyrst ráðin bæjarstjóri árið 2018. Þá segir hann að málefnasamningur sé langt á veg kominn og verði kynntur opinberlega þann 1. júní Bæjarlisti Akureyrar fékk þrjá bæjarfulltrú kjörna, Sjálfstæðisflokkur tvo og Miðflokkur einn. Því mynda flokkarnir minnsta mögulega meirihluta í ellefu fulltrúa bæjarstjórn Akureyrar. Nokkuð brösulega hefur gengið að mynda meirihluta á Akureyri en tvennar formlegar viðræður hafa verið hafnar en siglt í strand á endanum. Fyrst voru það oddvitar Bæjarlistans, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar sem ræddu saman en upp úr þeim viðræðum slitnaði og í kjölfarið sökuðu Bæjarlistamenn Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn um að hafa virt heiðursmannasamkomulag að vettugi með því að ræða við fulltrúa annarra flokka. Framsóknarflokkur, Sjálfstæðisflokkur, Samfylking og Miðflokkur hófu þá viðræður, fyndnu fréttafólki til mikillar gleði sökum listabókstafa flokkanna. Oddviti Samfylkingarinnar sleit þeim viðræðum í gær vegna ágreinings um málefni.
Akureyri Sveitarstjórnarkosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Miðflokkurinn Mest lesið Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Erlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent Svört skýrsla komi ekki á óvart Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Fleiri fréttir Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Sjá meira