Ásdís verður bæjarstjóri Árni Sæberg skrifar 26. maí 2022 15:12 Ásdís Kristjánsdóttir er næsti bæjarstjóri Kópavogs. Vísir/Vilhelm Ásdís Kristjánsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi, verður bæjarstjóri Kópavogs samkvæmt nýjum málefnasamningi flokksins við Framsókn. Þetta tilkynnti Orri Hlöðversson, oddviti Framsóknar í Kópavogi, á blaðamannafundi í Gerðarsafni rétt í þessu. Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn héldu meirihluta sínum í bæjarstjórn Kópavogs. Oddvitar flokkanna kynntu málefnasamning flokkanna á blaðamannafundi klukkan 15 í dag. Fundinn má sjá í spilaranum hér að neðan: Orri mun skipa embætti formanns bæjarráðs. Þá mun embætti forseta bæjarstjórnar skiptast á milli flokkanna, þannig að hvor flokkur haldi embættinu helming kjörtímabils. Áttaviti til árangurs Yfirskrift málefnasamnings flokkanna er Áttaviti til árangurs. Í samningnum eru átta verkefni útlistuð sem flokkarnir ætla að leysa á kjörtímabilinu. Ásdís segir það markmið þeirra að leyfa bæjarbúum að fylgjast grannt með framvindu verkefnanna. Meðal helstu markmiða flokkanna er ábyrgð í fjármálum bæjarins og segir Ásdís að þeir sjái ýmis tækifæri til að skapa rými til að lækka álögur á bæjarbúa og fyrirtæki. Þá verði einungis stofnað til skuldsetningar sem snýr að arðbærum fjárfestingum. Ásdís segir að vanda verði vel til verka í skipulagsmálum, sérstaklega þegar kemur að kynningu verkefna og samráði við bæjarbúa. Hún segir bæinn munu setja markið hátt í skóla- og menntamálum. Meðal annars með því að stíga næsta skref í stafrænni þróun og fjárfesta í tækni og nýsköpun sem muni bæði bæta starfsumhverfi kennara og námsumhverfi barna. Ásdís segir meirihlutann vera með raunhæfar lausnir í leikskólavandanum. Hann verði leystur með heimgreiðslum og dagvistunarúrræðum. Samhliða því munu flokkarnir vinna að því að bæta starfsumhverfi leikskólakennara til fá fleiri slíka til starfa. Kópavogur Sveitarstjórnarkosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fleiri fréttir Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Sjá meira
Þetta tilkynnti Orri Hlöðversson, oddviti Framsóknar í Kópavogi, á blaðamannafundi í Gerðarsafni rétt í þessu. Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn héldu meirihluta sínum í bæjarstjórn Kópavogs. Oddvitar flokkanna kynntu málefnasamning flokkanna á blaðamannafundi klukkan 15 í dag. Fundinn má sjá í spilaranum hér að neðan: Orri mun skipa embætti formanns bæjarráðs. Þá mun embætti forseta bæjarstjórnar skiptast á milli flokkanna, þannig að hvor flokkur haldi embættinu helming kjörtímabils. Áttaviti til árangurs Yfirskrift málefnasamnings flokkanna er Áttaviti til árangurs. Í samningnum eru átta verkefni útlistuð sem flokkarnir ætla að leysa á kjörtímabilinu. Ásdís segir það markmið þeirra að leyfa bæjarbúum að fylgjast grannt með framvindu verkefnanna. Meðal helstu markmiða flokkanna er ábyrgð í fjármálum bæjarins og segir Ásdís að þeir sjái ýmis tækifæri til að skapa rými til að lækka álögur á bæjarbúa og fyrirtæki. Þá verði einungis stofnað til skuldsetningar sem snýr að arðbærum fjárfestingum. Ásdís segir að vanda verði vel til verka í skipulagsmálum, sérstaklega þegar kemur að kynningu verkefna og samráði við bæjarbúa. Hún segir bæinn munu setja markið hátt í skóla- og menntamálum. Meðal annars með því að stíga næsta skref í stafrænni þróun og fjárfesta í tækni og nýsköpun sem muni bæði bæta starfsumhverfi kennara og námsumhverfi barna. Ásdís segir meirihlutann vera með raunhæfar lausnir í leikskólavandanum. Hann verði leystur með heimgreiðslum og dagvistunarúrræðum. Samhliða því munu flokkarnir vinna að því að bæta starfsumhverfi leikskólakennara til fá fleiri slíka til starfa.
Kópavogur Sveitarstjórnarkosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fleiri fréttir Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Sjá meira