Ræða ekki um embættin fyrr en málefnin eru klár Vésteinn Örn Pétursson skrifar 27. maí 2022 21:56 Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar, segir góðan gang í meirihlutaviðræðum síns flokks, Samfylkingar, Framsóknar og Pírata. Vísir/Vilhelm Vonir standa til þess að niðurstaða fáist í meirihlutaviðræður Framsóknar, Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar á næstu dögum. Ekki hefur verið rætt um hver verður borgarstjóri, en það verður gert þegar flokkarnir þrír hafa náð niðurstöðu um öll málefni. Oddviti Viðreisnar er bjartsýnn á að viðræðurnar muni skila málefnasáttmála milli flokkanna. „Það hefur bara gengið mjög vel. Þetta er nú dagur númer þrjú hjá okkur. Við erum búin að ræða nýsköpunarmál og atvinnumál, og erum að fara að byrja að ræða loftslagsmál núna,“ segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar, í samtali við fréttastofu. Og hvernig hefur grundvöllurinn verið í þessum málaflokkum, eruð þið sammála? „Það er ákveðinn þéttleiki á málefnunum hjá okkur, sem við vissum fyrir. Þetta hefur bara gengið vel. Það eru allir að koma með sínar hugmyndir að borðinu og ég held að við megum vænta breytinga,“ segir Þórdís Lóa. Hún segist þó ekki vilja gefa upp í hverju þær breytingar felast, fyrr en málefnasamningur hefur verið undirritaður. „En ég er bara nokkuð bjartsýn,“ segir Þórdís Lóa. Hryggjarstykkið í stefnumálum flokkanna sé gott. Hún telji ekki ástæðu til annars en að flokkarnir tali sig saman um málefnin og myndi meirihluta. „En það er aldrei búið fyrr en það er búið.“ Ræða ekki embætti fyrr en í lokin Fulltrúar Framsóknar hafa boðað breytingar í borginni og ítrekað að ef gengið yrði til samstarfs við Samfylkingu, Pírata og Viðreisn væri ekki verið að reisa við meirihlutann sem féll í kosningunum. Þórdís Lóa er sammála þessu, en segir viðræðurnar þó ekki snúast um að aðilar gefi eitthvað eftir til hinna. „Þetta snýst bara um að við erum á nýjum tíma, með nýtt upphaf fyrir framan okkur. Samt er þetta sama þjónustan, við erum enn að tala um skólamál, velferðarmál, málefni barna og svo framvegis. Við bara mætumst í okkar hugmyndafræði og aðferðafræði.“ Fyrsti fundur nýrrar borgarstjórnar verður 7. júní, sem er ákveðið tímamark sem flokkar í meirihlutaviðræðum verða að miða við. „En mér sýnist nú á öllu að við náum að fara í gegnum málefnin á næstu dögum. Þá mun taka smá tíma að ganga frá texta og ýmislegt. Við gáfum okkur að þetta væri vika, tíu dagar, en það er meira svona skot út í loftið. Það er besta gisk sem við getum gefið okkur,“ segir Þórdís Lóa. Eruð þið farin að ræða embættin, borgarstjóra og fleira? „Nei. Við munum ekkert ræða það fyrr en í lokin.“ Sveitarstjórnarkosningar 2022 Viðreisn Píratar Framsóknarflokkurinn Samfylkingin Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Erlent Fleiri fréttir Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Sjá meira
„Það hefur bara gengið mjög vel. Þetta er nú dagur númer þrjú hjá okkur. Við erum búin að ræða nýsköpunarmál og atvinnumál, og erum að fara að byrja að ræða loftslagsmál núna,“ segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar, í samtali við fréttastofu. Og hvernig hefur grundvöllurinn verið í þessum málaflokkum, eruð þið sammála? „Það er ákveðinn þéttleiki á málefnunum hjá okkur, sem við vissum fyrir. Þetta hefur bara gengið vel. Það eru allir að koma með sínar hugmyndir að borðinu og ég held að við megum vænta breytinga,“ segir Þórdís Lóa. Hún segist þó ekki vilja gefa upp í hverju þær breytingar felast, fyrr en málefnasamningur hefur verið undirritaður. „En ég er bara nokkuð bjartsýn,“ segir Þórdís Lóa. Hryggjarstykkið í stefnumálum flokkanna sé gott. Hún telji ekki ástæðu til annars en að flokkarnir tali sig saman um málefnin og myndi meirihluta. „En það er aldrei búið fyrr en það er búið.“ Ræða ekki embætti fyrr en í lokin Fulltrúar Framsóknar hafa boðað breytingar í borginni og ítrekað að ef gengið yrði til samstarfs við Samfylkingu, Pírata og Viðreisn væri ekki verið að reisa við meirihlutann sem féll í kosningunum. Þórdís Lóa er sammála þessu, en segir viðræðurnar þó ekki snúast um að aðilar gefi eitthvað eftir til hinna. „Þetta snýst bara um að við erum á nýjum tíma, með nýtt upphaf fyrir framan okkur. Samt er þetta sama þjónustan, við erum enn að tala um skólamál, velferðarmál, málefni barna og svo framvegis. Við bara mætumst í okkar hugmyndafræði og aðferðafræði.“ Fyrsti fundur nýrrar borgarstjórnar verður 7. júní, sem er ákveðið tímamark sem flokkar í meirihlutaviðræðum verða að miða við. „En mér sýnist nú á öllu að við náum að fara í gegnum málefnin á næstu dögum. Þá mun taka smá tíma að ganga frá texta og ýmislegt. Við gáfum okkur að þetta væri vika, tíu dagar, en það er meira svona skot út í loftið. Það er besta gisk sem við getum gefið okkur,“ segir Þórdís Lóa. Eruð þið farin að ræða embættin, borgarstjóra og fleira? „Nei. Við munum ekkert ræða það fyrr en í lokin.“
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Viðreisn Píratar Framsóknarflokkurinn Samfylkingin Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Erlent Fleiri fréttir Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Sjá meira