Ætla að stórauka lóðaframboð Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 1. júní 2022 15:40 Fulltrúar nýja meirihluta L-lista, Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins, auk Ásthildar Sturludóttur, bæjarstjóra. Vísir/Tryggvi Málefnasamningur nýs meirihluta á Akureyri, L-listans, Sjálfstæðisflokks og Miðflokks var kynntur í Lystigarðinum á Akureyri í dag. Skrifað var undir samninginn í blíðskaparveðri á Akureyri í dag. Í samningnum kemur fram að nýr meirihluti vilji stórauka lóðaframboð, bjóða nýja íbúa hjartanlega velkomna og taka næstu skref við að móta framtíðarsýn fyrir svæðisborgina Akureyri. Flokkarnir þrír eru með sex fulltrúa meirihluta í ellefu fulltrúa bæjarstjórn bæjarins. Flokkarnir skipta með sér verkum á eftirfarandi hátt, auk þess sem að Ásthildur Sturludóttur, sem ráðin var bæjarstjóri árið 2018, verður það áfram. Forseti bæjarstjórnar – Sjálfstæðisflokkurinn Formaður bæjaráðs – L-listinn Fræðslu- og lýðheilsuráð – Sjálfstæðisflokkurinn Skipulagsráð – L-listinn Umhverfis- og mannvirkjaráð – L-listinn Velferðarráð – L-listinn Formennska í stjórn SSNE - Sjálfstæðisflokkur Formennska í stjórn Norðurorku – Miðflokkurinn Formennska í stjórn Hafnarsamlags Norðurlands - Miðflokkurinn Í samningnum kemur fram að leggja eigi aukinn kraft í skipulagsvinnu. „Í ljósi mikillar eftirspurnar verður settur kraftur í skipulagsvinnu með það að markmiði að fjölga lóðum til úthlutunar. Lóðaúthlutanir og skipulagsmál verða unnin í gagnsæju ferli. Sérstaklega verður horft til uppbyggingar á tjaldsvæðisreitnum við Þórunnarstræti, á Oddeyrinni og farið verður í hugmyndasamkeppni um uppbyggingu á Akureyrarvelli. Þá verði uppbyggingu Móahverfis flýtt eins og kostur er og einnig verður horft til nýrra hverfa.“ Fulltrúar nýja meirihlutans skrifuðu undir málefnasamning á Akureyri í dag.Vísir/Tryggvi Komið verði á laggirnar lýðheilsustyrk fyrir tekjulágt og eignaminna eldra fólk og áhersla lögð á að ljúka við fyrstu aðgerðaáætlun í málefnum eldra fólks og hefja undirbúning að næstu. Uppbyggingu húsnæðis fyrir fatlað fólk verður flýtt eins og kostur er og unnið jafnt og þétt á biðlistum. Þá er stefnt að því að bilið á milli fæðingarorlofs og leikskóla verði brúað með fjölbreyttum leiðum og dregið úr kostnaðarþátttöku foreldra og forráðamanna í leik- og grunnskólum. Sveitarstjórnarkosningar 2022 Akureyri Miðflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Meirihluti loksins myndaður á Akureyri Oddvitar Bæjarlista Akureyrar, Sjálfstæðisflokks og Miðflokks á Akureyri hittust í bústað í gær og mynduðu meirihluta bæjarstjórnar. 26. maí 2022 12:42 Vinabæirnir fylgjast að Málefnasamningar þeirra flokka sem munu mynda meirihluta í bæjarstjórnum vinabæjanna Hafnarfjarðar og Akureyrar verða undirritaðir í dag. 1. júní 2022 10:35 Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Vara við mögulegri glerhálku í kvöld Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Fleiri fréttir „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Sjá meira
Skrifað var undir samninginn í blíðskaparveðri á Akureyri í dag. Í samningnum kemur fram að nýr meirihluti vilji stórauka lóðaframboð, bjóða nýja íbúa hjartanlega velkomna og taka næstu skref við að móta framtíðarsýn fyrir svæðisborgina Akureyri. Flokkarnir þrír eru með sex fulltrúa meirihluta í ellefu fulltrúa bæjarstjórn bæjarins. Flokkarnir skipta með sér verkum á eftirfarandi hátt, auk þess sem að Ásthildur Sturludóttur, sem ráðin var bæjarstjóri árið 2018, verður það áfram. Forseti bæjarstjórnar – Sjálfstæðisflokkurinn Formaður bæjaráðs – L-listinn Fræðslu- og lýðheilsuráð – Sjálfstæðisflokkurinn Skipulagsráð – L-listinn Umhverfis- og mannvirkjaráð – L-listinn Velferðarráð – L-listinn Formennska í stjórn SSNE - Sjálfstæðisflokkur Formennska í stjórn Norðurorku – Miðflokkurinn Formennska í stjórn Hafnarsamlags Norðurlands - Miðflokkurinn Í samningnum kemur fram að leggja eigi aukinn kraft í skipulagsvinnu. „Í ljósi mikillar eftirspurnar verður settur kraftur í skipulagsvinnu með það að markmiði að fjölga lóðum til úthlutunar. Lóðaúthlutanir og skipulagsmál verða unnin í gagnsæju ferli. Sérstaklega verður horft til uppbyggingar á tjaldsvæðisreitnum við Þórunnarstræti, á Oddeyrinni og farið verður í hugmyndasamkeppni um uppbyggingu á Akureyrarvelli. Þá verði uppbyggingu Móahverfis flýtt eins og kostur er og einnig verður horft til nýrra hverfa.“ Fulltrúar nýja meirihlutans skrifuðu undir málefnasamning á Akureyri í dag.Vísir/Tryggvi Komið verði á laggirnar lýðheilsustyrk fyrir tekjulágt og eignaminna eldra fólk og áhersla lögð á að ljúka við fyrstu aðgerðaáætlun í málefnum eldra fólks og hefja undirbúning að næstu. Uppbyggingu húsnæðis fyrir fatlað fólk verður flýtt eins og kostur er og unnið jafnt og þétt á biðlistum. Þá er stefnt að því að bilið á milli fæðingarorlofs og leikskóla verði brúað með fjölbreyttum leiðum og dregið úr kostnaðarþátttöku foreldra og forráðamanna í leik- og grunnskólum.
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Akureyri Miðflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Meirihluti loksins myndaður á Akureyri Oddvitar Bæjarlista Akureyrar, Sjálfstæðisflokks og Miðflokks á Akureyri hittust í bústað í gær og mynduðu meirihluta bæjarstjórnar. 26. maí 2022 12:42 Vinabæirnir fylgjast að Málefnasamningar þeirra flokka sem munu mynda meirihluta í bæjarstjórnum vinabæjanna Hafnarfjarðar og Akureyrar verða undirritaðir í dag. 1. júní 2022 10:35 Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Vara við mögulegri glerhálku í kvöld Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Fleiri fréttir „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Sjá meira
Meirihluti loksins myndaður á Akureyri Oddvitar Bæjarlista Akureyrar, Sjálfstæðisflokks og Miðflokks á Akureyri hittust í bústað í gær og mynduðu meirihluta bæjarstjórnar. 26. maí 2022 12:42
Vinabæirnir fylgjast að Málefnasamningar þeirra flokka sem munu mynda meirihluta í bæjarstjórnum vinabæjanna Hafnarfjarðar og Akureyrar verða undirritaðir í dag. 1. júní 2022 10:35