Í skýjunum með að hafa fært stóran hluta fyrirtækisins í eigu þjóðarinnar Eiður Þór Árnason skrifar 1. júní 2022 15:44 Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar. Vísir/Vilhelm Tæplega sjö þúsund nýir hluthafar hafa bæst í hóp eigenda Ölgerðarinnar Egils Skallagrímssonar eftir hlutafjárútboð fyrirtækisins sem lauk á föstudag. Rúmlega tvöföld eftirspurn var eftir hlutafé í fyrirtækinu þar sem almenningur keypti á genginu 8,9 krónur á hlut og stærri fjárfestar buðu 10,03 krónur á hlut. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Ölgerðinni en alls bárust áskriftir fyrir rúmlega 32 milljarða króna en boðnir voru 827,3 milljónir af áður útgefnum hlutum. Í sölubók A var rúmlega þreföld eftirspurn og fimmföld í tilboðsbók B. Alls var seldur 29,5 prósenta hlutur í félaginu fyrir 7,9 milljarðar króna. Innherji greindi frá því á dögunum að almennir fjárfestar hafi fengið úthlutað bréfum í félaginu upp á 678 þúsund krónur. Miðað við það sölugengi er allt hlutafé Ölgerðarinnar, sem er stærsti drykkjarvöruframleiðandi landsins, nú metið á meira en 28 milljarða króna. Farið fram úr björtustu vonum Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar, segir sérstaklega ánægjulegt að sjá hversu mikið af ungu fólki keypti hlut í fyrirtækinu. „Við erum í skýjunum með þessar frábæru móttökur sem færa stóran hluta fyrirtækisins í eigu þjóðarinnar. Við vonuðumst vissulega eftir góðum viðbrögðum, en þau fóru fram úr okkar björtustu vonum og sýna að viðskiptavinir og fjárfestar hafa trú á fyrirtækinu, vörum okkar, þjónustu og framtíðarsýn,“ er haft eftir Andra í tilkynningu. Heildartekjur Ölgerðarinnar á síðasta fjárhagsári námu tæplega 32 milljörðum króna og EBITDA hagnaður félagsins var nærri 3,3 milljarðar króna. Gjald- og eindagi áskrifta er 3. júní og er ráðgert er að viðskipti með hlutabréf Ölgerðarinnar hefjist í Kauphöllinni fimmtudaginn 9. júní. Fyrirtækjaráðgjöf Kviku banka hafði umsjón með útboðinu. Kauphöllin Ölgerðin Tengdar fréttir Almennir fjárfestar skertir niður í 678 þúsund krónur í útboði Ölgerðarinnar Almennir fjárfestar sem tóku þátt í hlutafjárútboði Ölgerðarinnar, sem lauk síðastliðinn föstudag, fengu úthlutað bréfum í félaginu upp á 678 þúsund krónur, samkvæmt upplýsingum Innherja. 30. maí 2022 19:19 Fjórföld eftirspurn í útboði Ölgerðarinnar og félagið metið á 28 milljarða Alls bárust áskriftir fyrir rúmlega 32 milljarða króna í almennu hlutafjárútboði Ölgerðarinnar, sem lauk í gær, sem samsvarar rúmlega fjórfaldri umfram eftirspurn. Seldur var 29,5 prósenta hlutur í félaginu fyrir samtals 7,9 milljarða króna. 28. maí 2022 16:00 Verðmetur Ölgerðina um 27 prósentum yfir útboðsgengi félagsins Hlutafé Ölgerðarinnar, sem verður skráð á Aðalmarkað í Kauphöllinni í næsta mánuði, er metið á tæplega 32 milljarða króna í nýju verðmati sem hefur verið framkvæmt af Jakobsson Capital í aðdraganda hlutafjárútboðs drykkjarvöruframleiðandans. 23. maí 2022 11:18 Mest lesið Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Jónas Már til Réttar Viðskipti innlent „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Viðskipti innlent Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Viðskipti erlent Hætt við að vextir hækki Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Viðskipti innlent „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Viðskipti innlent Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Viðskipti innlent Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Ölgerðinni en alls bárust áskriftir fyrir rúmlega 32 milljarða króna en boðnir voru 827,3 milljónir af áður útgefnum hlutum. Í sölubók A var rúmlega þreföld eftirspurn og fimmföld í tilboðsbók B. Alls var seldur 29,5 prósenta hlutur í félaginu fyrir 7,9 milljarðar króna. Innherji greindi frá því á dögunum að almennir fjárfestar hafi fengið úthlutað bréfum í félaginu upp á 678 þúsund krónur. Miðað við það sölugengi er allt hlutafé Ölgerðarinnar, sem er stærsti drykkjarvöruframleiðandi landsins, nú metið á meira en 28 milljarða króna. Farið fram úr björtustu vonum Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar, segir sérstaklega ánægjulegt að sjá hversu mikið af ungu fólki keypti hlut í fyrirtækinu. „Við erum í skýjunum með þessar frábæru móttökur sem færa stóran hluta fyrirtækisins í eigu þjóðarinnar. Við vonuðumst vissulega eftir góðum viðbrögðum, en þau fóru fram úr okkar björtustu vonum og sýna að viðskiptavinir og fjárfestar hafa trú á fyrirtækinu, vörum okkar, þjónustu og framtíðarsýn,“ er haft eftir Andra í tilkynningu. Heildartekjur Ölgerðarinnar á síðasta fjárhagsári námu tæplega 32 milljörðum króna og EBITDA hagnaður félagsins var nærri 3,3 milljarðar króna. Gjald- og eindagi áskrifta er 3. júní og er ráðgert er að viðskipti með hlutabréf Ölgerðarinnar hefjist í Kauphöllinni fimmtudaginn 9. júní. Fyrirtækjaráðgjöf Kviku banka hafði umsjón með útboðinu.
Kauphöllin Ölgerðin Tengdar fréttir Almennir fjárfestar skertir niður í 678 þúsund krónur í útboði Ölgerðarinnar Almennir fjárfestar sem tóku þátt í hlutafjárútboði Ölgerðarinnar, sem lauk síðastliðinn föstudag, fengu úthlutað bréfum í félaginu upp á 678 þúsund krónur, samkvæmt upplýsingum Innherja. 30. maí 2022 19:19 Fjórföld eftirspurn í útboði Ölgerðarinnar og félagið metið á 28 milljarða Alls bárust áskriftir fyrir rúmlega 32 milljarða króna í almennu hlutafjárútboði Ölgerðarinnar, sem lauk í gær, sem samsvarar rúmlega fjórfaldri umfram eftirspurn. Seldur var 29,5 prósenta hlutur í félaginu fyrir samtals 7,9 milljarða króna. 28. maí 2022 16:00 Verðmetur Ölgerðina um 27 prósentum yfir útboðsgengi félagsins Hlutafé Ölgerðarinnar, sem verður skráð á Aðalmarkað í Kauphöllinni í næsta mánuði, er metið á tæplega 32 milljarða króna í nýju verðmati sem hefur verið framkvæmt af Jakobsson Capital í aðdraganda hlutafjárútboðs drykkjarvöruframleiðandans. 23. maí 2022 11:18 Mest lesið Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Jónas Már til Réttar Viðskipti innlent „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Viðskipti innlent Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Viðskipti erlent Hætt við að vextir hækki Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Viðskipti innlent „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Viðskipti innlent Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Viðskipti innlent Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Sjá meira
Almennir fjárfestar skertir niður í 678 þúsund krónur í útboði Ölgerðarinnar Almennir fjárfestar sem tóku þátt í hlutafjárútboði Ölgerðarinnar, sem lauk síðastliðinn föstudag, fengu úthlutað bréfum í félaginu upp á 678 þúsund krónur, samkvæmt upplýsingum Innherja. 30. maí 2022 19:19
Fjórföld eftirspurn í útboði Ölgerðarinnar og félagið metið á 28 milljarða Alls bárust áskriftir fyrir rúmlega 32 milljarða króna í almennu hlutafjárútboði Ölgerðarinnar, sem lauk í gær, sem samsvarar rúmlega fjórfaldri umfram eftirspurn. Seldur var 29,5 prósenta hlutur í félaginu fyrir samtals 7,9 milljarða króna. 28. maí 2022 16:00
Verðmetur Ölgerðina um 27 prósentum yfir útboðsgengi félagsins Hlutafé Ölgerðarinnar, sem verður skráð á Aðalmarkað í Kauphöllinni í næsta mánuði, er metið á tæplega 32 milljarða króna í nýju verðmati sem hefur verið framkvæmt af Jakobsson Capital í aðdraganda hlutafjárútboðs drykkjarvöruframleiðandans. 23. maí 2022 11:18