Vill að Will Smith og Chris Rock tali saman og sættist Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 1. júní 2022 17:21 Jada Pinkett Smith segist vilja að Will Smith og Chris Rock nái sáttum. Vísir/Getty Jada Pinkett Smith segist vona að eiginmaður hennar og leikarinn, Will Smith, og grínistinn Chris Rock nái sáttum. Smith gaf Rock kinnhest á Óskarsverðlaunahátíðinni í mars eftir að hann gerði grín að skalla Pinkett , sem er með hárlossjúkdóm. Atvikið vakti mikla athygli en Rock hafði sagt brandara um að Pinkett minnti á karakterinn G.I. Jane, sem Demi Moore lék í samnefndri bíómynd. Pinkett er krúnurökuð en hún hefur talað opinberlega um að hún glími við hárlos (e. alopecia). Smith var nóg boðið, rauk upp á sviðið og gaf Rock kinnhest, sem virtist bregða mjög við atvikið. Smith hefur síðan verið útilokaður frá Óskarsverðlaunahátíðinni og öllum tengdum viðburðum næstu tíu árin. Will Smith gekk upp að Chris Rock á sviðinu og sló hann fast.Getty/Neilson Barnard Pinkett ræddi atvikið í spjallþættinum sínum Red Table Talk. Hún hefur ekki talað um atvikið áður en hún sagði að mikilvægt væri fyrir Smith og Rock að ræða málið og sættast. „Varðandi Óskarskvöldið, mín helsta ósk er að þessir tveir kláru, flottu menn fái tækifæri til að ræða saman, sættast og láta sárin gróa,“ sagði Pinkett. „Við þurfum á þeim báðum að halda. Ástandið í heiminum gerir það að verkum að við þurfum að vera enn samheldnari. Þangað til þeir ná sáttum munum við Will halda áfram að gera það sem við höfum gert undanfarin 28 ár og það er að halda saman áfram með lífið.“ Hún bætti því við að nauðsynlegt sé fyrir hana og fleiri sem þjást af hárlosi að ræða þá hluti. „Vegna þess sem ég hef gengið í gegn um heilsufarslega og vegna atviksins á Óskarsverðlaunahátíðinni hafa þúsundir haft samband við mig til að segja þeirra eigin sögu,“ sagði Pinkett. „Ég vil nýta þetta tækifæri til að veita þeim sem þjást af hárlosi tækifæri til að tala um hvernig það er að vera með þennan sjúkdóm og upplýsa aðra hvað hann er.“ Will Smith löðrungar Chris Rock Hollywood Bandaríkin Tengdar fréttir Will Smith í tíu ára bann frá Óskarnum Bandaríski leikarinn Will Smith fær ekki að mæta á Óskarsverðlaunahátíðina eða aðra tengda viðburði næstu tíu ár. 8. apríl 2022 19:18 Hættur í akademíunni eftir löðrunginn Leikarinn Will Smith hefur sagt sig úr bandarísku kvikmyndaakademíunni vegna hegðunar sinnar á óskarverðlaunahátíðinni á dögunum þegar hann löðrungaði grínistann Chris Rock. 1. apríl 2022 23:39 Rock að melta kinnhestinn: „Hvernig var helgin ykkar?“ Grínistinn Chris Rock er enn að melta kinnhestinn sem leikarinn Will Smith veitti honum á Óskarsverðlaunahátíðinni aðfaranótt mánudags. Rock kom fram í Boston í gærkvöldi í fyrsta skipti síðan uppákoman átti sér stað. 31. mars 2022 08:35 Mest lesið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Lífið „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ Menning Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Lífið Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Lífið Fleiri fréttir Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Friðarsúlan tendruð í nítjánda sinn 9. október Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra Skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Sjá meira
Atvikið vakti mikla athygli en Rock hafði sagt brandara um að Pinkett minnti á karakterinn G.I. Jane, sem Demi Moore lék í samnefndri bíómynd. Pinkett er krúnurökuð en hún hefur talað opinberlega um að hún glími við hárlos (e. alopecia). Smith var nóg boðið, rauk upp á sviðið og gaf Rock kinnhest, sem virtist bregða mjög við atvikið. Smith hefur síðan verið útilokaður frá Óskarsverðlaunahátíðinni og öllum tengdum viðburðum næstu tíu árin. Will Smith gekk upp að Chris Rock á sviðinu og sló hann fast.Getty/Neilson Barnard Pinkett ræddi atvikið í spjallþættinum sínum Red Table Talk. Hún hefur ekki talað um atvikið áður en hún sagði að mikilvægt væri fyrir Smith og Rock að ræða málið og sættast. „Varðandi Óskarskvöldið, mín helsta ósk er að þessir tveir kláru, flottu menn fái tækifæri til að ræða saman, sættast og láta sárin gróa,“ sagði Pinkett. „Við þurfum á þeim báðum að halda. Ástandið í heiminum gerir það að verkum að við þurfum að vera enn samheldnari. Þangað til þeir ná sáttum munum við Will halda áfram að gera það sem við höfum gert undanfarin 28 ár og það er að halda saman áfram með lífið.“ Hún bætti því við að nauðsynlegt sé fyrir hana og fleiri sem þjást af hárlosi að ræða þá hluti. „Vegna þess sem ég hef gengið í gegn um heilsufarslega og vegna atviksins á Óskarsverðlaunahátíðinni hafa þúsundir haft samband við mig til að segja þeirra eigin sögu,“ sagði Pinkett. „Ég vil nýta þetta tækifæri til að veita þeim sem þjást af hárlosi tækifæri til að tala um hvernig það er að vera með þennan sjúkdóm og upplýsa aðra hvað hann er.“
Will Smith löðrungar Chris Rock Hollywood Bandaríkin Tengdar fréttir Will Smith í tíu ára bann frá Óskarnum Bandaríski leikarinn Will Smith fær ekki að mæta á Óskarsverðlaunahátíðina eða aðra tengda viðburði næstu tíu ár. 8. apríl 2022 19:18 Hættur í akademíunni eftir löðrunginn Leikarinn Will Smith hefur sagt sig úr bandarísku kvikmyndaakademíunni vegna hegðunar sinnar á óskarverðlaunahátíðinni á dögunum þegar hann löðrungaði grínistann Chris Rock. 1. apríl 2022 23:39 Rock að melta kinnhestinn: „Hvernig var helgin ykkar?“ Grínistinn Chris Rock er enn að melta kinnhestinn sem leikarinn Will Smith veitti honum á Óskarsverðlaunahátíðinni aðfaranótt mánudags. Rock kom fram í Boston í gærkvöldi í fyrsta skipti síðan uppákoman átti sér stað. 31. mars 2022 08:35 Mest lesið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Lífið „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ Menning Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Lífið Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Lífið Fleiri fréttir Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Friðarsúlan tendruð í nítjánda sinn 9. október Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra Skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Sjá meira
Will Smith í tíu ára bann frá Óskarnum Bandaríski leikarinn Will Smith fær ekki að mæta á Óskarsverðlaunahátíðina eða aðra tengda viðburði næstu tíu ár. 8. apríl 2022 19:18
Hættur í akademíunni eftir löðrunginn Leikarinn Will Smith hefur sagt sig úr bandarísku kvikmyndaakademíunni vegna hegðunar sinnar á óskarverðlaunahátíðinni á dögunum þegar hann löðrungaði grínistann Chris Rock. 1. apríl 2022 23:39
Rock að melta kinnhestinn: „Hvernig var helgin ykkar?“ Grínistinn Chris Rock er enn að melta kinnhestinn sem leikarinn Will Smith veitti honum á Óskarsverðlaunahátíðinni aðfaranótt mánudags. Rock kom fram í Boston í gærkvöldi í fyrsta skipti síðan uppákoman átti sér stað. 31. mars 2022 08:35