„Veglegustu NBA-útsendingar Íslandssögunnar“ Sindri Sverrisson skrifar 2. júní 2022 16:01 Stephen Curry og félagar í Golden State þykja líklegri til að landa NBA-meistaratitlinum. Getty „Það kemst upp í smáæfingu að vaka eftir NBA og núna er ærið tilefni til að vaka fram eftir,“ segir Kjartan Atli Kjartansson sem stýra mun umfjöllun í veglegum útsendingum frá úrslitaleikjunum í NBA-deildinni í körfubolta á Stöð 2 Sport 2. Fyrsta útsending hefst klukkan hálfeitt í nótt og hálftíma síðar hefst einvígi Golden State Warriors og Boston Celtics um NBA-meistaratitilinn. „Þetta eru mjög áhugaverð lið. Boston átti mjög sérstakt tímabil. Liðið var í 11. sæti í austurdeildinni í janúar og sneri tímabilinu algjörlega við og er komið í úrslitin. Golden State að sama skapi náði ekki alveg fullum krafti í deildakeppninni, tók tímabil og rispur eins og Boston, en Golden State-menn eru líklegri, svo að maður sé alveg hreinskilinn þó að ég haldi með Boston og fari ekki í grafgötur með það. Þeir eru með Steph Curry, Klay Thompson og Draymond Green, sem hafa allir verið þarna áður og eru með mikla reynslu og margfaldir meistarar. Þetta verður mjög spennandi,“ segir Kjartan Atli. Klippa: Veglegar útsendingar frá NBA-úrslitunum Greining í staðinn fyrir auglýsingar Kjartan verður með góða gesti hjá sér á hverri leiknóttu og fjallað verður ítarlega um allt sem gerist í einvíginu: „Upphitun hefst hálftíma fyrir leik og við komum inn hér í stúdíóinu í leikhléum og hálfleik, það er nóg af leikhléum í NBA, og á meðan Bandaríkjamenn fá auglýsingar þá fá Íslendingar smá greiningu. Ég held að ef maður rýnir aðeins í söguna þá verði þetta mögulega veglegustu NBA-útsendingar Íslandssögunnar og við erum stoltir af því. Hér verður fullt sett af sérfræðingum, ég að spyrja þá spjörunum úr og mikil vinna að baki hjá tæknimönnum. Þetta verður veisla,“ segir Kjartan. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Körfubolti NBA Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Sjá meira
Fyrsta útsending hefst klukkan hálfeitt í nótt og hálftíma síðar hefst einvígi Golden State Warriors og Boston Celtics um NBA-meistaratitilinn. „Þetta eru mjög áhugaverð lið. Boston átti mjög sérstakt tímabil. Liðið var í 11. sæti í austurdeildinni í janúar og sneri tímabilinu algjörlega við og er komið í úrslitin. Golden State að sama skapi náði ekki alveg fullum krafti í deildakeppninni, tók tímabil og rispur eins og Boston, en Golden State-menn eru líklegri, svo að maður sé alveg hreinskilinn þó að ég haldi með Boston og fari ekki í grafgötur með það. Þeir eru með Steph Curry, Klay Thompson og Draymond Green, sem hafa allir verið þarna áður og eru með mikla reynslu og margfaldir meistarar. Þetta verður mjög spennandi,“ segir Kjartan Atli. Klippa: Veglegar útsendingar frá NBA-úrslitunum Greining í staðinn fyrir auglýsingar Kjartan verður með góða gesti hjá sér á hverri leiknóttu og fjallað verður ítarlega um allt sem gerist í einvíginu: „Upphitun hefst hálftíma fyrir leik og við komum inn hér í stúdíóinu í leikhléum og hálfleik, það er nóg af leikhléum í NBA, og á meðan Bandaríkjamenn fá auglýsingar þá fá Íslendingar smá greiningu. Ég held að ef maður rýnir aðeins í söguna þá verði þetta mögulega veglegustu NBA-útsendingar Íslandssögunnar og við erum stoltir af því. Hér verður fullt sett af sérfræðingum, ég að spyrja þá spjörunum úr og mikil vinna að baki hjá tæknimönnum. Þetta verður veisla,“ segir Kjartan. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Körfubolti NBA Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Sjá meira