Endurreisn gamla meirihlutans geti falið í sér fátt annað en óbreytt ástand Árni Sæberg skrifar 2. júní 2022 16:50 Katrín Atladóttir var borgarstjórnarfulltrúi Sjálfstæðisflokks á nýafstöðnu kjörtímabili en hún gaf ekki kost á sér til frekari setu í borgarstjórn. Vísir/Vilhelm Fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks segir það borðleggjandi að Sjálfstæðisflokkur, Framsóknarflokkur, Viðreisn og Flokkur fólksins myndi nýjan meirihluta í borginni. Þær meirihlutaviðræður sem nú eru í gangi geti varla endurspeglað þær breytingar sem kjósendur óskuðu eftir í nýafstöðnum sveitarstjórnarkosningum. „Nú standa yfir meirihlutaviðræður í borginni milli hins fallna meirihluta og Framsóknar. Hinn fallni meirihluti, með smávægilegum blæbrigðamun, hefur farið með áhrif í borginni um nærri þriggja áratuga skeið. Endurreisn hans getur varla falið annað í sér en meira af hinu sama. Viðræðurnar geta varla endurspeglað þá breytingu sem kjósendur óskuðu eftir. En er þetta eini valkosturinn í stöðunni?“ svona hefst skoðanagrein Katrínar Atladóttur sem birtist hér á Vísi í dag. Hún segir að meirihluti Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, Viðreisnar og Flokks fólksins myndi hafa trúverðugleika til að ráðast í nauðsynlegar kerfisbreytingar og löngu tímabæra tiltekt á fjármálum borgarinnar. Hann væri meirihluti framfara, sáttar og breytinga. Flokkarnir gætu lækkað álagningarhlutfall Katrín segir þennan mögulega meirihluta gæti ráðist strax í úttekt á fjármálum og stjórnkerfi Reykjavíkurborgar með það fyrir augum að ná fram aukinni hagræðingu og skilvirkni. Jafnframt gætu flokkarnir lækkað álagningarhlutfall fasteignaskatta umsvifalaust, sem viðbragð við gríðarlegri hækkun fasteignamats sem kynnt var í vikunni. Þá mætti draga úr samkeppnisrekstri borgarinnar og virkja betur einkaframtak. Þá nefnir hún að flokkarnir gætu náð vel saman um skipulags- og samgöngumál í borginni, hugsanlega undir áframhaldandi forystu Viðreisnar. „Þessi meirihluti breytinga gæti jafnframt unnið að fjölmörgum framförum í skólastarfi. Flokkarnir gætu unnið að raunverulegri lausn leikskólavandans og stutt betur við dagforeldrakerfið,“ segir Katrín Nýir vendir sópi best Katrín segir að það sé kominn tími á breytingar í Reykjavík og að meginþorri kjósenda hafi verið sammála um það. Þeim breytingum mætti ná fram með kröftugum endurnýjuðum meirihluta í Reykjavík. „Nýir vendir sópa nefnilega best – og ekki er vanþörf á í Reykjavík,“ segir Katrín að lokum. Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Borgarstjórn Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás Innlent Fleiri fréttir Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Sjá meira
„Nú standa yfir meirihlutaviðræður í borginni milli hins fallna meirihluta og Framsóknar. Hinn fallni meirihluti, með smávægilegum blæbrigðamun, hefur farið með áhrif í borginni um nærri þriggja áratuga skeið. Endurreisn hans getur varla falið annað í sér en meira af hinu sama. Viðræðurnar geta varla endurspeglað þá breytingu sem kjósendur óskuðu eftir. En er þetta eini valkosturinn í stöðunni?“ svona hefst skoðanagrein Katrínar Atladóttur sem birtist hér á Vísi í dag. Hún segir að meirihluti Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, Viðreisnar og Flokks fólksins myndi hafa trúverðugleika til að ráðast í nauðsynlegar kerfisbreytingar og löngu tímabæra tiltekt á fjármálum borgarinnar. Hann væri meirihluti framfara, sáttar og breytinga. Flokkarnir gætu lækkað álagningarhlutfall Katrín segir þennan mögulega meirihluta gæti ráðist strax í úttekt á fjármálum og stjórnkerfi Reykjavíkurborgar með það fyrir augum að ná fram aukinni hagræðingu og skilvirkni. Jafnframt gætu flokkarnir lækkað álagningarhlutfall fasteignaskatta umsvifalaust, sem viðbragð við gríðarlegri hækkun fasteignamats sem kynnt var í vikunni. Þá mætti draga úr samkeppnisrekstri borgarinnar og virkja betur einkaframtak. Þá nefnir hún að flokkarnir gætu náð vel saman um skipulags- og samgöngumál í borginni, hugsanlega undir áframhaldandi forystu Viðreisnar. „Þessi meirihluti breytinga gæti jafnframt unnið að fjölmörgum framförum í skólastarfi. Flokkarnir gætu unnið að raunverulegri lausn leikskólavandans og stutt betur við dagforeldrakerfið,“ segir Katrín Nýir vendir sópi best Katrín segir að það sé kominn tími á breytingar í Reykjavík og að meginþorri kjósenda hafi verið sammála um það. Þeim breytingum mætti ná fram með kröftugum endurnýjuðum meirihluta í Reykjavík. „Nýir vendir sópa nefnilega best – og ekki er vanþörf á í Reykjavík,“ segir Katrín að lokum.
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Borgarstjórn Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás Innlent Fleiri fréttir Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum