Kvenkyns stjórnendum þyki nauðsynlegt að sanna sig Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 8. júní 2022 13:38 Kvenkyns stjórnendum er haldið utan við ákvarðanatöku í meiri mæli samkvæmt niðurstöðum. Aðsent Hinsegin starfsfólk fær minni stuðning og aðgang að stjórnendum fyrirtækja ásamt því að upplifa oftar erfið samskipti og viðhorf á vinnustað eins og grófan talsmáta eða brandara. Þetta kemur fram í niðurstöðum könnunar samstarfsverkefnisins Kynin og vinnustaðurinn á vegum Empower, nýsköpunarfyrirtækis í jafnréttismálum, Háskóla Íslands, Viðskiptaráðs Íslands, Maskínu og Samtaka atvinnulífsins. Niðurstöðurnar voru kynntar á fundi á Hilton Nordica í dag. Öllum fyrirtækjum innan Viðskiptaráðs Íslands og Samtaka atvinnulífsins var boðin þátttaka. Konur veiti meiri stuðning en karlar Niðurstöður könnunarinnar sýna einnig að konur telji sig bera þrisvar sinnum meiri ábyrgð á heimilinu en karlar og eykst þetta bil ef litið er til kynjanna með hliðsjón af stjórnunarstöðu í fyrirtæki. Fjórum sinnum fleiri kvenkyns stjórnendur en karlkyns stjórnendur sögðust bera heimilisábyrgð að meirihluta eða öllu leyti. Þar að auki virðast kvenkyns yfirmenn veita meiri stuðning til undirmanna sinna en þeir sem eru karlkyns. Eins segjast 15,2% kvenkyns stjórnenda hafa þurft að sanna sig meira en aðrir eða verið haldið utan við ákvarðanatöku sem þeim við kemur en 5,1% karlkyns stjórnenda lýsa sömu raun. Aftur á móti sagðist hinsegin starfsfólk síður upplifa að því sé haldið utan við ákvarðanatöku og að framlag þeirra sé sniðgengið en gagnkynhneigt starfsfólk. #MeToo hafi haft jákvæð áhrif Meirihluti þeirra sem tók könnunina segja #MeToo umræðuna hafa haft jákvæð áhrif á vinnustaðinn en af þeim sem telja hana hafa haft neikvæð áhrif eru helmingi fleiri karlkyns og eykst óánægjan með aldri. Samkvæmt niðurstöðum hafa 5,9% hinsegin starfsfólks orðið fyrir kynferðislegri áreitni á núverandi vinnustað á síðastliðnum 12 mánuðum á móti 1,6% gagnkynhneigðra. Þá segjast 5,3% kvenkyns starfsfólks sem er 29 ára og yngri hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni á núverandi vinnustað síðastliðna 12 mánuði. Alls fengu 12 þúsund einstaklingar könnunina senda og bárust 4.164 svör. Tóku 2.260 karlmenn, 1.615 konur og 10 kynsegin einstaklingar þátt í könnuninni. Af heildarfjölda þátttakenda eru 96,8% gagnkynhneigð, 2,3% hinsegin og merkti 1% þátttakenda við „annað“. Jafnréttismál Hinsegin MeToo Vinnumarkaður Vinnustaðamenning Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Þetta kemur fram í niðurstöðum könnunar samstarfsverkefnisins Kynin og vinnustaðurinn á vegum Empower, nýsköpunarfyrirtækis í jafnréttismálum, Háskóla Íslands, Viðskiptaráðs Íslands, Maskínu og Samtaka atvinnulífsins. Niðurstöðurnar voru kynntar á fundi á Hilton Nordica í dag. Öllum fyrirtækjum innan Viðskiptaráðs Íslands og Samtaka atvinnulífsins var boðin þátttaka. Konur veiti meiri stuðning en karlar Niðurstöður könnunarinnar sýna einnig að konur telji sig bera þrisvar sinnum meiri ábyrgð á heimilinu en karlar og eykst þetta bil ef litið er til kynjanna með hliðsjón af stjórnunarstöðu í fyrirtæki. Fjórum sinnum fleiri kvenkyns stjórnendur en karlkyns stjórnendur sögðust bera heimilisábyrgð að meirihluta eða öllu leyti. Þar að auki virðast kvenkyns yfirmenn veita meiri stuðning til undirmanna sinna en þeir sem eru karlkyns. Eins segjast 15,2% kvenkyns stjórnenda hafa þurft að sanna sig meira en aðrir eða verið haldið utan við ákvarðanatöku sem þeim við kemur en 5,1% karlkyns stjórnenda lýsa sömu raun. Aftur á móti sagðist hinsegin starfsfólk síður upplifa að því sé haldið utan við ákvarðanatöku og að framlag þeirra sé sniðgengið en gagnkynhneigt starfsfólk. #MeToo hafi haft jákvæð áhrif Meirihluti þeirra sem tók könnunina segja #MeToo umræðuna hafa haft jákvæð áhrif á vinnustaðinn en af þeim sem telja hana hafa haft neikvæð áhrif eru helmingi fleiri karlkyns og eykst óánægjan með aldri. Samkvæmt niðurstöðum hafa 5,9% hinsegin starfsfólks orðið fyrir kynferðislegri áreitni á núverandi vinnustað á síðastliðnum 12 mánuðum á móti 1,6% gagnkynhneigðra. Þá segjast 5,3% kvenkyns starfsfólks sem er 29 ára og yngri hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni á núverandi vinnustað síðastliðna 12 mánuði. Alls fengu 12 þúsund einstaklingar könnunina senda og bárust 4.164 svör. Tóku 2.260 karlmenn, 1.615 konur og 10 kynsegin einstaklingar þátt í könnuninni. Af heildarfjölda þátttakenda eru 96,8% gagnkynhneigð, 2,3% hinsegin og merkti 1% þátttakenda við „annað“.
Jafnréttismál Hinsegin MeToo Vinnumarkaður Vinnustaðamenning Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira