„Viljum fagna þessum æðislega viðburði í menningu unglinga sem okkur svo kær“ Atli Ísleifsson skrifar 8. júní 2022 21:31 Adam, Kári, Rommel og Orri standa að gerð myndarinnar sem fjallar um þátttökuferli Laugalækjarskóla í Skrekk síðasta haust. Aðsend/Reykjavíkurborg „Myndin snýst um Skrekk í heild sinni. Við viljum fagna þessum æðislega viðburði í menningu unglinga sem er okkur svo kær. Þetta gefur okkur svo ótrúlega mikið.“ Þetta segir Kári Einarsson, kvikmyndagerðarmaður og nemandi í 10. bekk Laugalækjarskóla, en heimildarmynd Kára og þriggja félaga hans um hæfileikakeppnina Skrekk og þátttöku Laugalækjarskólans í henni verður sýnd í Laugarásbíói klukkan 16:30 á morgun. Kári segir að þeir félagarnir hafi verið að klára vinnslu myndarinnar fyrr í kvöld. „Við erum flottir með fína frestunaráráttu. En þetta hafðist. Það er þá verið að „rendera“ hana núna „as we speak“ – ganga frá myndinni þannig að hægt sé að sýna hana í bíó á morgun. Við erum allavega mjög ánægðir með útkomuna og erum bara spenntir. “ Heimildarmyndin ber nafnið Skrekkur – á bakvið tjöldin, en að henni standa þeir Rommel Ivar Q. Patagoc, Orri Eliasen og Adam Son Thai Huynn, auk Kára. „Þarna er fylgst með Laugalækjarskóla að fara í gegnum Skrekksferlið. Við erum þarna saman hópurinn, búum til atriðið, og keppum í Skrekk. Myndin er því í raun um þátttöku Laugalækjarskóla í Skrekk.“ Sjá má stiklu myndarinnar að neðan. Ótrúlega jákvæð áhrif Kári segir að Skrekkur hafi ótrúlega jákvæð áhrif á þá sem taka þátt í hæfileikakeppninni. „Við gerðum könnun á því, fengum yfir þrjú hundruð krakka til að svara spurningum og komumst að því að yfir 80 prósent sögðust hafa kynnst einhverjum nýjum í gegnum Skrekk. Þetta er því að hafa ótrúlega jákvæð áhrif og við erum svakalega ánægð með þennan viðburð.“ Um er að ræða fjörutíu mínútna heimildarmynd sem verður heimsfrumsýnd í Laugarásbíói á morgun klukkan 16:30. „Við ákváðum að taka bíóið hérna í hverfinu á leigu og eins og staðan er núna þá verður það bara þessi eina sýning þó að myndin verði líklega sýnd á öðrum vettvangi síðar. En við leigðum þarna stærsta salinn og ætlum að sýna á morgun.“ Skrekkur Kvikmyndagerð á Íslandi Grunnskólar Krakkar Skóla - og menntamál Reykjavík Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Árbæjarskóli vann Skrekk Árbæjarskóli fór með sigur af hólmi í Skrekk, hæfileikakeppni grunnskólanemenda í Reykjavík, með atriði sitt, Annað viðhorf. 8. nóvember 2021 22:25 Fellaskóli og Laugalækjarskóli komust í úrslit Skrekks Fyrsta undanúrslitakvöld Skrekks, árlegrar hæfileikakeppni fyrir grunnskólanemendur í Reykjavík, fór fram í Borgarleikhúsinu í kvöld. Sjö grunnskólar tóku þátt í kvöld og komust Fellaskóli með atriðið Hvað er að gerast sem fjallaði um Covid-19 og Laugalækjarskóli með atriðið Á bak við brosið sem fjallar líkamsvirðingu áfram í úrslit. 1. nóvember 2021 23:57 Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið Bylgjulestin mætir á Írska daga á Akranesi Lífið samstarf „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Fleiri fréttir „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Sjá meira
Þetta segir Kári Einarsson, kvikmyndagerðarmaður og nemandi í 10. bekk Laugalækjarskóla, en heimildarmynd Kára og þriggja félaga hans um hæfileikakeppnina Skrekk og þátttöku Laugalækjarskólans í henni verður sýnd í Laugarásbíói klukkan 16:30 á morgun. Kári segir að þeir félagarnir hafi verið að klára vinnslu myndarinnar fyrr í kvöld. „Við erum flottir með fína frestunaráráttu. En þetta hafðist. Það er þá verið að „rendera“ hana núna „as we speak“ – ganga frá myndinni þannig að hægt sé að sýna hana í bíó á morgun. Við erum allavega mjög ánægðir með útkomuna og erum bara spenntir. “ Heimildarmyndin ber nafnið Skrekkur – á bakvið tjöldin, en að henni standa þeir Rommel Ivar Q. Patagoc, Orri Eliasen og Adam Son Thai Huynn, auk Kára. „Þarna er fylgst með Laugalækjarskóla að fara í gegnum Skrekksferlið. Við erum þarna saman hópurinn, búum til atriðið, og keppum í Skrekk. Myndin er því í raun um þátttöku Laugalækjarskóla í Skrekk.“ Sjá má stiklu myndarinnar að neðan. Ótrúlega jákvæð áhrif Kári segir að Skrekkur hafi ótrúlega jákvæð áhrif á þá sem taka þátt í hæfileikakeppninni. „Við gerðum könnun á því, fengum yfir þrjú hundruð krakka til að svara spurningum og komumst að því að yfir 80 prósent sögðust hafa kynnst einhverjum nýjum í gegnum Skrekk. Þetta er því að hafa ótrúlega jákvæð áhrif og við erum svakalega ánægð með þennan viðburð.“ Um er að ræða fjörutíu mínútna heimildarmynd sem verður heimsfrumsýnd í Laugarásbíói á morgun klukkan 16:30. „Við ákváðum að taka bíóið hérna í hverfinu á leigu og eins og staðan er núna þá verður það bara þessi eina sýning þó að myndin verði líklega sýnd á öðrum vettvangi síðar. En við leigðum þarna stærsta salinn og ætlum að sýna á morgun.“
Skrekkur Kvikmyndagerð á Íslandi Grunnskólar Krakkar Skóla - og menntamál Reykjavík Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Árbæjarskóli vann Skrekk Árbæjarskóli fór með sigur af hólmi í Skrekk, hæfileikakeppni grunnskólanemenda í Reykjavík, með atriði sitt, Annað viðhorf. 8. nóvember 2021 22:25 Fellaskóli og Laugalækjarskóli komust í úrslit Skrekks Fyrsta undanúrslitakvöld Skrekks, árlegrar hæfileikakeppni fyrir grunnskólanemendur í Reykjavík, fór fram í Borgarleikhúsinu í kvöld. Sjö grunnskólar tóku þátt í kvöld og komust Fellaskóli með atriðið Hvað er að gerast sem fjallaði um Covid-19 og Laugalækjarskóli með atriðið Á bak við brosið sem fjallar líkamsvirðingu áfram í úrslit. 1. nóvember 2021 23:57 Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið Bylgjulestin mætir á Írska daga á Akranesi Lífið samstarf „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Fleiri fréttir „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Sjá meira
Árbæjarskóli vann Skrekk Árbæjarskóli fór með sigur af hólmi í Skrekk, hæfileikakeppni grunnskólanemenda í Reykjavík, með atriði sitt, Annað viðhorf. 8. nóvember 2021 22:25
Fellaskóli og Laugalækjarskóli komust í úrslit Skrekks Fyrsta undanúrslitakvöld Skrekks, árlegrar hæfileikakeppni fyrir grunnskólanemendur í Reykjavík, fór fram í Borgarleikhúsinu í kvöld. Sjö grunnskólar tóku þátt í kvöld og komust Fellaskóli með atriðið Hvað er að gerast sem fjallaði um Covid-19 og Laugalækjarskóli með atriðið Á bak við brosið sem fjallar líkamsvirðingu áfram í úrslit. 1. nóvember 2021 23:57