Enn og aftur byrjaði Boston af miklum krafti og áttu Stephen Curry og félagar fá svör í upphafi leiks. Stríðsmennirnir réðu sérstaklega illa við Jaylen Brown en hann skoraði 17 stig í fyrsta leikhluta, staðan að honum loknum 33-22 Boston í vil.
Áfram héldu yfirburðir Celtics í öðrum leikhluta en um hann miðjan smellti Jayson Tatum niður þrist og jók muninn í 18 stig. Við það vöknuðu gestirnir og skoruðu næstu níu stig leiksins.
Jaylen Brown got off to a start dropping 22 first-half points on his way to 27 points and the @celtics Game 3 victory!@FCHWPO: 27 PTS, 9 REB, 5 AST, 4 3PM pic.twitter.com/5H9iDlPNYf
— NBA (@NBA) June 9, 2022
Munurinn var hins vegar 12 stig er liðin gengu til búningsherbergja í hálfleik, 68-56. Sem betur fer fyrir Boston því í leikjunum á undan hafði Golden State alltaf spilað hvað best í þriðja leikhluta.
Það hélt áfram en munurinn var allt í einu kominn niður í tvö stig, 82-80, eftir ótrúlegan þrist frá Otto Porter Jr. þegar rúmlega fjórar mínútur voru eftir af þriðja leikhluta. Curry kom gestunum svo yfir með öðrum þrist í næstu sókn eftir að Boston mistókst að koma boltanum í körfuna.
Þarna hafði Golden State ekki verið yfir í leiknum frá því staðan var 0-2. Boston rankaði við sér og náði aftur forystunni áður en fjórði leikhluti hófst. Þar virtust gestirnir alveg sprungnir Stríðsmennirnir skoruðu aðeins 11 stig í fjórða og síðasta leikhluta leiksins.
Lokatölur í Boston 116-110 heimamönnum í vil sem eru nú komnir 2-1 yfir í úrslitaeinvígi NBA-deildarinnar.
Jaylen Brown, Jayson Tatum, and Marcus Smart are the 4th trio of teammates in NBA History to record 20+ PTS, 5+ REB, and 5+ AST in a #NBAFinals game. pic.twitter.com/S3LLMstiGS
— NBA History (@NBAHistory) June 9, 2022
Þríeykið hjá Boston fór eins og áður sagði mikinn. Þeirra stigahæstur var Jaylen Brown en hann skoraði 27 stig ásamt því að taka 9 fráköst og gaf 5 stoðsendingar. Jayson Tatum skoraði 26 stig, gaf 9 stoðsendingar og tók 6 fráköst.
Marcus Smart skoraði 24 stig, tók 7 fráköst og gaf 5 stoðsendingar. Þá skoraði gamla brýnið Al Horford 11 stig, tók 8 fráköst og gaf 6 stoðsendingar.
Marcus Smart dropped 24 points in the @celtics Game 3 victory to take a 2-1 series lead! #AllAbout18@smart_MS3: 24 PTS, 7 REB, 5 AST
— NBA (@NBA) June 9, 2022
Game 4: Fri. 9pm/et on ABC pic.twitter.com/iwDeVzaHBQ
Hjá Warriors var Steph Curry með 31 stig, 4 fráköst og 2 stoðsendingar. Klay Thompson skoraði 25 stig, tók 3 fráköst og gaf 3 stoðsendingar. Andew Wiggins skoraði svo 18 stig, tók 7 fráköst og gaf 2 stoðsendingar.
Steph Curry & Klay Thompson combined for 56 points and 11 3PM in Game 3.@StephenCurry30: 31 PTS, 4 REB, 2 STL, 6 3PM@KlayThompson: 25 PTS, 5 3PM
— NBA (@NBA) June 9, 2022
Game 4: Fri. 9pm/et on ABC pic.twitter.com/3rBopfokmb
Næsti leikur liðanna er á föstudagskvöld. Upphitun hefst á Stöð 2 Sport 2 klukkan 00.30 og leikurinn sjálfur 01.00.