Þór tekinn við völdum á Seltjarnarnesi Árni Sæberg skrifar 9. júní 2022 21:57 Þór Sigurgeirsson tók við lyklum að bæjarskrifstofum Seltjarnarness af Ásgerði Halldórsdóttur í dag. Aðsend Ráðning Þórs Sigurgeirssonar sem bæjarstjóri Seltjarnarnesbæjar var staðfest á fyrsta fundi nýrrar bæjarstjórnar bæjarins. Hann tekur við störfum af af Ásgerði Halldórsdóttur sem látið hefur af störfum eftir tuttugu ára starf í bæjarstjórn, þar af í þrettán ár sem bæjarstjóri. Í tilkynningu frá Seltjarnarnesbæ segir að á fundinum hafi einnig verið ákveðið að Ragnhildur Jónsdóttir mun gegna embætti forseta bæjarstjórnar og að Magnús Örn Guðmundsson verður formaður bæjarráðs. Í nýafstöðnum sveitarstjórnarkosningum tryggði Sjálfstæðisflokkurinn sér áframhaldandi hreinan meirihluta í bæjarstjórn með fjóra fulltrúa af sjö. Þór var oddviti lista Sjálfstæðisflokksins fyrir kosningarnar. Þór var bæjarfulltrúi Seltjarnarnesbæjar á árunum 2006 til 2010. Hann var ennfremur formaður Umhverfisnefndar og fulltrúi Seltjarnarnesbæjar í stjórn Sorpu bs.. Þór hefur starfað við sölu – og markaðsstörf undanfarin ár lengst af við vátryggingar fyrirtækja og einstaklinga. Nú síðustu ár sem sölu- og verkefnastjóri hjá Rými. Þór á ekki langt að sækja áhuga á bæjarstjórnarmálum en faðir hans, Sigurgeir Sigurðsson var sveitar- og bæjarstjóri Seltjarnarness í röska fjóra áratugi og lengst allra sveitarstjórnarmanna. Hann lét af störfum fyrir réttum 20 árum, vorið 2002. “Mér þykir afar vænt um þessi tímamót og ég hlakka mikið til að starfa fyrir og með bæjarbúum og starfsfólki næstu árin. Sama má segja um samstarf við aðra bæjarfulltrúa og allt það góða fólk sem er að taka sæti í nefndum og ráðum bæjarins” er haft eftir Þór, nýjum bæjarstjóra Seltjarnarnesbæjar í fréttatilkynningu um ráðningu hans. Seltjarnarnes Sveitarstjórnarkosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Erlent Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Kastljósið beinist að Guðrúnu Innlent Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Innlent Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Innlent Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Innlent Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Fleiri fréttir Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Sjá meira
Í tilkynningu frá Seltjarnarnesbæ segir að á fundinum hafi einnig verið ákveðið að Ragnhildur Jónsdóttir mun gegna embætti forseta bæjarstjórnar og að Magnús Örn Guðmundsson verður formaður bæjarráðs. Í nýafstöðnum sveitarstjórnarkosningum tryggði Sjálfstæðisflokkurinn sér áframhaldandi hreinan meirihluta í bæjarstjórn með fjóra fulltrúa af sjö. Þór var oddviti lista Sjálfstæðisflokksins fyrir kosningarnar. Þór var bæjarfulltrúi Seltjarnarnesbæjar á árunum 2006 til 2010. Hann var ennfremur formaður Umhverfisnefndar og fulltrúi Seltjarnarnesbæjar í stjórn Sorpu bs.. Þór hefur starfað við sölu – og markaðsstörf undanfarin ár lengst af við vátryggingar fyrirtækja og einstaklinga. Nú síðustu ár sem sölu- og verkefnastjóri hjá Rými. Þór á ekki langt að sækja áhuga á bæjarstjórnarmálum en faðir hans, Sigurgeir Sigurðsson var sveitar- og bæjarstjóri Seltjarnarness í röska fjóra áratugi og lengst allra sveitarstjórnarmanna. Hann lét af störfum fyrir réttum 20 árum, vorið 2002. “Mér þykir afar vænt um þessi tímamót og ég hlakka mikið til að starfa fyrir og með bæjarbúum og starfsfólki næstu árin. Sama má segja um samstarf við aðra bæjarfulltrúa og allt það góða fólk sem er að taka sæti í nefndum og ráðum bæjarins” er haft eftir Þór, nýjum bæjarstjóra Seltjarnarnesbæjar í fréttatilkynningu um ráðningu hans.
Seltjarnarnes Sveitarstjórnarkosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Erlent Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Kastljósið beinist að Guðrúnu Innlent Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Innlent Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Innlent Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Innlent Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Fleiri fréttir Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Sjá meira