Einstaklingurinn í umræddum dómi var 17 ára gamall en var veitt heimild til að afplána refsingu með samfélagsþjónustu. Þetta kemur fram í svari Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra við fyrirspurn Evu Sjafnar Helgadóttur, þingmanns Pírata.
Samkvæmt lögum skulu fangar undir 18 ára aldri vistast á vegum barnaverndaryfirvalda en óheimilt er að vista þá í fangelsum nema fyrir liggi mat sérfræðinga um að það sé honum fyrir bestu með vísan til sérstakra aðstæðna.
Barna- og fjölskyldustofa kemur að því að finna lausn í málum sem þessum og getur meðferðarúrræði stofnunarinnar, t.d. á Stuðlum, gagnast föngunum.