„Hjartahlaupurum“ í Danmörku fjölgað um 25 þúsund vegna Eriksen Valur Páll Eiríksson skrifar 13. júní 2022 12:31 Það virðist sem mikil vitundarvakning hafi orðið í Danmörku frá því að Eriksen fór í hjartastopp síðasta sumar. Stuart Franklin/Getty Images Gríðarleg aukning hefur orðið á svokölluðum „hjartahlaupurum“ í Danmörku þar sem hvert fyrstu hjálpar námskeiðið á fætur öðru er fullsetið eftir hjartaáfall Christians Eriksen, leikmanns danska karlalandsliðsins í fótbolta, á EM í fyrra. Eriksen hneig niður og fór í hjartastopp er Danmörk mætti Finnlandi á Parken í Kaupmannahöfn síðasta sumar. Eriksen var endurlífgaður á vellinum og við tók um hálfs árs endurhæfing áður en hann sneri aftur á völlinn með Brentford í ensku úrvalsdeildinni í febrúar. Töluverð fjölgun hefur orðið á svokölluðum „hjartahlaupurum“ (d. hjerteløbere) í landinu frá því að atvikið varð. Þeir eru hluti af verkefni sem Trygfonden (Öryggissjóðurinn) stendur að. Fólk sem hefur lokið fyrstu hjálpar námskeiði er þá með smáforrit í símanum sínum sem sendir tilkynningu ef einhver fær hjartaáfall í nágrenninu. Viðkomandi getur þá í mörgum tilfellum brugðist fyrr við en sjúkraliðar. Grethe Thomas, verkefnastýra hjá Trygfonden, segir við Berglinske Tidinde að 700 manns hafi skráð sig helgina sem Eriksen hneig niður. Síðan þá hafi um 500 bæst við vikulega. „Við sáum gríðarlega aukningu skráninga strax eftir að Christian Eriksen hneig niður á Parken, það var mikil eftirspurn eftir því að verða hjartahlaupari,“ segir hún. Tæplega 114 þúsund hjartahlauparar voru skráðir í Danmörku fyrir ári síðan. Sú tala er komin nær 140 þúsund í dag og var aukningin því um rúmlega 25 þúsund, eða 23 prósent á einu ári. „Hjartahlaupararnir eru nauðsynlegir fyrir þá sem fá hjartaáfall, til að auka lífslíkur og lífsgæði. Einfaldlega vegna þess að þeir í næsta nágrenni,“ „Við vitum að lífslíkur falla um tíu prósent fyrir hverja mínútu sem líður,“ segir Thomas. Í Danmörku fá um fimm þúsund manns hjartaáfall utan sjúkrahúsa árlega, eða um 13 manns á dag að meðaltali. Hjartastopp hjá Christian Eriksen Danmörk Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ Handbolti „Þetta var bara draumi líkast“ Handbolti Dagskráin í dag: Ryder-bikarinn fer af stað Sport „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Handbolti Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Fótbolti Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Busquets stígur niður af sviðinu Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Látinn eftir höfuðhögg í leik Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Sérfræðingur ánægður með Frey sem vill íslenska geðveiki Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Mun skrifa undir nýjan fimm ára samning við Arsenal Dóttir auðkýfings orðin forseti félags 23 ára gömul Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum Chiesa græðir á óheppni landa síns Funheitur Messi tryggði Inter Miami í úrslitakeppnina Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Stífla Álvarez brast í dramatískum sigri Atlético Sjá meira
Eriksen hneig niður og fór í hjartastopp er Danmörk mætti Finnlandi á Parken í Kaupmannahöfn síðasta sumar. Eriksen var endurlífgaður á vellinum og við tók um hálfs árs endurhæfing áður en hann sneri aftur á völlinn með Brentford í ensku úrvalsdeildinni í febrúar. Töluverð fjölgun hefur orðið á svokölluðum „hjartahlaupurum“ (d. hjerteløbere) í landinu frá því að atvikið varð. Þeir eru hluti af verkefni sem Trygfonden (Öryggissjóðurinn) stendur að. Fólk sem hefur lokið fyrstu hjálpar námskeiði er þá með smáforrit í símanum sínum sem sendir tilkynningu ef einhver fær hjartaáfall í nágrenninu. Viðkomandi getur þá í mörgum tilfellum brugðist fyrr við en sjúkraliðar. Grethe Thomas, verkefnastýra hjá Trygfonden, segir við Berglinske Tidinde að 700 manns hafi skráð sig helgina sem Eriksen hneig niður. Síðan þá hafi um 500 bæst við vikulega. „Við sáum gríðarlega aukningu skráninga strax eftir að Christian Eriksen hneig niður á Parken, það var mikil eftirspurn eftir því að verða hjartahlaupari,“ segir hún. Tæplega 114 þúsund hjartahlauparar voru skráðir í Danmörku fyrir ári síðan. Sú tala er komin nær 140 þúsund í dag og var aukningin því um rúmlega 25 þúsund, eða 23 prósent á einu ári. „Hjartahlaupararnir eru nauðsynlegir fyrir þá sem fá hjartaáfall, til að auka lífslíkur og lífsgæði. Einfaldlega vegna þess að þeir í næsta nágrenni,“ „Við vitum að lífslíkur falla um tíu prósent fyrir hverja mínútu sem líður,“ segir Thomas. Í Danmörku fá um fimm þúsund manns hjartaáfall utan sjúkrahúsa árlega, eða um 13 manns á dag að meðaltali.
Hjartastopp hjá Christian Eriksen Danmörk Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ Handbolti „Þetta var bara draumi líkast“ Handbolti Dagskráin í dag: Ryder-bikarinn fer af stað Sport „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Handbolti Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Fótbolti Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Busquets stígur niður af sviðinu Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Látinn eftir höfuðhögg í leik Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Sérfræðingur ánægður með Frey sem vill íslenska geðveiki Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Mun skrifa undir nýjan fimm ára samning við Arsenal Dóttir auðkýfings orðin forseti félags 23 ára gömul Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum Chiesa græðir á óheppni landa síns Funheitur Messi tryggði Inter Miami í úrslitakeppnina Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Stífla Álvarez brast í dramatískum sigri Atlético Sjá meira