„Þú líka Brútus“ Birgir Dýrfjörð skrifar 14. júní 2022 10:01 Tilefni þessarar greinar er skipulögð árás á mannorð og ævistarf Þórarins Tyrfingssonar. Þess manns, sem tugþúsundir Íslendinga bera þakkarhug til fyrir að bjarga þeim og ástvinum þeirra úr angistardíki alkóhólistans. Árásin var tímasett þannig, að Þórarni var ekki fært að bera af sér sakir fyrir aðalfund SÁÁ, sem var á þriðjudegi. Á sunnudegi fyrir fundinn birti Morgunblaðið heilsíðu viðtal með níði um Þórarin. Daginn fyrir aðafund var í hádegisfréttum í Ríkisútvarpi og Bylgjunni viðtal við lækni og sálfræðing SÁÁ. Þar var ausið persónulegu níði yfir Þórarinn, og fréttamenn hundsuðu þá sæmdarskildu, að leita andsvara þess, sem rægður var. Þeir þekkja sannleikann Í blaðagrein eftir tvo virta frumherja SÁÁ segir: „Þórarinn Tyrfingsson hefur lagt meira af mörkum til að breyta lífi fíkla og aðstandenda þeirra, en nokkur annar Íslendingur.“ Árið 1979 hóf Þórarinn að starfa hjá SÁÁ. Þá var meðferðarstarfið á Silungapolli og á Sogni, og öll aðstaða mjög frumstæð. Undir handleiðslu hans hefur starfsemin aukist mjög. Víkingameðferð, kvennameðferð, unglingameðferð. Eldri karla meðferð, spilafíklameðferð og göngudeildameðferð eru dæmi um það. Fyrstu ráðgjafar voru þeir, sem deildu eigin reynslu af meðferð í Bandaríkjunum. En meira þurfti til. Þórarinn gerði því námsefni fyrir ráðgjafa. Hann stjórnaði þjálfun þeirra og kennslu. Ráðgjafar fengu svo starfsréttindi sem heilbrigðisstétt árið 2006. SÁÁ. náði þeim árángri undir hans stjórn, að öðlast viðurkenningu á heimsvísu. Fyrir hjálp Þórarins Tyrfingssonar hafa meir en tuttugu þúsund alkóhólistar og tugþúsundir aðstandenda þeirra náð að breyta lífi sínu til hins betra. Fórnfýsi Þórarinn tók vel á móti öllum fíklum og hafði afar næman skilning á hvað þyrfti til að ná nárangri. Hann gaf óspart af hvíldartíma sínum og fjölskyldu sinnar til að hjálpa veikum fíklum. Þúsundir alkóhólista og tugþúsundir vandamanna bera hlýjan þakkarhug til Þórarins Tyrfingssonar fyrir, að hafa leitt þau fyrstu skrefin til heilbrigðara lífs. Engum er meira að þakka en Þórarni Tyrfingssyni, hvað stór hluti Íslendinga hefur náð að breyta lífi sínu til hins betra. Rógberar, sem nú níða arf hans, og æru, og ævistarf. Fá því aldrei breytt. Íslenska þjóðin viðurkennir mikla þakkarskuld við Þórarinn Tyrfingsson Sú mikla þakkarskuld varð ofraun æpandi rógberum og hælbítum, sem vilja öll yfirráð í SÁÁ . Þeir urðu „Hersing“, sem iðkar persónuníð og lygar um Þórarinn. Til að sanna níðið birtu þeir lista með nafnlausum undirskriftum!! Í stað nafns var skrifað „Starfsmaður ,sem þorir ekki að koma fram undir nafni af ótta við hefnd Þórarins“ Nafnalisti án nafna var enn eitt svindl stjórnenda SÁÁ. Hælbítarnir fengu heilsíðu í Mogganum. Viðtöl í hádegisfréttum Ruv og Bylgjunnar. Þar féllu ummæli um Þórarinn Tyrfingsson, sem voru svívirðileg ósannindi og mannorðsníð. Þar var sagt í eyru þjóðarinnar: „Þórarinn, hann vinnur markvisst að því, að eyðileggja SÁÁ“. Þegar Þórarinn sá liðið, sem að honum sótti, gat hann sagt eins og Sesar þegar hann leit hnífastungumenn sína: „Þú líka Brútus.“ Ég mun síðar lýsa „Hersingunni“ og athöfnum hennar og aðför, að tilveru SÁÁ. Höfundur er rafvirkjameistari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birgir Dýrfjörð Félagasamtök Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Sjá meira
Tilefni þessarar greinar er skipulögð árás á mannorð og ævistarf Þórarins Tyrfingssonar. Þess manns, sem tugþúsundir Íslendinga bera þakkarhug til fyrir að bjarga þeim og ástvinum þeirra úr angistardíki alkóhólistans. Árásin var tímasett þannig, að Þórarni var ekki fært að bera af sér sakir fyrir aðalfund SÁÁ, sem var á þriðjudegi. Á sunnudegi fyrir fundinn birti Morgunblaðið heilsíðu viðtal með níði um Þórarin. Daginn fyrir aðafund var í hádegisfréttum í Ríkisútvarpi og Bylgjunni viðtal við lækni og sálfræðing SÁÁ. Þar var ausið persónulegu níði yfir Þórarinn, og fréttamenn hundsuðu þá sæmdarskildu, að leita andsvara þess, sem rægður var. Þeir þekkja sannleikann Í blaðagrein eftir tvo virta frumherja SÁÁ segir: „Þórarinn Tyrfingsson hefur lagt meira af mörkum til að breyta lífi fíkla og aðstandenda þeirra, en nokkur annar Íslendingur.“ Árið 1979 hóf Þórarinn að starfa hjá SÁÁ. Þá var meðferðarstarfið á Silungapolli og á Sogni, og öll aðstaða mjög frumstæð. Undir handleiðslu hans hefur starfsemin aukist mjög. Víkingameðferð, kvennameðferð, unglingameðferð. Eldri karla meðferð, spilafíklameðferð og göngudeildameðferð eru dæmi um það. Fyrstu ráðgjafar voru þeir, sem deildu eigin reynslu af meðferð í Bandaríkjunum. En meira þurfti til. Þórarinn gerði því námsefni fyrir ráðgjafa. Hann stjórnaði þjálfun þeirra og kennslu. Ráðgjafar fengu svo starfsréttindi sem heilbrigðisstétt árið 2006. SÁÁ. náði þeim árángri undir hans stjórn, að öðlast viðurkenningu á heimsvísu. Fyrir hjálp Þórarins Tyrfingssonar hafa meir en tuttugu þúsund alkóhólistar og tugþúsundir aðstandenda þeirra náð að breyta lífi sínu til hins betra. Fórnfýsi Þórarinn tók vel á móti öllum fíklum og hafði afar næman skilning á hvað þyrfti til að ná nárangri. Hann gaf óspart af hvíldartíma sínum og fjölskyldu sinnar til að hjálpa veikum fíklum. Þúsundir alkóhólista og tugþúsundir vandamanna bera hlýjan þakkarhug til Þórarins Tyrfingssonar fyrir, að hafa leitt þau fyrstu skrefin til heilbrigðara lífs. Engum er meira að þakka en Þórarni Tyrfingssyni, hvað stór hluti Íslendinga hefur náð að breyta lífi sínu til hins betra. Rógberar, sem nú níða arf hans, og æru, og ævistarf. Fá því aldrei breytt. Íslenska þjóðin viðurkennir mikla þakkarskuld við Þórarinn Tyrfingsson Sú mikla þakkarskuld varð ofraun æpandi rógberum og hælbítum, sem vilja öll yfirráð í SÁÁ . Þeir urðu „Hersing“, sem iðkar persónuníð og lygar um Þórarinn. Til að sanna níðið birtu þeir lista með nafnlausum undirskriftum!! Í stað nafns var skrifað „Starfsmaður ,sem þorir ekki að koma fram undir nafni af ótta við hefnd Þórarins“ Nafnalisti án nafna var enn eitt svindl stjórnenda SÁÁ. Hælbítarnir fengu heilsíðu í Mogganum. Viðtöl í hádegisfréttum Ruv og Bylgjunnar. Þar féllu ummæli um Þórarinn Tyrfingsson, sem voru svívirðileg ósannindi og mannorðsníð. Þar var sagt í eyru þjóðarinnar: „Þórarinn, hann vinnur markvisst að því, að eyðileggja SÁÁ“. Þegar Þórarinn sá liðið, sem að honum sótti, gat hann sagt eins og Sesar þegar hann leit hnífastungumenn sína: „Þú líka Brútus.“ Ég mun síðar lýsa „Hersingunni“ og athöfnum hennar og aðför, að tilveru SÁÁ. Höfundur er rafvirkjameistari.
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar