Rafmyntir í ólgusjó Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 14. júní 2022 16:39 Heildarvirði rafmynta hefur ekki verið lægra síðan í janúar 2021. Getty/TERADAT SANTIVIVUT Einn versti dagur í sögu rafmyntamarkaðsins rann upp nú á mánudag. Markaðurinn hefur tekið vænar niðursveiflur á síðustu vikum vegna hækkandi vaxta og aukinnar verðbólgu en heildarvirði rafmyntamarkaðsins hrundi niður fyrir eina trilljón Bandaríkjadala. Heildarvirði rafmynta hefur ekki verið lægra síðan í janúar 2021 en verðmætasta rafmynt heims, Bitcoin féll um 14 prósent í gær og hefur ekki mælst lægri í 18 mánuði. Að sama skapi féll Ether um 18 prósent, niður í lægsta virði myntarinnar síðan í janúar 2021. Þetta kemur fram í umfjöllun Reuters um málið. Bitcoin hefur tapað 25 prósent af virði síðan á föstudag en virði myntarinnar er 67 prósent minna en þegar hún var verðmætust í nóvember 2021. Í kjölfar hækkandi vaxta og verðbólgu reyna fjárfestar að losa sig við áhætturíkar eignir með hraði, þar á meðal rafmyntir. Á mánudaginn lokuðu tveir stærstu rafmyntaverkvangar heims, Binance og Celsius fyrir sölu á rafmyntum til þess að vernda eigin starfsemi en samkvæmt umfjöllun CNN um málið eru eignir Celsius metnar á 3,7 milljarða Bandaríkjadala. Rafmyntir Bandaríkin Mest lesið Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Heildarvirði rafmynta hefur ekki verið lægra síðan í janúar 2021 en verðmætasta rafmynt heims, Bitcoin féll um 14 prósent í gær og hefur ekki mælst lægri í 18 mánuði. Að sama skapi féll Ether um 18 prósent, niður í lægsta virði myntarinnar síðan í janúar 2021. Þetta kemur fram í umfjöllun Reuters um málið. Bitcoin hefur tapað 25 prósent af virði síðan á föstudag en virði myntarinnar er 67 prósent minna en þegar hún var verðmætust í nóvember 2021. Í kjölfar hækkandi vaxta og verðbólgu reyna fjárfestar að losa sig við áhætturíkar eignir með hraði, þar á meðal rafmyntir. Á mánudaginn lokuðu tveir stærstu rafmyntaverkvangar heims, Binance og Celsius fyrir sölu á rafmyntum til þess að vernda eigin starfsemi en samkvæmt umfjöllun CNN um málið eru eignir Celsius metnar á 3,7 milljarða Bandaríkjadala.
Rafmyntir Bandaríkin Mest lesið Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira