Opnar sig um árásina: „Hélt að ég myndi bara liggja þarna“ Sindri Sverrisson skrifar 15. júní 2022 12:01 Kheira Hamraoui varð fyrir fólskulegri árás grímuklæddra manna í nóvember. Getty Franska knattspyrnukonan Kheira Hamraoui átti sér einskis ills von þegar tveir grímuklæddir menn réðust að henni og börðu hana með járnröri, svo illa að hún hélt að hún gæti aldrei aftur staðið upp. Hamraoui hefur nú í fyrsta sinn tjáð sig opinberlega um árásina en það gerir hún í viðtali við franska miðilinn L‘Equipe í dag. Þar kveðst hún hafa óttast um líf sitt. Þessi 32 ára miðjumaður PSG og franska landsliðsins, sem þó var reyndar ekki valin í EM-hóp Frakka sem mætir Íslandi í Englandi í næsta sumar, varð fyrir árásinni 4. nóvember. Hún var þá á leið í bíl liðsfélaga síns, Aminata Diallo, eftir að lið PSG hafði snætt kvöldverð saman. „Ég varð fyrir ótrúlegu ofbeldi. Tveir hettuklæddir, ókunnugir menn tóku mig út úr bílnum til þess að lemja mig í fæturna með járnrörum. Þetta kvöld þá hélt ég að ég myndi bara liggja þarna eftir… Ég öskraði af sársauka. Ég reyndi að verja mig eins mikið og ég gat. Þetta er mjög sársaukafull minning,“ sagði Hamraoui. Lögregla rannsakar málið en ekki er enn ljóst hverjir árásarmennirnir voru og hvort þeir eða einhver annar skipulagði árásina. Áfall og svo fjölmiðlastormur strax í kjölfarið Hamraoui segir eitt að hafa orðið fyrir hrottalegri árás og annað að þurfa að þola fjölmiðlasirkusinn sem fylgdi. „Ég var algjörlega týnd, ringluð og í áfalli yfir því sem gerðist. Það tók mig nokkra daga að komast aftur upp á yfirborðið en það fylgdu tvöfalt fleiri vandamál. Rétt eftir svona mikið áfall lenti ég í fjölmiðlastorminum sem fylgdi,“ segir Hamraoui en fjölmiðlar hafa fjallað mikið um málið. Í fyrstu virtist grunur beinast að Diallo en hún er keppinautur Hamraoui um stöðu á miðjunni hjá PSG. Diallo var haldið í gæsluvarðhaldi í 35 klukkustundir en hún svo látin laus án ákæru. Hamraoui sagðist í viðtalinu ekki hafa neinn áhuga á að taka þátt í „dómstól fjölmiðlanna“, þegar hún var spurð um stirt samband sitt við Diallo. „Það eina sem er öruggt er að ég er fórnarlamb hræðilegrar árásar,“ sagði Hamraoui. Síðar kom svo í ljós að SIM-kort í síma Hamraoui væri skráð á Barcelona-stjörnuna Eric Abidal, sem var íþróttastjóri hjá Barcelona árin 2018-2020 þegar Hamraoui lék með kvennaliði félagsins. Hayet, eiginkona Abidals, gaf svo út yfirlýsingu þar sem sagði að Abidal hefði viðurkennt að hafa haldið framhjá henni með Hamraoui og að skilnaðarferli væri hafið. Hamraoui þvertók hins vegar fyrir að samband hennar við Abidal hefði nokkuð að gera með árásina. Í síðasta mánuði greindi L‘Equipe frá því að maður hefði verið handtekinn og færður í gæsluvarðhald vegna rannsóknarinnar á árásinni. Franski boltinn Fótbolti Árásin á Kheiru Hamraoui Mest lesið Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Enski boltinn UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Sport Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Enski boltinn Er ekki loksins kominn tími á það að við vinnum Danina? Fótbolti Fleiri fréttir Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjáðu stelpurnar taka yfir N1 mótið á Akureyri Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Er ekki loksins kominn tími á það að við vinnum Danina? Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Sjá meira
Hamraoui hefur nú í fyrsta sinn tjáð sig opinberlega um árásina en það gerir hún í viðtali við franska miðilinn L‘Equipe í dag. Þar kveðst hún hafa óttast um líf sitt. Þessi 32 ára miðjumaður PSG og franska landsliðsins, sem þó var reyndar ekki valin í EM-hóp Frakka sem mætir Íslandi í Englandi í næsta sumar, varð fyrir árásinni 4. nóvember. Hún var þá á leið í bíl liðsfélaga síns, Aminata Diallo, eftir að lið PSG hafði snætt kvöldverð saman. „Ég varð fyrir ótrúlegu ofbeldi. Tveir hettuklæddir, ókunnugir menn tóku mig út úr bílnum til þess að lemja mig í fæturna með járnrörum. Þetta kvöld þá hélt ég að ég myndi bara liggja þarna eftir… Ég öskraði af sársauka. Ég reyndi að verja mig eins mikið og ég gat. Þetta er mjög sársaukafull minning,“ sagði Hamraoui. Lögregla rannsakar málið en ekki er enn ljóst hverjir árásarmennirnir voru og hvort þeir eða einhver annar skipulagði árásina. Áfall og svo fjölmiðlastormur strax í kjölfarið Hamraoui segir eitt að hafa orðið fyrir hrottalegri árás og annað að þurfa að þola fjölmiðlasirkusinn sem fylgdi. „Ég var algjörlega týnd, ringluð og í áfalli yfir því sem gerðist. Það tók mig nokkra daga að komast aftur upp á yfirborðið en það fylgdu tvöfalt fleiri vandamál. Rétt eftir svona mikið áfall lenti ég í fjölmiðlastorminum sem fylgdi,“ segir Hamraoui en fjölmiðlar hafa fjallað mikið um málið. Í fyrstu virtist grunur beinast að Diallo en hún er keppinautur Hamraoui um stöðu á miðjunni hjá PSG. Diallo var haldið í gæsluvarðhaldi í 35 klukkustundir en hún svo látin laus án ákæru. Hamraoui sagðist í viðtalinu ekki hafa neinn áhuga á að taka þátt í „dómstól fjölmiðlanna“, þegar hún var spurð um stirt samband sitt við Diallo. „Það eina sem er öruggt er að ég er fórnarlamb hræðilegrar árásar,“ sagði Hamraoui. Síðar kom svo í ljós að SIM-kort í síma Hamraoui væri skráð á Barcelona-stjörnuna Eric Abidal, sem var íþróttastjóri hjá Barcelona árin 2018-2020 þegar Hamraoui lék með kvennaliði félagsins. Hayet, eiginkona Abidals, gaf svo út yfirlýsingu þar sem sagði að Abidal hefði viðurkennt að hafa haldið framhjá henni með Hamraoui og að skilnaðarferli væri hafið. Hamraoui þvertók hins vegar fyrir að samband hennar við Abidal hefði nokkuð að gera með árásina. Í síðasta mánuði greindi L‘Equipe frá því að maður hefði verið handtekinn og færður í gæsluvarðhald vegna rannsóknarinnar á árásinni.
Franski boltinn Fótbolti Árásin á Kheiru Hamraoui Mest lesið Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Enski boltinn UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Sport Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Enski boltinn Er ekki loksins kominn tími á það að við vinnum Danina? Fótbolti Fleiri fréttir Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjáðu stelpurnar taka yfir N1 mótið á Akureyri Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Er ekki loksins kominn tími á það að við vinnum Danina? Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Sjá meira