Staðráðnir í að halda Eurovision í Úkraínu Ólafur Björn Sverrisson skrifar 18. júní 2022 14:21 Úkraínska hljómsveitin Kalush Orchestra sigruðu keppnina í ár. getty Úkraínsk yfirvöld fordæma ákvörðun Sambands evrópskra sjónvarpsstöðva að leyfa Úkraínumönnum ekki að halda Eurovision-söngvakeppnina á næsta ári. Í gær komust skipuleggjendur Eurovision-söngvakeppninnar að þeirri niðurstöðu að ekki væri hægt að tryggja öryggi keppninnar í Úkraínu, auk þess að landið uppfyllti ekki ströng skilyrði sambandsins til að halda keppnina. Þess í stað hafa skipuleggjendur beðið Breta um að halda keppnina í samstarfi við Úkraínumenn en Bretar áttu góðu gengi að fagna í keppninni í ár og enduðu í öðru sæti, aldrei þessu vant. Talsmenn BBC hafa tekið vel í þessa hugmynd, en ef svo færi að Bretar héldu keppnina yrði það í fyrsta sinn sem land í öðru sæti heldur keppnina ári síðar. Þessi áform Sambands evrópskra sjónvarpsstöðva hefur þó ekki fallið jafn vel í yfirvöld í Úkraínu sem krefjast þess að fá tækifæri til að halda keppnina. Boris Johnson vonast einnig til þess að keppnin verði haldin í Úkraínu. "Úkraínumenn unnu keppnina. Ég veit að við áttum frábært framlag og það væri gaman að halda keppnina hér í Bretlandi. En staðreyndin er sú að Úkraínumenn unnu og þeir eiga skilið að halda keppnina. Ég trúi því að þeir geti haldið keppnina og að þeir eigi að fá að halda hana,“ sagði Johnson í samtali við Sky. Oleksandr Tkachenko, menningarmálaráðherra Úkraínu vill að skipuleggjendur setjist við samningaborðið og ræði möguleikann á að halda keppnina í Úkraínu árið 2023. „Við krefjumst þess að þessi ákvörðun verði dregin til baka, því við teljum að við munum geta staðið við allar okkar skuldbindingar,“ sagði Tkachenko. Oleksandr Tkachenko, menningamálaráðhera Úkraínu.getty Eurovision Úkraína Bretland Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Eurovision fer ekki fram í Úkraínu og Bretar beðnir að hlaupa í skarðið Skipuleggjendur söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva hafa ákveðið að Úkraína geti ekki haldið keppnina sökum stríðsástands í landinu. Því hafa þeir beðið Bretland um að halda keppnina en framlag þeirra í ár endaði í öðru sæti. 17. júní 2022 10:58 Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Fleiri fréttir Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Sjá meira
Í gær komust skipuleggjendur Eurovision-söngvakeppninnar að þeirri niðurstöðu að ekki væri hægt að tryggja öryggi keppninnar í Úkraínu, auk þess að landið uppfyllti ekki ströng skilyrði sambandsins til að halda keppnina. Þess í stað hafa skipuleggjendur beðið Breta um að halda keppnina í samstarfi við Úkraínumenn en Bretar áttu góðu gengi að fagna í keppninni í ár og enduðu í öðru sæti, aldrei þessu vant. Talsmenn BBC hafa tekið vel í þessa hugmynd, en ef svo færi að Bretar héldu keppnina yrði það í fyrsta sinn sem land í öðru sæti heldur keppnina ári síðar. Þessi áform Sambands evrópskra sjónvarpsstöðva hefur þó ekki fallið jafn vel í yfirvöld í Úkraínu sem krefjast þess að fá tækifæri til að halda keppnina. Boris Johnson vonast einnig til þess að keppnin verði haldin í Úkraínu. "Úkraínumenn unnu keppnina. Ég veit að við áttum frábært framlag og það væri gaman að halda keppnina hér í Bretlandi. En staðreyndin er sú að Úkraínumenn unnu og þeir eiga skilið að halda keppnina. Ég trúi því að þeir geti haldið keppnina og að þeir eigi að fá að halda hana,“ sagði Johnson í samtali við Sky. Oleksandr Tkachenko, menningarmálaráðherra Úkraínu vill að skipuleggjendur setjist við samningaborðið og ræði möguleikann á að halda keppnina í Úkraínu árið 2023. „Við krefjumst þess að þessi ákvörðun verði dregin til baka, því við teljum að við munum geta staðið við allar okkar skuldbindingar,“ sagði Tkachenko. Oleksandr Tkachenko, menningamálaráðhera Úkraínu.getty
Eurovision Úkraína Bretland Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Eurovision fer ekki fram í Úkraínu og Bretar beðnir að hlaupa í skarðið Skipuleggjendur söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva hafa ákveðið að Úkraína geti ekki haldið keppnina sökum stríðsástands í landinu. Því hafa þeir beðið Bretland um að halda keppnina en framlag þeirra í ár endaði í öðru sæti. 17. júní 2022 10:58 Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Fleiri fréttir Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Sjá meira
Eurovision fer ekki fram í Úkraínu og Bretar beðnir að hlaupa í skarðið Skipuleggjendur söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva hafa ákveðið að Úkraína geti ekki haldið keppnina sökum stríðsástands í landinu. Því hafa þeir beðið Bretland um að halda keppnina en framlag þeirra í ár endaði í öðru sæti. 17. júní 2022 10:58