Búi sig undir að stríðið í Úkraínu geti staðið yfir í nokkur ár Eiður Þór Árnason skrifar 19. júní 2022 15:20 Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, og Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO. Samsett Vesturlönd þurfa að búa sig undir langvarandi stríðsátök í Úkraínu og halda áfram að styðja við stjórnvöld þar til að aftra frekari árásumVladimírs Pútín Rússlandsforseta. Þetta segja leiðtogar Bretlands og NATO. „Við megum ekki hætta stuðningi við Úkraínu. Jafnvel þó því fylgi mikill kostnaður, ekki einungis vegna hernaðarstuðnings, heldur einnig vegna hækkandi orku- og matvælaverðs,“ sagði Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO), í viðtali við þýska dagblaðið Bild am Sonntag en átökin hafa víða ýtt undir verðhækkanir og aukið hættuna á fæðuskorti. Hann bætti við að enginn vissi hversu lengi átökin muni vara en Vesturlönd þyrftu að búa sig undir „þann möguleika að þau geti staðið í fleiri ár.“ Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, tekur í sama streng og segir í grein í breska blaðinu Sunday Times að vestrænir bandamenn þurfi að herða sig upp fyrir langt stríð. Fjallað er um nýlegar yfirlýsingar þeirra í frétt CNN. Johnson heimsótti Kænugarð á föstudag og segir það hafa verið markmið Pútíns að ná Donbas-héröðunum í austurhluta Úkraínu á vald Rússa allt frá því að hersveitir þeirra gerðu sína fyrstu innrás í Úkraínu fyrir átta árum síðan. Tíminn verði að vinna með Úkraínumönnum Bæði Stoltenberg og Johnson leggja áherslu á að nauðsynlegt sé að afstýra frekari árásargirni Rússa. „Ef Pútín lærir það af þessu stríði að hann geti bara haldið áfram líkt og hann gerði eftir stríðið í Georgíu og hernámið á Krímskaga árið 2014, þá munum við öll gjalda fyrir það hærra verði,“ segir Stoltenberg í Bild am Sonntag. Johnson segir í grein sinni í dag að með því að veita Úkraínu styrkan stuðning til langs tíma væru Bretar og bandamenn þeirra ekki síður að auka eigið öruggi og verja heiminn frá „banvænum draumum Pútíns og þeim sem gætu reynt að leika þá eftir.“ „Tíminn er hér lykilþáttur. Allt mun hvíla á því hvort Úkraína geti styrkt getu sína til að verja landsvæði sitt hraðar en Rússland geti endurvakið árásargetu sína. Okkar verkefni er sjá til þess að tíminn vinni með Úkraínu.“ Innrás Rússa í Úkraínu Bretland NATO Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Fleiri fréttir Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki Sjá meira
„Við megum ekki hætta stuðningi við Úkraínu. Jafnvel þó því fylgi mikill kostnaður, ekki einungis vegna hernaðarstuðnings, heldur einnig vegna hækkandi orku- og matvælaverðs,“ sagði Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO), í viðtali við þýska dagblaðið Bild am Sonntag en átökin hafa víða ýtt undir verðhækkanir og aukið hættuna á fæðuskorti. Hann bætti við að enginn vissi hversu lengi átökin muni vara en Vesturlönd þyrftu að búa sig undir „þann möguleika að þau geti staðið í fleiri ár.“ Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, tekur í sama streng og segir í grein í breska blaðinu Sunday Times að vestrænir bandamenn þurfi að herða sig upp fyrir langt stríð. Fjallað er um nýlegar yfirlýsingar þeirra í frétt CNN. Johnson heimsótti Kænugarð á föstudag og segir það hafa verið markmið Pútíns að ná Donbas-héröðunum í austurhluta Úkraínu á vald Rússa allt frá því að hersveitir þeirra gerðu sína fyrstu innrás í Úkraínu fyrir átta árum síðan. Tíminn verði að vinna með Úkraínumönnum Bæði Stoltenberg og Johnson leggja áherslu á að nauðsynlegt sé að afstýra frekari árásargirni Rússa. „Ef Pútín lærir það af þessu stríði að hann geti bara haldið áfram líkt og hann gerði eftir stríðið í Georgíu og hernámið á Krímskaga árið 2014, þá munum við öll gjalda fyrir það hærra verði,“ segir Stoltenberg í Bild am Sonntag. Johnson segir í grein sinni í dag að með því að veita Úkraínu styrkan stuðning til langs tíma væru Bretar og bandamenn þeirra ekki síður að auka eigið öruggi og verja heiminn frá „banvænum draumum Pútíns og þeim sem gætu reynt að leika þá eftir.“ „Tíminn er hér lykilþáttur. Allt mun hvíla á því hvort Úkraína geti styrkt getu sína til að verja landsvæði sitt hraðar en Rússland geti endurvakið árásargetu sína. Okkar verkefni er sjá til þess að tíminn vinni með Úkraínu.“
Innrás Rússa í Úkraínu Bretland NATO Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Fleiri fréttir Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki Sjá meira