Fyrrverandi stórstjarna Barcelona og Inter Milan fékk 22 mánaða dóm Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. júní 2022 07:30 Samuel Eto'o vann fjölda titla með Barcelona áður en færði sig yfir til Inter Milan. Getty Images Samuel Eto'o, fyrrverandi sóknarmaður Barcelona, Inter Milan og mun fleiri liða, hefur verið dæmdur í 22 mánaða skilorðsbundið fangelsi. Eto'o játaði að hafa svikið 3,2 milljónir evra undan skatti er hann spilaði fyrir Barcelona. Hinn 41 árs gamli Samuel Eto'o spilaði fyrir Börsunga frá 2004 til 2009. Árin 2006 til 2009 fékk hann alls 3,8 milljónir evra greiddar fyrir svokallaðan ímyndarétt (e. image rights). Láðist honum að tilkynna það til skattayfirvalda þar í landi sem sóttu hann til saka, og unnu málið. Former Cameroon and Barcelona forward Samuel Eto'o pleads guilty to £3.2m tax fraud https://t.co/92dV6kQjpV— BBC News (World) (@BBCWorld) June 20, 2022 Það virðist einkar algengt að knattspyrnumenn á Spáni „gleymi“ að borga skatt af slíkum greiðslum. Hvort það sé þeim sjálfum að kenna eða endurskoðendum þeirra verður ósagt látið en Cristiano Ronaldo, Lionel Messi, Neymar og José Mourinho hafa allir lent í vandræðum hjá spænska skattinum vegna þessa á undanförnm árum. Eto'o kemur frá Kamerún og er í dag forseti knattspyrnusambands landsins. Hann var á Spáni um helgina þar sem hann var dæmdur í 22 mánaða skilorðsbundið fangelsi. Þá þarf hann að borga það sem hann skuldar ásamt sekt upp á 1,55 milljón evra. „Ég viðurkenni staðreyndirnar og mun borga það sem ég skulda. Ég vil þó að rétturinn viti að ég var aðeins barn á þessum tíma og gerði alltaf það sem fyrrum umboðsmaður minn, Jose Maria Mesalles, bað mig um á þeim tíma,“ sagði framherjinn fyrrverandi er dómur féll. Eto'o átti ótrúlegan feril og vann fjölda titla með Barcelona og Inter Milan frá 2004 til 2009, þar á meðal Meistaradeild Evrópu þrívegis. Á ferli sínum spilaði hann einnig með Real Madríd, Chelsea, Everton, í Rússlandi, Tyrklandi og Katar. Þá skoraði hann 56 mörk fyrir Kamerún í 118 leikjum. Fótbolti Skattar og tollar Spánn Spænski boltinn Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Fleiri fréttir Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Sjá meira
Hinn 41 árs gamli Samuel Eto'o spilaði fyrir Börsunga frá 2004 til 2009. Árin 2006 til 2009 fékk hann alls 3,8 milljónir evra greiddar fyrir svokallaðan ímyndarétt (e. image rights). Láðist honum að tilkynna það til skattayfirvalda þar í landi sem sóttu hann til saka, og unnu málið. Former Cameroon and Barcelona forward Samuel Eto'o pleads guilty to £3.2m tax fraud https://t.co/92dV6kQjpV— BBC News (World) (@BBCWorld) June 20, 2022 Það virðist einkar algengt að knattspyrnumenn á Spáni „gleymi“ að borga skatt af slíkum greiðslum. Hvort það sé þeim sjálfum að kenna eða endurskoðendum þeirra verður ósagt látið en Cristiano Ronaldo, Lionel Messi, Neymar og José Mourinho hafa allir lent í vandræðum hjá spænska skattinum vegna þessa á undanförnm árum. Eto'o kemur frá Kamerún og er í dag forseti knattspyrnusambands landsins. Hann var á Spáni um helgina þar sem hann var dæmdur í 22 mánaða skilorðsbundið fangelsi. Þá þarf hann að borga það sem hann skuldar ásamt sekt upp á 1,55 milljón evra. „Ég viðurkenni staðreyndirnar og mun borga það sem ég skulda. Ég vil þó að rétturinn viti að ég var aðeins barn á þessum tíma og gerði alltaf það sem fyrrum umboðsmaður minn, Jose Maria Mesalles, bað mig um á þeim tíma,“ sagði framherjinn fyrrverandi er dómur féll. Eto'o átti ótrúlegan feril og vann fjölda titla með Barcelona og Inter Milan frá 2004 til 2009, þar á meðal Meistaradeild Evrópu þrívegis. Á ferli sínum spilaði hann einnig með Real Madríd, Chelsea, Everton, í Rússlandi, Tyrklandi og Katar. Þá skoraði hann 56 mörk fyrir Kamerún í 118 leikjum.
Fótbolti Skattar og tollar Spánn Spænski boltinn Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Fleiri fréttir Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn