Rangt að leggja umræðuna upp að sveitarstjórar séu afætur á íslensku samfélagi Atli Ísleifsson skrifar 24. júní 2022 08:58 Aldís segir það alveg rétt að sveitarstjórar séu vel launaðir en að nauðsynlegt sé að horfa á málið í samhelgi við launasetningu í samfélaginu almennt. Vísir/Vilhelm Aldís Hafsteinsdóttir, sveitarstjóri Hrunamannahrepps og formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir að laun sveitarstjóra í landinu skeri sig ekki úr þegar litið er til launa stjórnenda í millistórum fyrirtækjum. Hún segir rangt að leggja umræðuna upp á þann veg að sveitarstjórar séu verklausir og afætur á íslensku samfélagi. Það sé alls ekki raunin. Aldís ræddi launamál sveitarstjóra í viðtali við umsjónarmenn Bítisins á Bylgjunni í morgun, en talsvert hefur verið fjallað um laun sveitarstjóra eftir nýafstaðnar sveitarstjórnarkosningar. Þannig hafa Píratar í Kópavogi harðlega gagnrýnt laun bæjarstjóra og sömu sögu er að segja af á Seltjarnarnesi þar sem minnihlutinn gagnrýnir laun bæjarstjórans. Aldís segir það alveg rétt að sveitarstjórar séu vel launaðir en að nauðsynlegt sé að horfa á málið í samhelgi við launasetningu í samfélaginu almennt. „Það var mjög fróðlegt til dæmis að lesa tekjublöðin sem voru gefin út síðasta haust og sjá hvernig stjórnendur almennt í fyrirtækjum, bönkum, tryggingarfélögum eru launasettir. Þá voru sveitarstjórar ekki að skera sig úr, nema síður sér. En við kvörtum ekki yfir laununum okkar. Þetta eru ágætis laun, góð laun. En það er mikilvægt að horfa til þess umhverfis sem sveitarstjórar starfa í. Þeir eru til dæmis oft yfirmenn hundruð starfsmanna, jafnvel þúsunda. Það er ekki þannig að sveitarstjórarnir séu verklausir. Mér finnst stundum þessi umræða vera þannig að sveitarstjórar séu bara afætur á íslensku samfélagi. Mér finnst rangt að leggja þetta upp þannig.“ Hlusta má á viðtalið við Aldísi í spilaranum að neðan. Aldís segir svo ekki vera að til sé einhver almennur taxti sem að sveitarstjórar og kjörnir fulltrúar ganga inn í. „Það er ekki þannig. Sveitarstjórnir hafa ekki með sér stéttarfélag, kannski vegna þess að þetta er fámenn stétt og það er öllum frjálst að semja við sína sveitarstjóra. Aftur á móti hefur Samband íslenskra sveitarfélaga gert kjarakönnun með reglubundnum hætti þar sem farið er yfir og óskað upplýsinga frá sveitarfélögum um það hvernig laun bæjar- og sveitarstjóra séu og eins kjörinna fulltrúa. Þessi könnun er birt á heimasíðu sambandsins. Ég held að langflestir, þegar þeir eru að launasetja sitt fólk í þessum stöðum, hafi hana til hliðsjónar.“ Sveitarstjórinn í vinninni allan sólarhringinn Aldís segir það vissulega rétt að sveitarstjórum séu greidd góð laun. „Það er vinsæl iðja Íslendinga að skoða laun í tekjublöðum sem eru gefin út einu sinni á ári. Þá hef ég tekið eftir, og sjálfsagt margir, að laun almennt í stjórnunarstöðum eru há. Og þá eru sveitarstjórar ekkert sérstaklega að skera sig úr þegar horft er til stjórnenda millistórra fyrirtækja til dæmis. Mér finnst mikilvægt í þessari umræðu allri að því sé haldið til haga að bæjar og sveitarstjórar eru kannski í sérstakri stöðu. Þeir eru ráðnir af bæjarstjórnum og flestir, og þá meina ég bæði sveitarstjórnirnar og íbúar allra sveitarfélaga, vilja að sveitarstjórinn sinn sé vakinn og sofinn yfir hagsmunum íbúa, fyrirtækja, hagsmunum sveitarfélagsins almennt, allan sólarhringinn. Við höfum öll fylgst með hvernig sveitarstjórar hafa sinnt starfi sínu þegar eitthvað bjátar á í sveitarfélögum. Það er er enginn sem virðir vinnutíma sveitarstjóra þegar til dæmis náttúruhamfarir ríða yfir eða einhver áföll verða í samfélögum eða annað slíkt. Þá er sveitarstjórinn í vinnunni allan sólarhringinn. Hann er í rauninni í vinnunni allan sólarhringinn þann tíma sem hann er ráðinn sveitarstjóri. Ég held að vinnuframlag sveitarstjóra er gríðarlega mikið, ekki síst í smærri sveitarfélögum. Það er alla vega ekkert minna í smærri sveitarfélögum heldur en þeim stóru, þó að íbúarnir séu færri, því verkefnin eru sama eðlis.“ Pólitísk gagnrýni Aldís bendir á ekki megi missa sjónar af því að oft sé gagnrýni á há laun sveitarstjóra afar pólitísk. „Þegar við erum að verða vitni af því að þetta eru til dæmis minnihlutar í sveitarfélögum sem hvað harðast gagnrýna launin sem kannski ætluðu sér sjálfir einmitt að vinna nýafstaðnar kosningar og jafnvel setjast í þennan sjálf. Þá hefði nú verið fróðlegt að vita hvort þeir hafi ætlað sér að launa sér með allt öðrum hætti heldur en alls staðar annars staðar er gert,“ segir Aldís. Sveitarstjórnarmál Kjaramál Bítið Sveitarstjórnarkosningar 2022 Tengdar fréttir Segir leitun að viðlíka ráðningarsamningi Ásdís Kristjánsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins, var ráðin bæjarstjóri Kópavogs á fyrsta fundi nýrrar bæjarstjórnar í gær. Bæjarfulltrúi minnihlutans gagnrýnir ráðningarsamning bæjarstjóra og segir leitun að viðlíka samningi. 15. júní 2022 13:48 Of há laun fyrir lítið bæjarfélag í fjárhagserfiðleikum Þór Sigurgeirsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins á Seltjarnarnesi, var ráðinn bæjarstjóri bæjarfélagsins á fundi bæjarstjórnar í gær. Fulltrúar minnihlutans telja laun bæjarstjórans, sem eru 1,8 milljónir á mánuði, alltof há fyrir jafnlítið bæjarfélag og lögðu til að launin yrðu lækkuð um 500 þúsund á mánuði. 23. júní 2022 14:20 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Fleiri fréttir Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Sjá meira
Aldís ræddi launamál sveitarstjóra í viðtali við umsjónarmenn Bítisins á Bylgjunni í morgun, en talsvert hefur verið fjallað um laun sveitarstjóra eftir nýafstaðnar sveitarstjórnarkosningar. Þannig hafa Píratar í Kópavogi harðlega gagnrýnt laun bæjarstjóra og sömu sögu er að segja af á Seltjarnarnesi þar sem minnihlutinn gagnrýnir laun bæjarstjórans. Aldís segir það alveg rétt að sveitarstjórar séu vel launaðir en að nauðsynlegt sé að horfa á málið í samhelgi við launasetningu í samfélaginu almennt. „Það var mjög fróðlegt til dæmis að lesa tekjublöðin sem voru gefin út síðasta haust og sjá hvernig stjórnendur almennt í fyrirtækjum, bönkum, tryggingarfélögum eru launasettir. Þá voru sveitarstjórar ekki að skera sig úr, nema síður sér. En við kvörtum ekki yfir laununum okkar. Þetta eru ágætis laun, góð laun. En það er mikilvægt að horfa til þess umhverfis sem sveitarstjórar starfa í. Þeir eru til dæmis oft yfirmenn hundruð starfsmanna, jafnvel þúsunda. Það er ekki þannig að sveitarstjórarnir séu verklausir. Mér finnst stundum þessi umræða vera þannig að sveitarstjórar séu bara afætur á íslensku samfélagi. Mér finnst rangt að leggja þetta upp þannig.“ Hlusta má á viðtalið við Aldísi í spilaranum að neðan. Aldís segir svo ekki vera að til sé einhver almennur taxti sem að sveitarstjórar og kjörnir fulltrúar ganga inn í. „Það er ekki þannig. Sveitarstjórnir hafa ekki með sér stéttarfélag, kannski vegna þess að þetta er fámenn stétt og það er öllum frjálst að semja við sína sveitarstjóra. Aftur á móti hefur Samband íslenskra sveitarfélaga gert kjarakönnun með reglubundnum hætti þar sem farið er yfir og óskað upplýsinga frá sveitarfélögum um það hvernig laun bæjar- og sveitarstjóra séu og eins kjörinna fulltrúa. Þessi könnun er birt á heimasíðu sambandsins. Ég held að langflestir, þegar þeir eru að launasetja sitt fólk í þessum stöðum, hafi hana til hliðsjónar.“ Sveitarstjórinn í vinninni allan sólarhringinn Aldís segir það vissulega rétt að sveitarstjórum séu greidd góð laun. „Það er vinsæl iðja Íslendinga að skoða laun í tekjublöðum sem eru gefin út einu sinni á ári. Þá hef ég tekið eftir, og sjálfsagt margir, að laun almennt í stjórnunarstöðum eru há. Og þá eru sveitarstjórar ekkert sérstaklega að skera sig úr þegar horft er til stjórnenda millistórra fyrirtækja til dæmis. Mér finnst mikilvægt í þessari umræðu allri að því sé haldið til haga að bæjar og sveitarstjórar eru kannski í sérstakri stöðu. Þeir eru ráðnir af bæjarstjórnum og flestir, og þá meina ég bæði sveitarstjórnirnar og íbúar allra sveitarfélaga, vilja að sveitarstjórinn sinn sé vakinn og sofinn yfir hagsmunum íbúa, fyrirtækja, hagsmunum sveitarfélagsins almennt, allan sólarhringinn. Við höfum öll fylgst með hvernig sveitarstjórar hafa sinnt starfi sínu þegar eitthvað bjátar á í sveitarfélögum. Það er er enginn sem virðir vinnutíma sveitarstjóra þegar til dæmis náttúruhamfarir ríða yfir eða einhver áföll verða í samfélögum eða annað slíkt. Þá er sveitarstjórinn í vinnunni allan sólarhringinn. Hann er í rauninni í vinnunni allan sólarhringinn þann tíma sem hann er ráðinn sveitarstjóri. Ég held að vinnuframlag sveitarstjóra er gríðarlega mikið, ekki síst í smærri sveitarfélögum. Það er alla vega ekkert minna í smærri sveitarfélögum heldur en þeim stóru, þó að íbúarnir séu færri, því verkefnin eru sama eðlis.“ Pólitísk gagnrýni Aldís bendir á ekki megi missa sjónar af því að oft sé gagnrýni á há laun sveitarstjóra afar pólitísk. „Þegar við erum að verða vitni af því að þetta eru til dæmis minnihlutar í sveitarfélögum sem hvað harðast gagnrýna launin sem kannski ætluðu sér sjálfir einmitt að vinna nýafstaðnar kosningar og jafnvel setjast í þennan sjálf. Þá hefði nú verið fróðlegt að vita hvort þeir hafi ætlað sér að launa sér með allt öðrum hætti heldur en alls staðar annars staðar er gert,“ segir Aldís.
Sveitarstjórnarmál Kjaramál Bítið Sveitarstjórnarkosningar 2022 Tengdar fréttir Segir leitun að viðlíka ráðningarsamningi Ásdís Kristjánsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins, var ráðin bæjarstjóri Kópavogs á fyrsta fundi nýrrar bæjarstjórnar í gær. Bæjarfulltrúi minnihlutans gagnrýnir ráðningarsamning bæjarstjóra og segir leitun að viðlíka samningi. 15. júní 2022 13:48 Of há laun fyrir lítið bæjarfélag í fjárhagserfiðleikum Þór Sigurgeirsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins á Seltjarnarnesi, var ráðinn bæjarstjóri bæjarfélagsins á fundi bæjarstjórnar í gær. Fulltrúar minnihlutans telja laun bæjarstjórans, sem eru 1,8 milljónir á mánuði, alltof há fyrir jafnlítið bæjarfélag og lögðu til að launin yrðu lækkuð um 500 þúsund á mánuði. 23. júní 2022 14:20 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Fleiri fréttir Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Sjá meira
Segir leitun að viðlíka ráðningarsamningi Ásdís Kristjánsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins, var ráðin bæjarstjóri Kópavogs á fyrsta fundi nýrrar bæjarstjórnar í gær. Bæjarfulltrúi minnihlutans gagnrýnir ráðningarsamning bæjarstjóra og segir leitun að viðlíka samningi. 15. júní 2022 13:48
Of há laun fyrir lítið bæjarfélag í fjárhagserfiðleikum Þór Sigurgeirsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins á Seltjarnarnesi, var ráðinn bæjarstjóri bæjarfélagsins á fundi bæjarstjórnar í gær. Fulltrúar minnihlutans telja laun bæjarstjórans, sem eru 1,8 milljónir á mánuði, alltof há fyrir jafnlítið bæjarfélag og lögðu til að launin yrðu lækkuð um 500 þúsund á mánuði. 23. júní 2022 14:20