Juul fær áfram að selja vörur sínar eftir dómsúrskurð Kjartan Kjartansson skrifar 25. júní 2022 11:17 Kona púar á rafrettu frá Juul. Rafrettuframleiðendur í Bandaríkjunum þurfa að geta sýnt fram á að að rafretturnar séu skárri fyrir lýðheilsu en hefðbundnar reykingar. AP/Craig Mitchelldyer Alríkisáfrýjunardómstóll stöðvaði tímabundið bann sem Matvæla- og lyfjastofnun Bandaríkjanna lagði á vörur rafrettuframleiðandans Juul. Stofnunin sagði fyrirtækið ekki hafa sýnt fram á að vörur þess gögnuðust lýðheilsu. Juul er stærsti framleiðandi rafretta í Bandaríkjunum. Fyrirtækið kærði bann Matvæla- og lyfjastofnunarinnar (FDA) og féllst áfrýjunardómstóllinn á að stöðva gildistöku bannsins á meðan dómstólar skera úr um lögmæti þess, að sögn AP-fréttastofunnar. Að öðrum kosti hefði fyrirtækið neyðst til þess að hætta framleiðslu og kalla inn vörur sínar af markaði. Rafrettuframleiðendur þurfa að gera sýnt fram á að vörur þeirra auki líkur á að fullorðnir reykingamenn hætti eða draga úr reykingum og að unglingar ánetjist þeim ekki. FDA taldi að Juul hefði ekki lagt fram fullnægjandi gögn um það. Markaðshlutdeild Juul hefur minnkað verulega upp á síðkastið þó að fyrirtækið sé enn stærst á bandaríska markaðinum. Fyrirtækið hefur verið sakað um að bera ábyrgð á gífurlegri útbreiðslu rafrettureykinga á meðal unglinga. Fyrir tveimur árum féllst Juul á að hætta auglýsingum og taka af markaði rafrettuvökva með ávaxta- og eftirréttabragði aftur að vörurnar urðu vinsælar á meðal gagnfræði- og framhaldsskólanema. Í millitíðinni takmarkaði FDA bragðtegundir fyrir rafrettur við tóbak og mentól. Rafrettur Bandaríkin Tengdar fréttir Stærsta rafrettuframleiðandanum skipað að taka vörur af markaði Rafrettuframleiðandanum Juul var skipað að fjarlægja vörur sínar af markaði í Bandaríkjunum í gær. Matvæla- og lyfjastofnun Bandaríkjanna (FDA) telur fyrirtækið ekki hafa sýnt fram á að vörur þess gagnist lýðheilsu. 24. júní 2022 10:19 Rafrettuframleiðandi borgar sig frá málsókn Bandaríski rafrettuframleiðandinn Juul hefur fallist á að greiða 40 milljónir dollara í dómsátt vegna málsóknar yfirvalda í Norður-Karólínu sem saka fyrirtækið um að stuðla að nikótínfíkn ungmenna. Fleiri slík mál eru í farvatninu. 29. júní 2021 15:48 Mest lesið Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google Viðskipti erlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Seðlabankinn breytir greiðslubyrðarhlutfallinu Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Viðskipti innlent Vara við listeríu í rifnu grísakjöti Neytendur Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Viðskipti innlent Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Viðskipti innlent Prada gengur frá kaupunum á Versace Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira
Juul er stærsti framleiðandi rafretta í Bandaríkjunum. Fyrirtækið kærði bann Matvæla- og lyfjastofnunarinnar (FDA) og féllst áfrýjunardómstóllinn á að stöðva gildistöku bannsins á meðan dómstólar skera úr um lögmæti þess, að sögn AP-fréttastofunnar. Að öðrum kosti hefði fyrirtækið neyðst til þess að hætta framleiðslu og kalla inn vörur sínar af markaði. Rafrettuframleiðendur þurfa að gera sýnt fram á að vörur þeirra auki líkur á að fullorðnir reykingamenn hætti eða draga úr reykingum og að unglingar ánetjist þeim ekki. FDA taldi að Juul hefði ekki lagt fram fullnægjandi gögn um það. Markaðshlutdeild Juul hefur minnkað verulega upp á síðkastið þó að fyrirtækið sé enn stærst á bandaríska markaðinum. Fyrirtækið hefur verið sakað um að bera ábyrgð á gífurlegri útbreiðslu rafrettureykinga á meðal unglinga. Fyrir tveimur árum féllst Juul á að hætta auglýsingum og taka af markaði rafrettuvökva með ávaxta- og eftirréttabragði aftur að vörurnar urðu vinsælar á meðal gagnfræði- og framhaldsskólanema. Í millitíðinni takmarkaði FDA bragðtegundir fyrir rafrettur við tóbak og mentól.
Rafrettur Bandaríkin Tengdar fréttir Stærsta rafrettuframleiðandanum skipað að taka vörur af markaði Rafrettuframleiðandanum Juul var skipað að fjarlægja vörur sínar af markaði í Bandaríkjunum í gær. Matvæla- og lyfjastofnun Bandaríkjanna (FDA) telur fyrirtækið ekki hafa sýnt fram á að vörur þess gagnist lýðheilsu. 24. júní 2022 10:19 Rafrettuframleiðandi borgar sig frá málsókn Bandaríski rafrettuframleiðandinn Juul hefur fallist á að greiða 40 milljónir dollara í dómsátt vegna málsóknar yfirvalda í Norður-Karólínu sem saka fyrirtækið um að stuðla að nikótínfíkn ungmenna. Fleiri slík mál eru í farvatninu. 29. júní 2021 15:48 Mest lesið Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google Viðskipti erlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Seðlabankinn breytir greiðslubyrðarhlutfallinu Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Viðskipti innlent Vara við listeríu í rifnu grísakjöti Neytendur Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Viðskipti innlent Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Viðskipti innlent Prada gengur frá kaupunum á Versace Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira
Stærsta rafrettuframleiðandanum skipað að taka vörur af markaði Rafrettuframleiðandanum Juul var skipað að fjarlægja vörur sínar af markaði í Bandaríkjunum í gær. Matvæla- og lyfjastofnun Bandaríkjanna (FDA) telur fyrirtækið ekki hafa sýnt fram á að vörur þess gagnist lýðheilsu. 24. júní 2022 10:19
Rafrettuframleiðandi borgar sig frá málsókn Bandaríski rafrettuframleiðandinn Juul hefur fallist á að greiða 40 milljónir dollara í dómsátt vegna málsóknar yfirvalda í Norður-Karólínu sem saka fyrirtækið um að stuðla að nikótínfíkn ungmenna. Fleiri slík mál eru í farvatninu. 29. júní 2021 15:48