Tyrkneskir fjölmiðlar greina frá þessu í morgun, en leiðtogafundur NATO hefst í spænsku höfuðborginni Madríd á morgun. Segir að ólíklegt sé þó að sættir náist á fundi þeirra Andersson, Niinistö og Erdogan hvað varðar afstöðu tyrkneskra stjórnvalda til aðildar Svía og Finna.
„Þátttaka á þessum fundi þýðir ekki að við hverfum frá fyrri afstöðu okkar,“ segir Ibrahim Kali, talsmaður Erdogans í samtali við Daily Sabah.
Tyrknesk stjórnvöld hafa farið fram á að sænsk og finnsk stjórnvöld lýsi yfir skýrri andstöðu við kúrdísku uppreisnarsveitina PKK ásamt sýrlenska-kúrdíska stjórnmálaflokknum YPG, en Tyrkir skilgreina samtökin sem hryðjuverkasamtök.
„Við höfum sagt að boltinn sé hjá þeim [Svíum og Finnum] núna,“ segir Kalin.
SVT segir frá því að Andersson og Erdogan hafi rætt saman í síma á laugardaginn, en Andersson lýsti fundinum sem „góðum“.
Öll aðildarríki NATO þurfa að samþykkja umsóknir ríkja til að þau geti gerst aðilar að bandalaginu. Leiðtogafundurinn í Madríd fer fram dagana 28. til 30. júní.