Körfuboltastjarna fór fyrir dómara í Rússlandi í dag Magnús Jochum Pálsson skrifar 27. júní 2022 14:17 Brittney Grine, körfuboltakonu og Ólympíuverðlaunahafa, fylgt inn í réttarsal í dag. AP/Alexander Zemlianichenko Bandaríska körfuboltakonan Brittney Griner fór fyrir dómara í undirbúningsyfirheyrslu í Rússlandi í dag. Griner var handtekinn fyrir rúmlega fjórum mánuðum á Sheremetyevo-flugvelli í Moskvu fyrir vörslu á kannabis þegar það fannst hassolía í rafrettu hennar. Griner gæti átt yfir höfði sér tíu ár í fangelsi verði hún sakfelld fyrir ásakanir um eiturlyfjasmygl. Dagsetning réttarhaldanna hefur enn ekki verið tilkynnt en tilkynningar er að vænta á næstunni. Þá verður Griner í gæsluvarðhaldi fram yfir 2. júlí að minnsta kosti. Undirbúningsyfirheyrslan í dag var haldin fyrir luktum í Khimki-úthverfi í Moskvu og tók á réttarfarslegum atriðum, segir í frétt AP um málið. Skipti milli Rússlands og Bandaríkjanna möguleg Handtaka Griner kom á afar óheppilegum tíma, aðeins viku fyrir innrás Rússa inn í Úkraínu. Það var ekki til að auka á þegar erfið samskipti milli ríkjanna tveggja. Griner var undrandi á svip þegar ljósmyndari náði mynd af henni á leið inn í réttarsalinn.AP/Alexander Zemlianichenko Stuðningsmenn Griner hafa talað fyrir skiptum á föngum, rétt eins og var gert í apríl þegar bandaríski hermaðurinn Trevor Reed var sendur aftur til Bandaríkjann í skiptum fyrir rússneskan flugmanninn Konstantin Yaroshenko. Rússneskir miðlar hafa ítrekað bent á þann möguleika að Griner verði skipt fyrir rússneska vopnasalann Viktor Bout sem gengur undir viðurnefninu „Sölumaður dauðans“ og var dæmdur til 25 ára fangelsisvistunar fyrir samsæri um að drepa bandaríska þegna og aðstoða hryjuverkasamtök. Einnig hefur sá möguleiki verið nefndur að henni verði skipt ásamt Paul Whelan, fyrrverandi sjóliða sem var dæmdur í 16 ára fangelsi fyrir njósnir, fyrir Bout. Í öllu falli verið fyrst að Griner sakfella Griner áður en henni verði mögulega skipt fyrir einhvern. Rússland Bandaríkin Körfubolti Mál Brittney Griner Tengdar fréttir Dúsir í rússnesku fangelsi fram yfir mánaðarmót Brittney Griner, ein skærasta stjarna WNBA-deildarinnar í Bandaríkjunum hefur verið í haldi rússneskra yfirvalda frá því í febrúar á þessu ári. Fjölmiðlar þar í landi hafa gefið út að hún verði það áfram, fram yfir mánaðarmót hið minnsta. 15. júní 2022 16:31 Rússar vilja skipta á körfuboltakonunni og Kaupmanni dauðans Ein besta körfuboltakona heims, Brittney Griner, er enn í haldi Rússa sem framlengdu gæsluvarðhald hennar um heilan mánuð fyrir helgi. 16. maí 2022 08:00 Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Fleiri fréttir Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Sjá meira
Griner gæti átt yfir höfði sér tíu ár í fangelsi verði hún sakfelld fyrir ásakanir um eiturlyfjasmygl. Dagsetning réttarhaldanna hefur enn ekki verið tilkynnt en tilkynningar er að vænta á næstunni. Þá verður Griner í gæsluvarðhaldi fram yfir 2. júlí að minnsta kosti. Undirbúningsyfirheyrslan í dag var haldin fyrir luktum í Khimki-úthverfi í Moskvu og tók á réttarfarslegum atriðum, segir í frétt AP um málið. Skipti milli Rússlands og Bandaríkjanna möguleg Handtaka Griner kom á afar óheppilegum tíma, aðeins viku fyrir innrás Rússa inn í Úkraínu. Það var ekki til að auka á þegar erfið samskipti milli ríkjanna tveggja. Griner var undrandi á svip þegar ljósmyndari náði mynd af henni á leið inn í réttarsalinn.AP/Alexander Zemlianichenko Stuðningsmenn Griner hafa talað fyrir skiptum á föngum, rétt eins og var gert í apríl þegar bandaríski hermaðurinn Trevor Reed var sendur aftur til Bandaríkjann í skiptum fyrir rússneskan flugmanninn Konstantin Yaroshenko. Rússneskir miðlar hafa ítrekað bent á þann möguleika að Griner verði skipt fyrir rússneska vopnasalann Viktor Bout sem gengur undir viðurnefninu „Sölumaður dauðans“ og var dæmdur til 25 ára fangelsisvistunar fyrir samsæri um að drepa bandaríska þegna og aðstoða hryjuverkasamtök. Einnig hefur sá möguleiki verið nefndur að henni verði skipt ásamt Paul Whelan, fyrrverandi sjóliða sem var dæmdur í 16 ára fangelsi fyrir njósnir, fyrir Bout. Í öllu falli verið fyrst að Griner sakfella Griner áður en henni verði mögulega skipt fyrir einhvern.
Rússland Bandaríkin Körfubolti Mál Brittney Griner Tengdar fréttir Dúsir í rússnesku fangelsi fram yfir mánaðarmót Brittney Griner, ein skærasta stjarna WNBA-deildarinnar í Bandaríkjunum hefur verið í haldi rússneskra yfirvalda frá því í febrúar á þessu ári. Fjölmiðlar þar í landi hafa gefið út að hún verði það áfram, fram yfir mánaðarmót hið minnsta. 15. júní 2022 16:31 Rússar vilja skipta á körfuboltakonunni og Kaupmanni dauðans Ein besta körfuboltakona heims, Brittney Griner, er enn í haldi Rússa sem framlengdu gæsluvarðhald hennar um heilan mánuð fyrir helgi. 16. maí 2022 08:00 Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Fleiri fréttir Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Sjá meira
Dúsir í rússnesku fangelsi fram yfir mánaðarmót Brittney Griner, ein skærasta stjarna WNBA-deildarinnar í Bandaríkjunum hefur verið í haldi rússneskra yfirvalda frá því í febrúar á þessu ári. Fjölmiðlar þar í landi hafa gefið út að hún verði það áfram, fram yfir mánaðarmót hið minnsta. 15. júní 2022 16:31
Rússar vilja skipta á körfuboltakonunni og Kaupmanni dauðans Ein besta körfuboltakona heims, Brittney Griner, er enn í haldi Rússa sem framlengdu gæsluvarðhald hennar um heilan mánuð fyrir helgi. 16. maí 2022 08:00