Bjargey kemur þeim sem á þurfa að halda til bjargar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. júní 2022 08:55 Ásmundur Einar Daðason barnamálaráðherra sagði við opnun meðferðarheimilisins að þetta hafi verið í fyrsta skipti sem hann hafi fengið að klippa borða í ráðherratíð sinni. Vísir/Tryggvi Bjargey, nýtt meðferðarheimili ætlað börnum og stúlkum, var formlega opnað í Eyjafjarðarsveit í gær. Meðferðin sem þar er veitt er lífspursmál fyrir þá sem á henni þurfa að halda að mati aðstandenda heimilisins. Heimilið er staðsett við Laugaland þar sem um árabil var rekið einkarekið meðferðarheimili fyrir stúlkur. Barna- og fjölskyldustofa hefur nú opnað nýtt ríkisrekið heimili í húsnæðinu. Engin starfsemi hefur verið í húsinu frá því á janúar á síðasta ári, þar til nú. „Hér koma stúlkur og kynsegin sem eru að sýna alvarlega andfélagslega hegðun og eiga þá annað hvort afbrota- eða neyslusögu eða eitthvað slíkt, alvarlega hegðunarörðugleika,“ segir Funi Sigurðsson, framkvæmdastjóri meðferðasviðs Barna- og fjölskyldustofu. Ásmundur Einar Daðason barnamálaráðherra fékk þann heiður að opna heimilið, sem fengið hefur nafnið Bjargey. „Markmið hér er að búa þessum krökkum sem koma hingað betra líf. Kynna þau í rauninni fyrir því sem gott er og vinna sértækt í þeirra vanda,“ segir Funi. Heimilið opnar nýja möguleika í meðferðarkerfinu fyrir ungmenni. „Þetta skiptir sköpum fyrir okkar meðferðarkerfi. Við höfum verið í mjög fábrotnu umhverfi þar sem við höfum haft Stuðla og Lækjarbakka. Þetta hefur bara verið of lítið. Þetta er alveg mjög kærkomin viðbót,“ segir Funi. Tvær stúlkur eru þegar fluttar inn, en pláss er fyrir fjögur til fimm ungmenni í einu. „Þetta er seinasta hálmstráið í okkar úrræðum hvað varðar börn. Þetta er langtímameðferð þannig að hér koma bara þeir sem virkilega þurfa á því að halda og þetta er held ég bara lífspursmál.“ Eyjafjarðarsveit Börn og uppeldi Meðferðarheimili Fíkn Heilbrigðismál Geðheilbrigði Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira
Heimilið er staðsett við Laugaland þar sem um árabil var rekið einkarekið meðferðarheimili fyrir stúlkur. Barna- og fjölskyldustofa hefur nú opnað nýtt ríkisrekið heimili í húsnæðinu. Engin starfsemi hefur verið í húsinu frá því á janúar á síðasta ári, þar til nú. „Hér koma stúlkur og kynsegin sem eru að sýna alvarlega andfélagslega hegðun og eiga þá annað hvort afbrota- eða neyslusögu eða eitthvað slíkt, alvarlega hegðunarörðugleika,“ segir Funi Sigurðsson, framkvæmdastjóri meðferðasviðs Barna- og fjölskyldustofu. Ásmundur Einar Daðason barnamálaráðherra fékk þann heiður að opna heimilið, sem fengið hefur nafnið Bjargey. „Markmið hér er að búa þessum krökkum sem koma hingað betra líf. Kynna þau í rauninni fyrir því sem gott er og vinna sértækt í þeirra vanda,“ segir Funi. Heimilið opnar nýja möguleika í meðferðarkerfinu fyrir ungmenni. „Þetta skiptir sköpum fyrir okkar meðferðarkerfi. Við höfum verið í mjög fábrotnu umhverfi þar sem við höfum haft Stuðla og Lækjarbakka. Þetta hefur bara verið of lítið. Þetta er alveg mjög kærkomin viðbót,“ segir Funi. Tvær stúlkur eru þegar fluttar inn, en pláss er fyrir fjögur til fimm ungmenni í einu. „Þetta er seinasta hálmstráið í okkar úrræðum hvað varðar börn. Þetta er langtímameðferð þannig að hér koma bara þeir sem virkilega þurfa á því að halda og þetta er held ég bara lífspursmál.“
Eyjafjarðarsveit Börn og uppeldi Meðferðarheimili Fíkn Heilbrigðismál Geðheilbrigði Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira