Gekk um vopnaður og tók í hurðarhúninn Vésteinn Örn Pétursson skrifar 4. júlí 2022 18:35 Líkt og sést á skjáskotinu heldur maðurinn á hníf. Skjáskot Íbúi á Flötunum í Garðabæ varð fyrir þeirri óþægilegu reynslu að vopnaður maður tók í útidyrahurðina á heimili hans á laugardagsmorgun. Myndband úr dyrabjöllu hússins sýnir manninn nálgast húsið með hníf í hendi, taka í hurðarhúninn og halda svo sína leið. Gunnsteinn Geirsson deildi myndbandi af atvikinu í Facebook-hópi Garðbæinga, til þess að vara við manninum, sem hélt bol sínum fyrir neðri hluta andlits síns. Ætla má að það hafi verið til að þekkjast síður á myndum eða upptöku. Í samtali við Vísi segir Gunnsteinn að óþægilegt hafi verið að sjá upptökuna. Hann hafi ekki verið vakandi þegar atvikið átti sér stað um klukkan sjö á laugardagsmorgun. „Kannski sem betur fer, þá hefði maður örugglega hlaupið í fangið á honum. Þetta er vel óþægilegt að sjá svona fyrir utan hjá sér. Maður hefur alveg lent í því að gleyma að læsa útidyrahurðinni áður en maður fer að sofa,“ segir Gunnsteinn. Hann segir ljóst að því gleymi hann ekki aftur í bráð. „Það verður gengið á allar hurðar fyrir svefninn.“ Lögreglan komin í málið Gunnsteinn hefur þegar tilkynnt málið til lögreglu. Þá segist hann hafa fengið ábendingu um hver gæti hafa verið að verki, en ekki sést greinilega í andlit mannsins á myndbandinu sem Gunnsteinn birti. „Ég er búinn að koma því öllu til lögreglunnar. Ég talaði við einn hjá þeim í dag og þeir ætluðu að skoða þetta eitthvað. Það er bara vonandi að fólk sjái þetta og passi sig,“ segir Gunnsteinn. Myndbandið úr dyrabjöllu Gunnsteins má sjá í spilaranum hér að ofan. Garðabær Lögreglumál Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sjá meira
Gunnsteinn Geirsson deildi myndbandi af atvikinu í Facebook-hópi Garðbæinga, til þess að vara við manninum, sem hélt bol sínum fyrir neðri hluta andlits síns. Ætla má að það hafi verið til að þekkjast síður á myndum eða upptöku. Í samtali við Vísi segir Gunnsteinn að óþægilegt hafi verið að sjá upptökuna. Hann hafi ekki verið vakandi þegar atvikið átti sér stað um klukkan sjö á laugardagsmorgun. „Kannski sem betur fer, þá hefði maður örugglega hlaupið í fangið á honum. Þetta er vel óþægilegt að sjá svona fyrir utan hjá sér. Maður hefur alveg lent í því að gleyma að læsa útidyrahurðinni áður en maður fer að sofa,“ segir Gunnsteinn. Hann segir ljóst að því gleymi hann ekki aftur í bráð. „Það verður gengið á allar hurðar fyrir svefninn.“ Lögreglan komin í málið Gunnsteinn hefur þegar tilkynnt málið til lögreglu. Þá segist hann hafa fengið ábendingu um hver gæti hafa verið að verki, en ekki sést greinilega í andlit mannsins á myndbandinu sem Gunnsteinn birti. „Ég er búinn að koma því öllu til lögreglunnar. Ég talaði við einn hjá þeim í dag og þeir ætluðu að skoða þetta eitthvað. Það er bara vonandi að fólk sjái þetta og passi sig,“ segir Gunnsteinn. Myndbandið úr dyrabjöllu Gunnsteins má sjá í spilaranum hér að ofan.
Garðabær Lögreglumál Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sjá meira