Inga Sæland segir sjávarútvegsráðherra gera mikla vinnu að engu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 9. júlí 2022 21:30 Inga Sæland er formaður Flokks fólksins. Vísir/Vilhelm Formaður Flokks fólksins segir áform sjávarútsvegráðherra um að leggja fram frumvarp um að taka upp svæðaskiptingu á kvóta strandveiða vera atlögu að sjávarbyggðum landsins. Með slíkri lagasetninga yrði vinna síðasta kjörtímabils að meira jafnvægi í sjávarútvegi gerð að engu. Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hyggst leggja fram frumvarp á Alþingi í haust um að taka upp svæðaskiptingu á kvóta strandveiða á ný. Frá þessu greindi Svandís í pistli í Morgunblaðinu á dögunum, og sagði það fyrirkomulag sem ríkt hefur frá árinu 2019 hafi mistekist, og sé farið að vinna gegn þeim byggðum sem því var ætlað að treysta. Þessu er formaður Flokks fólksins ósammála, og gagnrýnir áformin harðlega. „Hún er að gera að engu þá miklu vinnu sem að var lögð í það að reyna að koma á frekara jafnræði hringinn í kringum landið hvað lýtur að strandveiðunum,“ segir Inga Sæland, formaður Flokks fólksins. Inga var varaformaður atvinnuveganefndar á síðasta kjörtímabili en Lilja Rafney Magnúsdóttir, flokkssystir Svandísar, var formaður. Lilja, sem nú er varaþingmaður, hefur gagnrýnt sjávarútvegsráðherra vegna málsins. Inga segir að góð sátt hafi ríkt um núverandi fyrirkomulag, þegar því var komið á. „En eins og hún er að haga sér núna þá er hún bara að spóla þetta allt saman upp og gerir í engu ráðleggingar sinna flokkssystkina. Til dæmis eins og bæði Bjarna Jónssonar og svo ég tali nú ekki um Lilju Rafney Magnúsdóttur sem að var formaður atvinnuveganefndar og einmitt barðist mjög ötullega og í samstöðu allrar nefndarinnar meira og minna og jafnvel sjávarútvegsráðherra fyrrverandi Kristján Þór Júlíusson. Hann var vinveittari strandveiðum heldur en núverandi sjávarútvegsráðherra, virðist vera.“ Vinnubrögð sjávarútvegsráðherra lýsi vanvirðingu við þá vinnu sem fór í að koma á núverandi fyrirkomulagi. Áformin séu ekki byggð á rökum. „Við vitum það að stórútgerðarsérfræðingarnir þeir hafa nú gjarnan bara viljað nú gjarnan losna við þessar strandveiðar. Mér sýnist þeim ætla að takast það og hvort sem að þetta er ráðgjöf frá þeim eða hvaðan annars staðar þá er hún allaveganna ekki góð fyrir strandveiðarnar og brothættar byggðir í landinu, það er nokkuð ljóst.“ Sjávarútvegur Alþingi Flokkur fólksins Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Mótmæla áformum Svandísar um svæðaskiptingu Strandveiðifélag Íslands mótmæli harðlega þeirri ætlun Svandísar Svavarsdóttur, matvælaráðherra, að setja aftur á svæðakerfi í strandveiði. Félagið, sem stofnað var í mars, segir að ekki hafi fengist fundur með ráðherranum vegna anna en fundað hafi verið með aðstoðarmanni hennar og sérfræðingum ráðuneytisins um núverandi vertíð. 7. júlí 2022 20:28 Svandís eykur aflaheimildir til strandveiða um þúsund tonn Svandís Svavarsdóttir hefur aukið við aflaheimildir til strandveiða um rúm þúsund tonn. Strandveiðifélag Íslands finnst ekki nóg að gert og kalla eftir þrjú þúsund tonnum til að tryggja veiðar fram í ágúst. 7. júlí 2022 16:13 „Mikil afturför, vanhugsað og ég er ósátt við minn ráðherra“ Lilja Rafney Magnúsdóttir, varaþingmaður Vinstri grænna, gagnrýnir Svandísi Svavarsdóttur, matvælaráðherra, harðlega fyrir áætlanir um að taka upp svæðaskiptingu á kvóta strandveiða á ný. Lilja segir ákvörðunina vanhugsaða, hún feli í sér mikla afturför og að ráðherra ætti frekar að einbeita sér að því að „taka á þeim hlutum sem vitað er að þarf að bæta í kerfinu.“ 6. júlí 2022 13:48 Hyggst leggja fram frumvarp um svæðisskiptingu á kvóta strandveiða Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hyggst leggja fram frumvarp á Alþingi í haust um að taka upp svæðaskiptingu á kvóta strandveiða á ný. 6. júlí 2022 06:12 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Trump vann öll sveifluríkin Erlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Innlent Fleiri fréttir Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hyggst leggja fram frumvarp á Alþingi í haust um að taka upp svæðaskiptingu á kvóta strandveiða á ný. Frá þessu greindi Svandís í pistli í Morgunblaðinu á dögunum, og sagði það fyrirkomulag sem ríkt hefur frá árinu 2019 hafi mistekist, og sé farið að vinna gegn þeim byggðum sem því var ætlað að treysta. Þessu er formaður Flokks fólksins ósammála, og gagnrýnir áformin harðlega. „Hún er að gera að engu þá miklu vinnu sem að var lögð í það að reyna að koma á frekara jafnræði hringinn í kringum landið hvað lýtur að strandveiðunum,“ segir Inga Sæland, formaður Flokks fólksins. Inga var varaformaður atvinnuveganefndar á síðasta kjörtímabili en Lilja Rafney Magnúsdóttir, flokkssystir Svandísar, var formaður. Lilja, sem nú er varaþingmaður, hefur gagnrýnt sjávarútvegsráðherra vegna málsins. Inga segir að góð sátt hafi ríkt um núverandi fyrirkomulag, þegar því var komið á. „En eins og hún er að haga sér núna þá er hún bara að spóla þetta allt saman upp og gerir í engu ráðleggingar sinna flokkssystkina. Til dæmis eins og bæði Bjarna Jónssonar og svo ég tali nú ekki um Lilju Rafney Magnúsdóttur sem að var formaður atvinnuveganefndar og einmitt barðist mjög ötullega og í samstöðu allrar nefndarinnar meira og minna og jafnvel sjávarútvegsráðherra fyrrverandi Kristján Þór Júlíusson. Hann var vinveittari strandveiðum heldur en núverandi sjávarútvegsráðherra, virðist vera.“ Vinnubrögð sjávarútvegsráðherra lýsi vanvirðingu við þá vinnu sem fór í að koma á núverandi fyrirkomulagi. Áformin séu ekki byggð á rökum. „Við vitum það að stórútgerðarsérfræðingarnir þeir hafa nú gjarnan bara viljað nú gjarnan losna við þessar strandveiðar. Mér sýnist þeim ætla að takast það og hvort sem að þetta er ráðgjöf frá þeim eða hvaðan annars staðar þá er hún allaveganna ekki góð fyrir strandveiðarnar og brothættar byggðir í landinu, það er nokkuð ljóst.“
Sjávarútvegur Alþingi Flokkur fólksins Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Mótmæla áformum Svandísar um svæðaskiptingu Strandveiðifélag Íslands mótmæli harðlega þeirri ætlun Svandísar Svavarsdóttur, matvælaráðherra, að setja aftur á svæðakerfi í strandveiði. Félagið, sem stofnað var í mars, segir að ekki hafi fengist fundur með ráðherranum vegna anna en fundað hafi verið með aðstoðarmanni hennar og sérfræðingum ráðuneytisins um núverandi vertíð. 7. júlí 2022 20:28 Svandís eykur aflaheimildir til strandveiða um þúsund tonn Svandís Svavarsdóttir hefur aukið við aflaheimildir til strandveiða um rúm þúsund tonn. Strandveiðifélag Íslands finnst ekki nóg að gert og kalla eftir þrjú þúsund tonnum til að tryggja veiðar fram í ágúst. 7. júlí 2022 16:13 „Mikil afturför, vanhugsað og ég er ósátt við minn ráðherra“ Lilja Rafney Magnúsdóttir, varaþingmaður Vinstri grænna, gagnrýnir Svandísi Svavarsdóttur, matvælaráðherra, harðlega fyrir áætlanir um að taka upp svæðaskiptingu á kvóta strandveiða á ný. Lilja segir ákvörðunina vanhugsaða, hún feli í sér mikla afturför og að ráðherra ætti frekar að einbeita sér að því að „taka á þeim hlutum sem vitað er að þarf að bæta í kerfinu.“ 6. júlí 2022 13:48 Hyggst leggja fram frumvarp um svæðisskiptingu á kvóta strandveiða Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hyggst leggja fram frumvarp á Alþingi í haust um að taka upp svæðaskiptingu á kvóta strandveiða á ný. 6. júlí 2022 06:12 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Trump vann öll sveifluríkin Erlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Innlent Fleiri fréttir Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Sjá meira
Mótmæla áformum Svandísar um svæðaskiptingu Strandveiðifélag Íslands mótmæli harðlega þeirri ætlun Svandísar Svavarsdóttur, matvælaráðherra, að setja aftur á svæðakerfi í strandveiði. Félagið, sem stofnað var í mars, segir að ekki hafi fengist fundur með ráðherranum vegna anna en fundað hafi verið með aðstoðarmanni hennar og sérfræðingum ráðuneytisins um núverandi vertíð. 7. júlí 2022 20:28
Svandís eykur aflaheimildir til strandveiða um þúsund tonn Svandís Svavarsdóttir hefur aukið við aflaheimildir til strandveiða um rúm þúsund tonn. Strandveiðifélag Íslands finnst ekki nóg að gert og kalla eftir þrjú þúsund tonnum til að tryggja veiðar fram í ágúst. 7. júlí 2022 16:13
„Mikil afturför, vanhugsað og ég er ósátt við minn ráðherra“ Lilja Rafney Magnúsdóttir, varaþingmaður Vinstri grænna, gagnrýnir Svandísi Svavarsdóttur, matvælaráðherra, harðlega fyrir áætlanir um að taka upp svæðaskiptingu á kvóta strandveiða á ný. Lilja segir ákvörðunina vanhugsaða, hún feli í sér mikla afturför og að ráðherra ætti frekar að einbeita sér að því að „taka á þeim hlutum sem vitað er að þarf að bæta í kerfinu.“ 6. júlí 2022 13:48
Hyggst leggja fram frumvarp um svæðisskiptingu á kvóta strandveiða Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hyggst leggja fram frumvarp á Alþingi í haust um að taka upp svæðaskiptingu á kvóta strandveiða á ný. 6. júlí 2022 06:12