Að vera hinsegin Hrafnkell Karlsson skrifar 11. júlí 2022 12:00 Ég hef alltaf talið mér trú um að ég sé heppinn að búa á Íslandi. Miðað við mörg önnur lönd þá er það rétt, ég á meiri réttindi hér en í mörgum öðrum löndum, ég má gifta mig, vera í sambúð, ættleiða og eiga hamingjusamt líf, þrátt fyrir að vera hinsegin. Lagalega séð er Ísland á góðum stað en lagaleg réttindi eru yfirborðskennd ef samfélagið stendur ekki vörð um þau. Hvað varðar félagsleg viðhorf og fordóma í samfélaginu þá lítur út fyrir að myndin sé önnur og hafi því miður farið versnandi. Flest fólk hefur núna heyrt af nýju trendi þar sem einstaklingar og hópar veitast að hinsegin fólki með því að gelta á það. Þetta áreiti hefur þann eina tilgang að svipta hinsegin fólk mennsku sinni. Þann níunda júlí síðastliðin voru samkynja hjón að fagna brúðkaupsafmæli sínu þegar hópur karla tók að gelta á þá. Fullorðnir karlar á þrítugsaldri. Einn þeirra sagði síðan: „Það á að gelta á þessi helvíti.“ Þetta er ekki einsdæmi. Áreitið er orðið svo slæmt að hópar af hinsegin unglingum forðast að fara ein út úr húsi. Þessi sömu ungmenni fá þau komment að þau séu ekki einu sinni manneskjur fyrir það eina að vera sönn sjálfum sér og sýna með stolti hinseginleika sinn. Þeim er hrint aftur inn í skápinn. Maður myndi halda að þetta áreiti ætti sér einungis stað utan veggja skóla og börn fengju að vera örugg í skólunum en annað hefur komið í ljós. Það hryggði mig mjög þegar ég las yfir þessa tölfræði í skýrslunni Könnun á líðan hinsegin ungmenna í skólaumhverfi sem Samtökin ‘78 birtu. Ég óskaði, vonaðist eftir að þetta hefði breyst frá því að ég var sjálfur í skápnum fyrir um áratug síðan og orðfærið sem beint var gegn mér heyrði sögunni til. Ég vil renna aðeins yfir þessa tölfræði sem smá reality check eins og maður segir á góðri ensku: - Þriðjungur hinsegin nemenda greindi frá því að finna til óöryggis í skólanum síðasta árið vegna kynhneigðar sinnar. - Fimmtungur fann til óöryggis vegna kyntjáningar sinnar. - Næstum þriðjungur hinsegin nemenda (32,2%) hafði verið áreitt munnlega vegna kynhneigðar sinnar. - Fjórðungur hinsegin nemenda (25,9%) voru áreitt munnlega vegna kyntjáningar sinnar. - 12,6% hinsegin nemenda höfðu verið áreitt líkamlega vegna kynhneigðar sinnar. - 6,2% höfðu verið líkamlega áreitt vegna kyngervis síns og 5,3% vegna kyntjáningar sinnar. Þessi tölfræði ætti auðvitað að vera 0% í alla staði. Það er greinilega eitthvað sem virkar ekki ef þetta hefur haldið áfram og jafnvel versnað síðan ég var lítill skápahommi fyrir áratug síðan. Þessar sögur staðfesta að það er mikil vinna eftir, við sem erum hinsegin erum líka mennsk, við eigum skilið að vera elskuð, eigum skilið að geta labbað um göturnar án þess að vera munnlega og líkamlega áreitt. Við eigum skilið að vera sýnileg og stolt af okkur sjálfum eins og allt fólk á skilið að vera stolt af sér sama hvaða samfélagshópum það tilheyrir. Við eigum skilið að vera til. Höfundur er stoltur hinsegin Hafnfirðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hinsegin Mest lesið Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Sjá meira
Ég hef alltaf talið mér trú um að ég sé heppinn að búa á Íslandi. Miðað við mörg önnur lönd þá er það rétt, ég á meiri réttindi hér en í mörgum öðrum löndum, ég má gifta mig, vera í sambúð, ættleiða og eiga hamingjusamt líf, þrátt fyrir að vera hinsegin. Lagalega séð er Ísland á góðum stað en lagaleg réttindi eru yfirborðskennd ef samfélagið stendur ekki vörð um þau. Hvað varðar félagsleg viðhorf og fordóma í samfélaginu þá lítur út fyrir að myndin sé önnur og hafi því miður farið versnandi. Flest fólk hefur núna heyrt af nýju trendi þar sem einstaklingar og hópar veitast að hinsegin fólki með því að gelta á það. Þetta áreiti hefur þann eina tilgang að svipta hinsegin fólk mennsku sinni. Þann níunda júlí síðastliðin voru samkynja hjón að fagna brúðkaupsafmæli sínu þegar hópur karla tók að gelta á þá. Fullorðnir karlar á þrítugsaldri. Einn þeirra sagði síðan: „Það á að gelta á þessi helvíti.“ Þetta er ekki einsdæmi. Áreitið er orðið svo slæmt að hópar af hinsegin unglingum forðast að fara ein út úr húsi. Þessi sömu ungmenni fá þau komment að þau séu ekki einu sinni manneskjur fyrir það eina að vera sönn sjálfum sér og sýna með stolti hinseginleika sinn. Þeim er hrint aftur inn í skápinn. Maður myndi halda að þetta áreiti ætti sér einungis stað utan veggja skóla og börn fengju að vera örugg í skólunum en annað hefur komið í ljós. Það hryggði mig mjög þegar ég las yfir þessa tölfræði í skýrslunni Könnun á líðan hinsegin ungmenna í skólaumhverfi sem Samtökin ‘78 birtu. Ég óskaði, vonaðist eftir að þetta hefði breyst frá því að ég var sjálfur í skápnum fyrir um áratug síðan og orðfærið sem beint var gegn mér heyrði sögunni til. Ég vil renna aðeins yfir þessa tölfræði sem smá reality check eins og maður segir á góðri ensku: - Þriðjungur hinsegin nemenda greindi frá því að finna til óöryggis í skólanum síðasta árið vegna kynhneigðar sinnar. - Fimmtungur fann til óöryggis vegna kyntjáningar sinnar. - Næstum þriðjungur hinsegin nemenda (32,2%) hafði verið áreitt munnlega vegna kynhneigðar sinnar. - Fjórðungur hinsegin nemenda (25,9%) voru áreitt munnlega vegna kyntjáningar sinnar. - 12,6% hinsegin nemenda höfðu verið áreitt líkamlega vegna kynhneigðar sinnar. - 6,2% höfðu verið líkamlega áreitt vegna kyngervis síns og 5,3% vegna kyntjáningar sinnar. Þessi tölfræði ætti auðvitað að vera 0% í alla staði. Það er greinilega eitthvað sem virkar ekki ef þetta hefur haldið áfram og jafnvel versnað síðan ég var lítill skápahommi fyrir áratug síðan. Þessar sögur staðfesta að það er mikil vinna eftir, við sem erum hinsegin erum líka mennsk, við eigum skilið að vera elskuð, eigum skilið að geta labbað um göturnar án þess að vera munnlega og líkamlega áreitt. Við eigum skilið að vera sýnileg og stolt af okkur sjálfum eins og allt fólk á skilið að vera stolt af sér sama hvaða samfélagshópum það tilheyrir. Við eigum skilið að vera til. Höfundur er stoltur hinsegin Hafnfirðingur.
Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun