Vildi vera krúttlegur teppalistamaður en endaði sem stríðsljósmyndari Árni Sæberg skrifar 11. júlí 2022 14:31 Óskar Hallgrímsson hefur venjulega rætt við fjölmiðlafólk með aðstoð fjarfundabúnaðar en í morgun mætti hann í Bylgjuhljóðverið. Bylgjan Óskar Hallgrímsson segist lifa tvöföldu lífi, annars vegar búi hann til krúttleg teppalistaverk ásamt eiginkonu sinni og hins vegar sé hann ljósmyndari á stríðshrjáðu svæði. „Ég bara óvart endaði í þessu þessu stríði, ég ætlaði ekkert að vera þar. Ég ætlaði bara að vera krúttlegur teppalistamaður og taka af og til myndir. Síðan einhvern veginn ákvað Pútín að það væri eitthvað annað á dagskránni,“ segir Óskar í viðtali í Bítinu í morgun. Hann er orðinn mörgum landsmönnum að góðu kunnur en hann hefur undanfarna mánuði verið búsettur í Kænugarði og reglulega mætt í fjarviðtöl í fjölmiðlum vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Hann kom nýverið heim til Íslands og opnar ásamt eiginkonu sinni, Ma Riika, myndlistarsýninguna Ljómandi þægilegt í Gallery Port næstkomandi laugardag. Hann segir gríðarleg viðbrigði að koma til Íslands eftir að hafa verið í stríðsástandinu í Úkraínu. „Ég á pínu erfitt með að troða mér inn í þennan íslenska púls. Besta lýsingin á þessu er að taugarnar á mér eru rosalega strekktar. Miklu strekktari en ég hélt,“ segir hann. Óskar segist hafa haldið að Kænugarður væri orðinn eins og hann ætti að sér að vera eftir að Úkraínumenn náðu að hrekja Rússa frá borginni. Stríðið hafi verið fallið í bakgrunninn hjá sér. Eftir að hann hafi komið til Póllands hafi hann séð að lífið í Kænugarði hafi verið langt frá eðlilegu. Deginum ljósara að Rússar haldi áfram nema gripið verði inn í Óskar segir að sú athygli sem Úkraína hefur fengið frá því að innrás Rússa í landið hófst hafi bjargað lífi Úkraínu. Því séu Úkraínumenn þakklátir. Hann segir að þrátt fyrir að áhugi fjölmiðla færist hægt og rólega frá Úkraínu þýði það ekki að ráðamenn Vesturveldanna sjái ekki hvað muni gerast ef þeir minnka stuðning við Úkraínu. „Þeir sjá það alveg, ef við styrkjum ekki þessi landamæri þarna, ef við hjálpum ekki Úkraínu að sparka Rússum út, sem er verið að gera, Þetta er stærsta inngrip í sögunni frá öðrum þjóðum inn í aðra þjóð, að þeir munu bara halda áfram,“ segir hann. Þá segir Óskar að fólk í Úkraínu sé hætt að fylgjast með fjölmiðlum, það fylgist bara með því sem kemur frá stofnunum á borð við Nato og bresku leyniþjónustuna. Viðtalið við Óskar má sjá í heild sinni í spilaranum hér að neðan: Innrás Rússa í Úkraínu Bítið Íslendingar erlendis Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira
„Ég bara óvart endaði í þessu þessu stríði, ég ætlaði ekkert að vera þar. Ég ætlaði bara að vera krúttlegur teppalistamaður og taka af og til myndir. Síðan einhvern veginn ákvað Pútín að það væri eitthvað annað á dagskránni,“ segir Óskar í viðtali í Bítinu í morgun. Hann er orðinn mörgum landsmönnum að góðu kunnur en hann hefur undanfarna mánuði verið búsettur í Kænugarði og reglulega mætt í fjarviðtöl í fjölmiðlum vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Hann kom nýverið heim til Íslands og opnar ásamt eiginkonu sinni, Ma Riika, myndlistarsýninguna Ljómandi þægilegt í Gallery Port næstkomandi laugardag. Hann segir gríðarleg viðbrigði að koma til Íslands eftir að hafa verið í stríðsástandinu í Úkraínu. „Ég á pínu erfitt með að troða mér inn í þennan íslenska púls. Besta lýsingin á þessu er að taugarnar á mér eru rosalega strekktar. Miklu strekktari en ég hélt,“ segir hann. Óskar segist hafa haldið að Kænugarður væri orðinn eins og hann ætti að sér að vera eftir að Úkraínumenn náðu að hrekja Rússa frá borginni. Stríðið hafi verið fallið í bakgrunninn hjá sér. Eftir að hann hafi komið til Póllands hafi hann séð að lífið í Kænugarði hafi verið langt frá eðlilegu. Deginum ljósara að Rússar haldi áfram nema gripið verði inn í Óskar segir að sú athygli sem Úkraína hefur fengið frá því að innrás Rússa í landið hófst hafi bjargað lífi Úkraínu. Því séu Úkraínumenn þakklátir. Hann segir að þrátt fyrir að áhugi fjölmiðla færist hægt og rólega frá Úkraínu þýði það ekki að ráðamenn Vesturveldanna sjái ekki hvað muni gerast ef þeir minnka stuðning við Úkraínu. „Þeir sjá það alveg, ef við styrkjum ekki þessi landamæri þarna, ef við hjálpum ekki Úkraínu að sparka Rússum út, sem er verið að gera, Þetta er stærsta inngrip í sögunni frá öðrum þjóðum inn í aðra þjóð, að þeir munu bara halda áfram,“ segir hann. Þá segir Óskar að fólk í Úkraínu sé hætt að fylgjast með fjölmiðlum, það fylgist bara með því sem kemur frá stofnunum á borð við Nato og bresku leyniþjónustuna. Viðtalið við Óskar má sjá í heild sinni í spilaranum hér að neðan:
Innrás Rússa í Úkraínu Bítið Íslendingar erlendis Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira