35 þúsund nýjar íbúðir til að skapa jafnvægi á markaði Ólafur Björn Sverrisson skrifar 12. júlí 2022 14:23 Sigurður Ingi skrifaði undir rammasamninginn í dag. HMS Ríki og sveitarfélög ætla sér að byggja 35 þúsund nýjar íbúðir á næstu tíu árum og var ammasamningur um það markmið undirritaður í dag. Íbúðunum er ætlað að mæta fyrirsjáanlegri íbúðaþörf og skapa langþráð jafnvægi á húsnæðismarkaði. Í samningnum sammælast ríki og sveitarfélög um stefnu og markvissar aðgerðir til að tryggja uppbyggingu íbúða í samræmi við þörf ólíkra hópa. Í tilkynningu frá innviðaráðuneytinu segir að þetta sé í fyrsta sinn sem ríki og sveitarfélög gera með sér samkomulag um sameiginlega sýn á aðgerðir og umbætur á húsnæðismarkaði. Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, skrifaði undir samninginn ásamt Aldísi Hafsteinsdóttur, formanni Sambands íslenskra sveitarfélaga, og Hermanni Jónassyni, forstjóra Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar 30 prósent verði hagkvæmar íbúðir Sigurður segir eitt stærsta áherslumálið í sáttmála ríkisstjórnarinnar vera að ná jafnvægi á húsnæðismarkaði og koma í veg fyrir þær miklu sveiflur sem hafa einkennt markaðinn síðustu ár. „Afleiðingar þessara sveiflna eru meðal annars þær að kynslóðir fyrstu kaupenda eiga erfitt með að komast inn á húsnæðismarkað. Staðan kallar á samstillt átak og ég fagna því að ríki og sveitarfélög hafi nú náð saman um sameiginlega sýn á mikilvægustu verkefnin framundan“ Hann segir sérstaklega ánægjulegt að 30 prósent af heildaruppingu verði hagkvæmar íbúðir á viðráðanlegu verði og 5 prósent verði félagsleg húsnæðisúrræði til að bæta stöðu viðkvæmra hópa á markaðnum. Næsta skref samningar við ríkið Aldís Hafsteinsdóttir, formaður stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga tekur í sama streng. Næstu skref segir hún vera að sveitarfélögin geri sjálf samninga við ríkið á grundvelli rammasamningsins þar sem vænta má fjárstuðning frá ríkinu. Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, kynnir rammasamninginn á kynningarfundi hjá HMS í dag.hms „Sambandið mun styðja við þá samningsgerð og fylgja eftir í góðri samvinnu við HMS þeirri aðgerðaáætlun sem er hluti þessa rammasamnings,“ er haft eftir Aldísi. Hermann Jónasson, forstjóri Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar segir vandaða áætlanagerð og eftirfylgni með rauntímaupplýsingum forsendu þess að ná stöðugleika á húsnæðismarkaði. „Við hjá HMS hlökkum til að eiga í framhaldinu gott samstarf við sveitarfélögin um þetta mikilvæga mál sem snertir hvert heimili á landinu og allir geta tengt við með einum eða öðrum hætti.“ Húsnæðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Byggja þarf um 35 þúsund íbúðir á næstu tíu árum Starfshópur stjórnvalda um húsnæðismál kynnti í dag skýrslu um úrbætur á húsnæðismarkaði til að auka framboð og stuðla að stöðugleika, bæði til skamms og langs tíma. Hjá starfshópnum er mikil samstaða um mikilvægi þess að tryggja aukið framboð íbúða til að stuðla að stöðugleika á húsnæðismarkaði. 19. maí 2022 15:59 Nauðsynlegt að ríki og sveitarfélög spýti í lófana: „Þetta er ekki eitthvað sem gerist á núll einni“ Byggja þarf 35 þúsund íbúðir á næstu tíu árum til að stuðla að stöðugleika á húsnæðismarkaði að mati starfshóps Þjóðhagsráðs. Formaður hópsins segir taka tíma að skipuleggja og byggja og því þurfi að spýta í lófana. Bjartari tímar eru þó fram undan. 19. maí 2022 23:00 „Þetta lítur bara alveg skelfilega út“ Skelfileg staða blasir við á leigumarkaði að sögn formanns VR. Ísland er aftarlega á merinni þegar kemur að heilbrigðum húsnæðismarkaði og í málaflokknum er þörf á efndum, en ekki nefndum. 21. maí 2022 18:31 Vona að lífeyrissjóðirnir komi inn í félagið með fjármagn Verkalýðshreyfingin varar við ófremdarástandi á leigumarkaði og hefur komið á fót nýju leigufélagi til að bregðast við stöðunni. Vonir eru bundnar við að lífeyrissjóðirnir taki þátt og að áhersla verði lögð á langtímasjónarmið, líkt og á Norðurlöndunum. 23. maí 2022 22:26 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Fleiri fréttir Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu Sjá meira
Í samningnum sammælast ríki og sveitarfélög um stefnu og markvissar aðgerðir til að tryggja uppbyggingu íbúða í samræmi við þörf ólíkra hópa. Í tilkynningu frá innviðaráðuneytinu segir að þetta sé í fyrsta sinn sem ríki og sveitarfélög gera með sér samkomulag um sameiginlega sýn á aðgerðir og umbætur á húsnæðismarkaði. Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, skrifaði undir samninginn ásamt Aldísi Hafsteinsdóttur, formanni Sambands íslenskra sveitarfélaga, og Hermanni Jónassyni, forstjóra Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar 30 prósent verði hagkvæmar íbúðir Sigurður segir eitt stærsta áherslumálið í sáttmála ríkisstjórnarinnar vera að ná jafnvægi á húsnæðismarkaði og koma í veg fyrir þær miklu sveiflur sem hafa einkennt markaðinn síðustu ár. „Afleiðingar þessara sveiflna eru meðal annars þær að kynslóðir fyrstu kaupenda eiga erfitt með að komast inn á húsnæðismarkað. Staðan kallar á samstillt átak og ég fagna því að ríki og sveitarfélög hafi nú náð saman um sameiginlega sýn á mikilvægustu verkefnin framundan“ Hann segir sérstaklega ánægjulegt að 30 prósent af heildaruppingu verði hagkvæmar íbúðir á viðráðanlegu verði og 5 prósent verði félagsleg húsnæðisúrræði til að bæta stöðu viðkvæmra hópa á markaðnum. Næsta skref samningar við ríkið Aldís Hafsteinsdóttir, formaður stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga tekur í sama streng. Næstu skref segir hún vera að sveitarfélögin geri sjálf samninga við ríkið á grundvelli rammasamningsins þar sem vænta má fjárstuðning frá ríkinu. Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, kynnir rammasamninginn á kynningarfundi hjá HMS í dag.hms „Sambandið mun styðja við þá samningsgerð og fylgja eftir í góðri samvinnu við HMS þeirri aðgerðaáætlun sem er hluti þessa rammasamnings,“ er haft eftir Aldísi. Hermann Jónasson, forstjóri Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar segir vandaða áætlanagerð og eftirfylgni með rauntímaupplýsingum forsendu þess að ná stöðugleika á húsnæðismarkaði. „Við hjá HMS hlökkum til að eiga í framhaldinu gott samstarf við sveitarfélögin um þetta mikilvæga mál sem snertir hvert heimili á landinu og allir geta tengt við með einum eða öðrum hætti.“
Húsnæðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Byggja þarf um 35 þúsund íbúðir á næstu tíu árum Starfshópur stjórnvalda um húsnæðismál kynnti í dag skýrslu um úrbætur á húsnæðismarkaði til að auka framboð og stuðla að stöðugleika, bæði til skamms og langs tíma. Hjá starfshópnum er mikil samstaða um mikilvægi þess að tryggja aukið framboð íbúða til að stuðla að stöðugleika á húsnæðismarkaði. 19. maí 2022 15:59 Nauðsynlegt að ríki og sveitarfélög spýti í lófana: „Þetta er ekki eitthvað sem gerist á núll einni“ Byggja þarf 35 þúsund íbúðir á næstu tíu árum til að stuðla að stöðugleika á húsnæðismarkaði að mati starfshóps Þjóðhagsráðs. Formaður hópsins segir taka tíma að skipuleggja og byggja og því þurfi að spýta í lófana. Bjartari tímar eru þó fram undan. 19. maí 2022 23:00 „Þetta lítur bara alveg skelfilega út“ Skelfileg staða blasir við á leigumarkaði að sögn formanns VR. Ísland er aftarlega á merinni þegar kemur að heilbrigðum húsnæðismarkaði og í málaflokknum er þörf á efndum, en ekki nefndum. 21. maí 2022 18:31 Vona að lífeyrissjóðirnir komi inn í félagið með fjármagn Verkalýðshreyfingin varar við ófremdarástandi á leigumarkaði og hefur komið á fót nýju leigufélagi til að bregðast við stöðunni. Vonir eru bundnar við að lífeyrissjóðirnir taki þátt og að áhersla verði lögð á langtímasjónarmið, líkt og á Norðurlöndunum. 23. maí 2022 22:26 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Fleiri fréttir Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu Sjá meira
Byggja þarf um 35 þúsund íbúðir á næstu tíu árum Starfshópur stjórnvalda um húsnæðismál kynnti í dag skýrslu um úrbætur á húsnæðismarkaði til að auka framboð og stuðla að stöðugleika, bæði til skamms og langs tíma. Hjá starfshópnum er mikil samstaða um mikilvægi þess að tryggja aukið framboð íbúða til að stuðla að stöðugleika á húsnæðismarkaði. 19. maí 2022 15:59
Nauðsynlegt að ríki og sveitarfélög spýti í lófana: „Þetta er ekki eitthvað sem gerist á núll einni“ Byggja þarf 35 þúsund íbúðir á næstu tíu árum til að stuðla að stöðugleika á húsnæðismarkaði að mati starfshóps Þjóðhagsráðs. Formaður hópsins segir taka tíma að skipuleggja og byggja og því þurfi að spýta í lófana. Bjartari tímar eru þó fram undan. 19. maí 2022 23:00
„Þetta lítur bara alveg skelfilega út“ Skelfileg staða blasir við á leigumarkaði að sögn formanns VR. Ísland er aftarlega á merinni þegar kemur að heilbrigðum húsnæðismarkaði og í málaflokknum er þörf á efndum, en ekki nefndum. 21. maí 2022 18:31
Vona að lífeyrissjóðirnir komi inn í félagið með fjármagn Verkalýðshreyfingin varar við ófremdarástandi á leigumarkaði og hefur komið á fót nýju leigufélagi til að bregðast við stöðunni. Vonir eru bundnar við að lífeyrissjóðirnir taki þátt og að áhersla verði lögð á langtímasjónarmið, líkt og á Norðurlöndunum. 23. maí 2022 22:26
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?