Samherji á nú aðild að fimmtungi heildarkvótans Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 12. júlí 2022 19:00 Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja og stjórnarformaður Síldarvinnslunnar. Samherji á nú aðild að 20 prósent heildarkvóta í landinu. Samkvæmt lögum má ekki fara yfir 12 prósent. Vísir Með kaupum Síldarvinnslunnar á Vísi á Samherji aðild að fimmtungi heildarveiðiheimilda í landinu sem er verulega yfir lögbundnum viðmiðum. Forsætisráðherra hefur áhyggjur af samþjöppun í sjávarútvegi, tilfærslu veiðiheimilda og auðssöfnun fárra í greininni. Kaup Síldarvinnslunnar á Vísi hefur ekki í för með sér að sameinað fyrirtæki fari með of stóran hluta heildarkvótans í landinu samkvæmt upplýsingum frá Fiskistofu. Sameinuð fyrirtæki fara samanlagt með 11,62 prósent heildarkvótans en - hámarkið er tólf prósent. Samherji á 32,64 prósent hlut í Síldarvinnslunni og telst ekki tengdur aðili samkvæmt lögum um stjórn fiskveiða, samkvæmt upplýsingum frá Fiskistofu. Fyrirtækið fari því ekki yfir lögbundið hámark aflaheimilda með sameiningu Síldarvinnslunnar og Vísis. Ef Samherji teldist hins vegar tengdur aðili samkvæmt lögum á fyrirtækið samkvæmt upplýsingum frá Fiskistofu hins vegar aðild að tuttugu prósentum heildarkvótans sem er langt yfir lögbundnum viðmiðum sem eru tólf prósent. Samkvæmt lögum um stjórn fiskveiða er aðili ekki skilgreindur sem tengdur fyrr en hann á um og yfir fimmtíu prósent í fyrirtæki. Þá má samanlögð aflahlutdeild fiskiskipa í eigu einstakra aðila, einstaklinga eða lögaðila, eða í eigu tengdra aðila ekki nema meira en 12% af heildarverðmæti aflahlutdeildar allra tegunda sem sæta ákvörðun um leyfðan heildarafla samkvæmt lögum þessum og 5. gr. laga nr. 151/1996. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur áhyggjur af samþjöppun í sjávarútvegi. „Þetta er grundvallarástæðan fyrir því að svo margir eru ósáttir við kvótakerfið. Því að á sama tíma og við skilgreinum auðlindir hafsins sem þjóðareign, þá sjáum við samþjöppun í sjávarútvegi og gríðarlegan auð safnast á fárra manna hendur,“ segir Katrín. Hún segir að matvælaráðherra sé nú að fara yfir reglur um gjaldtöku, tilfærslu eigna, hámarksveiðiheimildir og hvernig tengdir aðilar eru skilgreindir í sjávarútvegi. Katrín segir að þótt henni hafi ekki tekist að koma auðlindarákvæði í stjórnarskránna á síðasta kjörtímabili sé baráttunni hvergi nærri lokið. „Ég myndi með gleði leggja slíkt ákvæði fram aftur og ég geri það mögulega síðar á þessu kjörtímabili en hins vegar þarf það ekki að standa í vegi fyrir því að við breytum lögunum um fiskveiðistjórnun þegar kemur að gjaldtöku og öðru slíku,“ segir Katrín. Samkeppniseftirlitið á eftir að meta hvort kaup Síldarvinnslunnar á Vísi samræmist lögum. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra ætlar að fylgjast með niðurstöðum þess. Hann segir að samþjöppun í sjávarútvegi hafi hins vegar yfirleitt verið til góða. „Þá hafa þær heilt yfir séð verið til þess fallnar að auka arðsemi veiðanna sem er mikilvægt fyrir þjóðarbúið í heild,“ segir Bjarni. Sjávarútvegur Akureyri Grindavík Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Síldarvinnslan Tengdar fréttir „Þetta er grundvallarástæðan fyrir því að svo margir eru ósáttir við kvótakerfið“ Forsætisráðherra hefur áhyggjur af samþjöppun í sjávarútvegi í ljósi kaupa Síldarvinnslunnar á Vísi í Grindavík. Kaupin sýni hvernig gríðarlegur auður getur safnast á fárra manna hendur vegna kerfis sem var búið til fyrir tugum ára. Fjármálaráðherra segir að sameiningar í sjávarútvegi hafi reynst þjóðarbúinu vel. 12. júlí 2022 13:01 Hafnar því að verið sé að koma kvóta milli kynslóða Forstjóri Síldarvinnslunnar er ánægður með kaup félagsins á Vísi. Fyrirtækið dansi á línunni í kvótaviðmiðum en þau muni aðlaga heimildir eftir þeim ramma sem þeim er sniðinn. Framkvæmdastjóri Vísis segir sameiningu fyrirtækjanna fela í sér eflingu starfseminnar og hafnar því að með sölunni sé verið að koma kvóta til næstu kynslóða. 11. júlí 2022 17:22 Hvert barn fær um 3,3 milljarða í sinn hlut fyrir Vísi Síldarvinnslan í Neskaupsstað hefur keypt allt hlutafé í sjávarútvegsfyrirtækinu Vísi í Grindavík. Kaupverðið er tuttugu milljarðar króna og yfirtekin lán ellefu milljarðar króna. Eigendur Vísis fá sex milljarða greitt í reiðufé og eignast átta prósenta hlut í Síldarvinnslunni 11. júlí 2022 13:17 Blendnar tilfinningar og gríðarlegir hagsmunir í húfi Forseti bæjarstjórnar Grindavíkurbæjar segist hafa blendnar tilfinningar um kaup Síldarvinnslunnar á sjávarútvegsfyrirtækinu Vísir. Alls starfa 230 íbúar Grindavíkur hjá fyrirtækinu. 11. júlí 2022 21:42 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Kaup Síldarvinnslunnar á Vísi hefur ekki í för með sér að sameinað fyrirtæki fari með of stóran hluta heildarkvótans í landinu samkvæmt upplýsingum frá Fiskistofu. Sameinuð fyrirtæki fara samanlagt með 11,62 prósent heildarkvótans en - hámarkið er tólf prósent. Samherji á 32,64 prósent hlut í Síldarvinnslunni og telst ekki tengdur aðili samkvæmt lögum um stjórn fiskveiða, samkvæmt upplýsingum frá Fiskistofu. Fyrirtækið fari því ekki yfir lögbundið hámark aflaheimilda með sameiningu Síldarvinnslunnar og Vísis. Ef Samherji teldist hins vegar tengdur aðili samkvæmt lögum á fyrirtækið samkvæmt upplýsingum frá Fiskistofu hins vegar aðild að tuttugu prósentum heildarkvótans sem er langt yfir lögbundnum viðmiðum sem eru tólf prósent. Samkvæmt lögum um stjórn fiskveiða er aðili ekki skilgreindur sem tengdur fyrr en hann á um og yfir fimmtíu prósent í fyrirtæki. Þá má samanlögð aflahlutdeild fiskiskipa í eigu einstakra aðila, einstaklinga eða lögaðila, eða í eigu tengdra aðila ekki nema meira en 12% af heildarverðmæti aflahlutdeildar allra tegunda sem sæta ákvörðun um leyfðan heildarafla samkvæmt lögum þessum og 5. gr. laga nr. 151/1996. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur áhyggjur af samþjöppun í sjávarútvegi. „Þetta er grundvallarástæðan fyrir því að svo margir eru ósáttir við kvótakerfið. Því að á sama tíma og við skilgreinum auðlindir hafsins sem þjóðareign, þá sjáum við samþjöppun í sjávarútvegi og gríðarlegan auð safnast á fárra manna hendur,“ segir Katrín. Hún segir að matvælaráðherra sé nú að fara yfir reglur um gjaldtöku, tilfærslu eigna, hámarksveiðiheimildir og hvernig tengdir aðilar eru skilgreindir í sjávarútvegi. Katrín segir að þótt henni hafi ekki tekist að koma auðlindarákvæði í stjórnarskránna á síðasta kjörtímabili sé baráttunni hvergi nærri lokið. „Ég myndi með gleði leggja slíkt ákvæði fram aftur og ég geri það mögulega síðar á þessu kjörtímabili en hins vegar þarf það ekki að standa í vegi fyrir því að við breytum lögunum um fiskveiðistjórnun þegar kemur að gjaldtöku og öðru slíku,“ segir Katrín. Samkeppniseftirlitið á eftir að meta hvort kaup Síldarvinnslunnar á Vísi samræmist lögum. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra ætlar að fylgjast með niðurstöðum þess. Hann segir að samþjöppun í sjávarútvegi hafi hins vegar yfirleitt verið til góða. „Þá hafa þær heilt yfir séð verið til þess fallnar að auka arðsemi veiðanna sem er mikilvægt fyrir þjóðarbúið í heild,“ segir Bjarni.
Þá má samanlögð aflahlutdeild fiskiskipa í eigu einstakra aðila, einstaklinga eða lögaðila, eða í eigu tengdra aðila ekki nema meira en 12% af heildarverðmæti aflahlutdeildar allra tegunda sem sæta ákvörðun um leyfðan heildarafla samkvæmt lögum þessum og 5. gr. laga nr. 151/1996.
Sjávarútvegur Akureyri Grindavík Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Síldarvinnslan Tengdar fréttir „Þetta er grundvallarástæðan fyrir því að svo margir eru ósáttir við kvótakerfið“ Forsætisráðherra hefur áhyggjur af samþjöppun í sjávarútvegi í ljósi kaupa Síldarvinnslunnar á Vísi í Grindavík. Kaupin sýni hvernig gríðarlegur auður getur safnast á fárra manna hendur vegna kerfis sem var búið til fyrir tugum ára. Fjármálaráðherra segir að sameiningar í sjávarútvegi hafi reynst þjóðarbúinu vel. 12. júlí 2022 13:01 Hafnar því að verið sé að koma kvóta milli kynslóða Forstjóri Síldarvinnslunnar er ánægður með kaup félagsins á Vísi. Fyrirtækið dansi á línunni í kvótaviðmiðum en þau muni aðlaga heimildir eftir þeim ramma sem þeim er sniðinn. Framkvæmdastjóri Vísis segir sameiningu fyrirtækjanna fela í sér eflingu starfseminnar og hafnar því að með sölunni sé verið að koma kvóta til næstu kynslóða. 11. júlí 2022 17:22 Hvert barn fær um 3,3 milljarða í sinn hlut fyrir Vísi Síldarvinnslan í Neskaupsstað hefur keypt allt hlutafé í sjávarútvegsfyrirtækinu Vísi í Grindavík. Kaupverðið er tuttugu milljarðar króna og yfirtekin lán ellefu milljarðar króna. Eigendur Vísis fá sex milljarða greitt í reiðufé og eignast átta prósenta hlut í Síldarvinnslunni 11. júlí 2022 13:17 Blendnar tilfinningar og gríðarlegir hagsmunir í húfi Forseti bæjarstjórnar Grindavíkurbæjar segist hafa blendnar tilfinningar um kaup Síldarvinnslunnar á sjávarútvegsfyrirtækinu Vísir. Alls starfa 230 íbúar Grindavíkur hjá fyrirtækinu. 11. júlí 2022 21:42 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
„Þetta er grundvallarástæðan fyrir því að svo margir eru ósáttir við kvótakerfið“ Forsætisráðherra hefur áhyggjur af samþjöppun í sjávarútvegi í ljósi kaupa Síldarvinnslunnar á Vísi í Grindavík. Kaupin sýni hvernig gríðarlegur auður getur safnast á fárra manna hendur vegna kerfis sem var búið til fyrir tugum ára. Fjármálaráðherra segir að sameiningar í sjávarútvegi hafi reynst þjóðarbúinu vel. 12. júlí 2022 13:01
Hafnar því að verið sé að koma kvóta milli kynslóða Forstjóri Síldarvinnslunnar er ánægður með kaup félagsins á Vísi. Fyrirtækið dansi á línunni í kvótaviðmiðum en þau muni aðlaga heimildir eftir þeim ramma sem þeim er sniðinn. Framkvæmdastjóri Vísis segir sameiningu fyrirtækjanna fela í sér eflingu starfseminnar og hafnar því að með sölunni sé verið að koma kvóta til næstu kynslóða. 11. júlí 2022 17:22
Hvert barn fær um 3,3 milljarða í sinn hlut fyrir Vísi Síldarvinnslan í Neskaupsstað hefur keypt allt hlutafé í sjávarútvegsfyrirtækinu Vísi í Grindavík. Kaupverðið er tuttugu milljarðar króna og yfirtekin lán ellefu milljarðar króna. Eigendur Vísis fá sex milljarða greitt í reiðufé og eignast átta prósenta hlut í Síldarvinnslunni 11. júlí 2022 13:17
Blendnar tilfinningar og gríðarlegir hagsmunir í húfi Forseti bæjarstjórnar Grindavíkurbæjar segist hafa blendnar tilfinningar um kaup Síldarvinnslunnar á sjávarútvegsfyrirtækinu Vísir. Alls starfa 230 íbúar Grindavíkur hjá fyrirtækinu. 11. júlí 2022 21:42
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent