Niðurskornar Íslandsdætur Einar Steinn Valgarðsson skrifar 12. júlí 2022 22:01 Árið 2020 kom út hjá Sölku falleg og vegleg bók til heiðurs íslenskum afrekskonum og brautryðjendum, sem nefnist Íslandsdætur. Textinn er eftir Nínu Björk Jónsdóttur og myndirnar eftir Auði Ýr Elísabetardóttur. Þótti fjölskyldu minni sérstaklega vænt um umfjöllunina þar um ömmu mína, Jórunni Viðar tónskáld. Það gladdi mig því í fyrstu í þegar ég sá nýverið í Pennanum Eymundsson að bókin væri komin út á ensku, einnig útgefin af Sölku. Það olli hins vegar nokkrum vonbrigðum að enska útgáfan er umtalsvert rýrari í roðinu og að umfjöllunin um Jórunni ömmu mína er til að mynda ekki í bókinni. Má þó segja að amma sé þar í góðum hóp, því það munar heilum 18 konum á bókunum. Konurnar sem sleppt var í ensku útgáfunni eru eftirfarandi: Halldóra Guðbrandsdóttir, Látra-Björg, Vilhelmína Lever, Þóra Melsteð, Júlíana Jónsdóttir, Torfhildur Hólm, Ólafía Jóhannsdóttir, Frú Stefanía, Auður Auðuns, Jórunn Viðar, Margrét Guðnadóttir, Erna Hjaltalín, Guðrún Helgadóttir, Sigríður Sigurðardóttir, Sigríður Ásdís Snævarr, Katrín Jakobsdóttir, Vala Flosadóttir og Vilborg Arna Gissurardóttir. Ástæðan fyrir þessari skerðingu þykir mér líklegust að sé að styttri útgáfa sé talin söluvænlegri. Það að íslenska útgáfan sé í harðspjaldi en sú enska ekki virðist líka styðja þá tilgátu. Engu að síður er þetta leitt að sjá. Hinir enskumælandi lesendur sitja uppi með rýrari bók, auk þess sem þetta er súrt í broti gagnvart öllum þeim góðu konum sem ekki fengu inni í ensku útgáfunni. Þess má svo geta að túristadeildin í Eymundsson er þegar með fjölda bóka sem eru mun þykkari og þyngri en þessi, og seljast þær þó ágætlega. Nú get ég vissulega ekki svarað fyrir erlenda ferðamenn, en hvað sjálfan mig varðar veit ég allavega að ef ég væri á ferðalagi og sæi áhugaverða bók, þá myndi ég síður vilja að hún væri skert í samanburði við frumútgáfuna, og kysi þá fremur meiri fróðleik en minni. Höfundur er bóksali og þýðandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bókmenntir Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Sjá meira
Árið 2020 kom út hjá Sölku falleg og vegleg bók til heiðurs íslenskum afrekskonum og brautryðjendum, sem nefnist Íslandsdætur. Textinn er eftir Nínu Björk Jónsdóttur og myndirnar eftir Auði Ýr Elísabetardóttur. Þótti fjölskyldu minni sérstaklega vænt um umfjöllunina þar um ömmu mína, Jórunni Viðar tónskáld. Það gladdi mig því í fyrstu í þegar ég sá nýverið í Pennanum Eymundsson að bókin væri komin út á ensku, einnig útgefin af Sölku. Það olli hins vegar nokkrum vonbrigðum að enska útgáfan er umtalsvert rýrari í roðinu og að umfjöllunin um Jórunni ömmu mína er til að mynda ekki í bókinni. Má þó segja að amma sé þar í góðum hóp, því það munar heilum 18 konum á bókunum. Konurnar sem sleppt var í ensku útgáfunni eru eftirfarandi: Halldóra Guðbrandsdóttir, Látra-Björg, Vilhelmína Lever, Þóra Melsteð, Júlíana Jónsdóttir, Torfhildur Hólm, Ólafía Jóhannsdóttir, Frú Stefanía, Auður Auðuns, Jórunn Viðar, Margrét Guðnadóttir, Erna Hjaltalín, Guðrún Helgadóttir, Sigríður Sigurðardóttir, Sigríður Ásdís Snævarr, Katrín Jakobsdóttir, Vala Flosadóttir og Vilborg Arna Gissurardóttir. Ástæðan fyrir þessari skerðingu þykir mér líklegust að sé að styttri útgáfa sé talin söluvænlegri. Það að íslenska útgáfan sé í harðspjaldi en sú enska ekki virðist líka styðja þá tilgátu. Engu að síður er þetta leitt að sjá. Hinir enskumælandi lesendur sitja uppi með rýrari bók, auk þess sem þetta er súrt í broti gagnvart öllum þeim góðu konum sem ekki fengu inni í ensku útgáfunni. Þess má svo geta að túristadeildin í Eymundsson er þegar með fjölda bóka sem eru mun þykkari og þyngri en þessi, og seljast þær þó ágætlega. Nú get ég vissulega ekki svarað fyrir erlenda ferðamenn, en hvað sjálfan mig varðar veit ég allavega að ef ég væri á ferðalagi og sæi áhugaverða bók, þá myndi ég síður vilja að hún væri skert í samanburði við frumútgáfuna, og kysi þá fremur meiri fróðleik en minni. Höfundur er bóksali og þýðandi.
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar