Öryggisvistun vegna alvarlegra líkamsárása á fangaverði og samfanga Ólafur Björn Sverrisson skrifar 13. júlí 2022 13:46 Líkamsárásirnar áttu sér stað í fangelsinu á Hólmsheiði. Vísir/Vilhelm Karlmaður á þrítugsaldri hefur verið gert að sæta áframhaldandi öryggisvistun vegna tveggja alvarlegra líkamsárása sem áttu sér stað í fangelsinu á Hólmsheiði í janúar síðastliðnum. Landsréttur staðfesti í dag úrskurð héraðsdóms þar sem manninum er gert að sæta áframhaldandi vistun á viðeigandi stofnun til föstudagsins 5. ágúst. Er maðurinn undir rökstuddum grun um að hafa ráðist á samfanga á Hólmsheiði, en samkvæmt málsgögnum komu fangaverðir að samfanganum bóðugum á gólfi fangaklefans og var blóð á gólfi og veggjum. Hlaut hann opið sár á vör og munnholi, sprungu á tönn og heilahristing. Í skýrslutökum lýsti brotaþoli því að maðurinn hafi komið inn í klefann þar sem hann lá í rúmi sínu, kýlt hann þremur höggum í andlit og yfirgefið svo klefann þegar fangeverðir kölluðu á hann. Alvarlegar líkamsárásir á tvo fangaverði Samkvæmt málsgögnum réðist maðurinn einnig á tvo fangaverði inni í klefa. „Annar fangavörður var fyrir utan klefann og fór inn í klefann er hann heyrði læti þaðan, sá hann hvar kærði lét höggin dynja á fangaverðinum sem lá meðvitundarlaus og blóðugur á gólfinu,“ segir í dómnum Fangavörðurinn reyndi að stöðva kærða sem réðist þá gegn honum og veitti honum ítrekuð högg. Meðal áverka sem annar fangavarðanna hlaut er brot á andlitsbeinum, nefbeinabrot, tognun á öxl, mar á höfði, í munni og á brjóstkassa. Hlaut hinn fangavörðurinn bólgu á enni, skurð og mar á augabrún, sár á höfði og bólgu á vör Maðurinn hefur alfarið neitað að tjá sig í yfirheyrslum hjá lögreglu en meðal málsgagna eru myndbönd úr öryggismyndavélum fangelsisins. Í dómnum kemur einnig fram að maðurinn hafi frá árinu 2017 hlotið sjö refsidóma og verið dæmdur samtals í 57 mánaða fangelsi fyrir margvísleg auðgunar-, umferðar-, fíkniefna-og vopnalagabrot auk skjalabrots, húsbrots, rangra sakargifta, eignaspjalla, nytjastuldar og ráns. Fangelsismál Dómsmál Lögreglumál Tengdar fréttir Fangaverðir með beinbrot og höfuðáverka eftir alvarlega líkamsárás Tveir fangaverðir í fangelsinu á Hólmsheiði urðu fyrir alvarlegri líkamsárás um síðustu helgi þegar fangi réðst að þeim. 19. janúar 2022 06:52 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Erlent Fleiri fréttir Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og bíður eftir fundi Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Sjá meira
Landsréttur staðfesti í dag úrskurð héraðsdóms þar sem manninum er gert að sæta áframhaldandi vistun á viðeigandi stofnun til föstudagsins 5. ágúst. Er maðurinn undir rökstuddum grun um að hafa ráðist á samfanga á Hólmsheiði, en samkvæmt málsgögnum komu fangaverðir að samfanganum bóðugum á gólfi fangaklefans og var blóð á gólfi og veggjum. Hlaut hann opið sár á vör og munnholi, sprungu á tönn og heilahristing. Í skýrslutökum lýsti brotaþoli því að maðurinn hafi komið inn í klefann þar sem hann lá í rúmi sínu, kýlt hann þremur höggum í andlit og yfirgefið svo klefann þegar fangeverðir kölluðu á hann. Alvarlegar líkamsárásir á tvo fangaverði Samkvæmt málsgögnum réðist maðurinn einnig á tvo fangaverði inni í klefa. „Annar fangavörður var fyrir utan klefann og fór inn í klefann er hann heyrði læti þaðan, sá hann hvar kærði lét höggin dynja á fangaverðinum sem lá meðvitundarlaus og blóðugur á gólfinu,“ segir í dómnum Fangavörðurinn reyndi að stöðva kærða sem réðist þá gegn honum og veitti honum ítrekuð högg. Meðal áverka sem annar fangavarðanna hlaut er brot á andlitsbeinum, nefbeinabrot, tognun á öxl, mar á höfði, í munni og á brjóstkassa. Hlaut hinn fangavörðurinn bólgu á enni, skurð og mar á augabrún, sár á höfði og bólgu á vör Maðurinn hefur alfarið neitað að tjá sig í yfirheyrslum hjá lögreglu en meðal málsgagna eru myndbönd úr öryggismyndavélum fangelsisins. Í dómnum kemur einnig fram að maðurinn hafi frá árinu 2017 hlotið sjö refsidóma og verið dæmdur samtals í 57 mánaða fangelsi fyrir margvísleg auðgunar-, umferðar-, fíkniefna-og vopnalagabrot auk skjalabrots, húsbrots, rangra sakargifta, eignaspjalla, nytjastuldar og ráns.
Fangelsismál Dómsmál Lögreglumál Tengdar fréttir Fangaverðir með beinbrot og höfuðáverka eftir alvarlega líkamsárás Tveir fangaverðir í fangelsinu á Hólmsheiði urðu fyrir alvarlegri líkamsárás um síðustu helgi þegar fangi réðst að þeim. 19. janúar 2022 06:52 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Erlent Fleiri fréttir Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og bíður eftir fundi Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Sjá meira
Fangaverðir með beinbrot og höfuðáverka eftir alvarlega líkamsárás Tveir fangaverðir í fangelsinu á Hólmsheiði urðu fyrir alvarlegri líkamsárás um síðustu helgi þegar fangi réðst að þeim. 19. janúar 2022 06:52