Skemmdir unnar á sameign á stúdentagörðum Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 18. júlí 2022 11:32 Nauðsynlegt sé að huga að persónuvernd þegar uppsetning á öryggismyndavélum sé annars vegar. Myndin er samsett. Aðsent, Vísir/Hanna Andrésdóttir Arnar Kjartansson fyrrum íbúi á Stúdentagörðunum við Suðurgötu greinir á Twitter síðu sinni frá skemmdarverkum sem gerð hafa verið á sameign garðana. Heiður Anna Helgadóttir, þjónustustjóri Stúdentagarða segir málið vera í farvegi. Ekki er vitað hver er að verki en Arnar birtir myndir af hinum ýmsu skemmdum sem hafa verið unnar og óþægindum sem aðilinn hefur valdið. „Ég ætlaði varla að trúa því sem að kom næst. Aðilinn tók risastórt grjót, setti í eina af fjórum sameignarþvottavélina og setti hana af stað. Hún er núna ónýt. Aðilinn hætti ekki þar, hann tók allskyns heimilisáhöld og dagblöð, setti í aðra þvottavél með næstum heilum dúnk af þvottaefni nokkrum dögum seinna og stíflaði hana. Það er nú beðið eftir viðgerðum og hvort hún sé í lagi,“ segir Arnar á Twitter. Bjó á Suðurgötunni í Stúdentagörðunum. Er enn í fb grúppunni og það er allt í steik þarna. Það er eh fáviti sem er að leika sér að því að eyðileggja fyrir öðrum og sameignir byggingarinnar. 1/?— Arnar Liberalmálaráðherra (@arnar111) July 17, 2022 Heiður Anna segir að búið sé að læsa hjólageymslunni og þvottahúsinu svo enginn komist inn án þess að hafa lykil og unnið sé að því að koma upp öryggismyndavélum. „Ef það gengur ekki þá verðum við bara að setja vakt á húsið,“ segir Heiður. Íbúar hafi ítrekað beðið um öryggismyndavélar Í ummælum við færslu Arnars má sjá gagnrýni gagnvart öryggi á sameignum Stúdentagarðana en íbúar hafi ítrekað beðið um að settar yrðu upp myndavélar á lesstofu. Heiður segir könnun hafa verið gerða meðal íbúa hvað varðar uppsetningu öryggismyndavéla en hafi meirihluti ekki viljað það. Myndavélar séu í sameignum á ýmsum stöðum en ekki alls staðar. Aðspurð hvenær síðan sú könnun sé segir hún hana vera tveggja til þriggja ára gamla. „Það er alveg algjörlega mögulega kominn tími til að athuga málið aftur,“ segir Heiður. Hún bætir því við að nauðsynlegt sé að huga að persónuvernd þegar uppsetning á öryggismyndavélum sé annars vegar. Reykjavík Hagsmunir stúdenta Mest lesið Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Fleiri fréttir Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Sjá meira
Ekki er vitað hver er að verki en Arnar birtir myndir af hinum ýmsu skemmdum sem hafa verið unnar og óþægindum sem aðilinn hefur valdið. „Ég ætlaði varla að trúa því sem að kom næst. Aðilinn tók risastórt grjót, setti í eina af fjórum sameignarþvottavélina og setti hana af stað. Hún er núna ónýt. Aðilinn hætti ekki þar, hann tók allskyns heimilisáhöld og dagblöð, setti í aðra þvottavél með næstum heilum dúnk af þvottaefni nokkrum dögum seinna og stíflaði hana. Það er nú beðið eftir viðgerðum og hvort hún sé í lagi,“ segir Arnar á Twitter. Bjó á Suðurgötunni í Stúdentagörðunum. Er enn í fb grúppunni og það er allt í steik þarna. Það er eh fáviti sem er að leika sér að því að eyðileggja fyrir öðrum og sameignir byggingarinnar. 1/?— Arnar Liberalmálaráðherra (@arnar111) July 17, 2022 Heiður Anna segir að búið sé að læsa hjólageymslunni og þvottahúsinu svo enginn komist inn án þess að hafa lykil og unnið sé að því að koma upp öryggismyndavélum. „Ef það gengur ekki þá verðum við bara að setja vakt á húsið,“ segir Heiður. Íbúar hafi ítrekað beðið um öryggismyndavélar Í ummælum við færslu Arnars má sjá gagnrýni gagnvart öryggi á sameignum Stúdentagarðana en íbúar hafi ítrekað beðið um að settar yrðu upp myndavélar á lesstofu. Heiður segir könnun hafa verið gerða meðal íbúa hvað varðar uppsetningu öryggismyndavéla en hafi meirihluti ekki viljað það. Myndavélar séu í sameignum á ýmsum stöðum en ekki alls staðar. Aðspurð hvenær síðan sú könnun sé segir hún hana vera tveggja til þriggja ára gamla. „Það er alveg algjörlega mögulega kominn tími til að athuga málið aftur,“ segir Heiður. Hún bætir því við að nauðsynlegt sé að huga að persónuvernd þegar uppsetning á öryggismyndavélum sé annars vegar.
Reykjavík Hagsmunir stúdenta Mest lesið Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Fleiri fréttir Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Sjá meira