Úkraínuforseti sigurviss en Putin reynir að afla sér vina Heimir Már Pétursson skrifar 19. júlí 2022 12:07 Vladimir Putin forseti Rússlands ræðir við Ebrahim Raisi forseta Írans sem snýr baki í myndavélina í Teheran í dag. AP/GRIGORY SYSOYEV Putin Rússlandsforseti fundar með leiðtogum Írans og forseta Tyrklands í Teheran í dag í tilraun sinni til að afla sér bandamanna. Zelenskyy forseti Úkraínu segir hersveitir Úkraínu hafa náð að valda Rússum miklum skaða að undanförnu og það væri bara spurning um tíma hvenær fáni landsins blakti í öllum borgum og bæjum Úkraínu. Recep Tayyip Erdogan forseti Tyrklands kom til Teheran í morgun ásamt Vladimir Putin forseta Rússlands til þríhliða viðræðana við æðstu ráðemenn í Íran. Þótt ríkin þrjú eigi marga sameiginlega hagsmuni eru deiluefnin á milli þeirra þó mörg. Tyrkir og Íranir eru til að mynda á öndverðu meiði við Rússa varðandi Sýrland og Líbíu. Tyrkir hafa útvegað Úkraínumönnum dróna þótt þeir hafi ekki tekið þátt í refsiaðgerðum Vesturlanda gegn Rússlandi. Þá hafa Tyrkir reynt að miðla málum milli Rússa og Úkraínumanna til að mynda varðandi möguleika á útflutningi á korni frá Úkraínu. Það er Putin hins vegar mikilvægt að sýna að Rússar eigi enn einhverja vini. En þetta er fyrsta heimsókn Putins til annars ríkis ef frá eru taldar nýlegar heimsóknir hans til Tatjikistan og Turkmenistan, tveggja vinveittra fyrrverandi sovétlýðvelda sem eru hliðholl Rússum. Í daglegu ávarpi sínu til þjóðarinnar í gærkvöldi sagði Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu að hersveitum hans hefði tekist að valda Rússum miklu tjóni og endurheimta töluverð landsvæði af innrásarhernum. „Það reynist innrásarliðinu æ erfiðara að halda stöðu sinni á herteknu svæðunum. Við sækjum fram skref fyrir skref, truflum birgðaflutninga innrásarliðsins og finnum og tökum þá sem hafa gengið til liðs við Rússa úr umferð. Lokaniðurstaðan er augljós. Fáni Úkraínu mun mun blakta í öllum borgum og bæjum landsins. Þetta er bara tímaspursmál,“ sagði forsetinn. Hann ítrekaði mikilvægi þess að allir sem gætu gæfu löndum sínum á herteknum svæðum upplýsingar og andlegan stuðning. Hersveitum Úkraínu hefði tekist að frelsa 1.028 íbúasvæði en Rússar héldu enn um 2.600 herteknum. Allt væri gert til að koma upplýsingum til íbúa þeirra. „Þá er ég með mikilvægar fréttir varðandi Öryggisþjónustu landsins. Úttekt á starfsmönnum hennar stendur yfir. Nú þegar hefur verið ákveðið að leysa tuttugu og átta þeirra í ólíkum deildum frá störfum vegna ófullnægjandi vinnubragða,“ sagði Volodymyr Zelenskyy. Þeirra á meðal eru yfirmaður Öryggisþjónustunnar og ríkissaksóknari landsins. Innrás Rússa í Úkraínu Íran Úkraína Rússland Vladimír Pútín Tengdar fréttir Pútín sækir Raisi heim og fundar með Erdogan Vladimír Pútín Rússlandsforseti heimsækir Íran í dag í opinberri heimsókn sem ætlað er að dýpka tengslin við stjórnvöld í landinu en einnig stendur til að hitta Recep Tayyip Erdogan forseta Tyrklands í sömu ferð. 19. júlí 2022 06:50 Handtekinn af herlögreglu eftir að hafa ekki fengið leigubíl Valur Gunnarsson sagnfræðingur var handtekinn af herlögreglu í Odesa fyrir að vera á götum úti eftir að útgöngubann tók gildi í kvöld. Hann var á leið heim á hótel um klukkan 23, þegar útgöngubann tekur gildi, og fékk ekki leigubíl. 18. júlí 2022 23:06 Á sjöunda hundrað undir grun um landráð í Úkraínu Forseti Úkraínu segir rúmlega 650 mál gegn starfsmönnum saksóknara, Öryggisþjónustunnar og annarra stofnana vegna landráðs hafa verið skráð. Forsetinn rak ríkissaksóknara og yfirmann leyniþjónustunnar í gær vegna gruns um samstarf þeirra við rússneska innrásarliðið. Utanríkisráðherrar Evrópusambandsins funda í dag um hertar refsiaðgerðir gegn Rússum. 18. júlí 2022 13:30 Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Innlent Fleiri fréttir Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Sjá meira
Recep Tayyip Erdogan forseti Tyrklands kom til Teheran í morgun ásamt Vladimir Putin forseta Rússlands til þríhliða viðræðana við æðstu ráðemenn í Íran. Þótt ríkin þrjú eigi marga sameiginlega hagsmuni eru deiluefnin á milli þeirra þó mörg. Tyrkir og Íranir eru til að mynda á öndverðu meiði við Rússa varðandi Sýrland og Líbíu. Tyrkir hafa útvegað Úkraínumönnum dróna þótt þeir hafi ekki tekið þátt í refsiaðgerðum Vesturlanda gegn Rússlandi. Þá hafa Tyrkir reynt að miðla málum milli Rússa og Úkraínumanna til að mynda varðandi möguleika á útflutningi á korni frá Úkraínu. Það er Putin hins vegar mikilvægt að sýna að Rússar eigi enn einhverja vini. En þetta er fyrsta heimsókn Putins til annars ríkis ef frá eru taldar nýlegar heimsóknir hans til Tatjikistan og Turkmenistan, tveggja vinveittra fyrrverandi sovétlýðvelda sem eru hliðholl Rússum. Í daglegu ávarpi sínu til þjóðarinnar í gærkvöldi sagði Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu að hersveitum hans hefði tekist að valda Rússum miklu tjóni og endurheimta töluverð landsvæði af innrásarhernum. „Það reynist innrásarliðinu æ erfiðara að halda stöðu sinni á herteknu svæðunum. Við sækjum fram skref fyrir skref, truflum birgðaflutninga innrásarliðsins og finnum og tökum þá sem hafa gengið til liðs við Rússa úr umferð. Lokaniðurstaðan er augljós. Fáni Úkraínu mun mun blakta í öllum borgum og bæjum landsins. Þetta er bara tímaspursmál,“ sagði forsetinn. Hann ítrekaði mikilvægi þess að allir sem gætu gæfu löndum sínum á herteknum svæðum upplýsingar og andlegan stuðning. Hersveitum Úkraínu hefði tekist að frelsa 1.028 íbúasvæði en Rússar héldu enn um 2.600 herteknum. Allt væri gert til að koma upplýsingum til íbúa þeirra. „Þá er ég með mikilvægar fréttir varðandi Öryggisþjónustu landsins. Úttekt á starfsmönnum hennar stendur yfir. Nú þegar hefur verið ákveðið að leysa tuttugu og átta þeirra í ólíkum deildum frá störfum vegna ófullnægjandi vinnubragða,“ sagði Volodymyr Zelenskyy. Þeirra á meðal eru yfirmaður Öryggisþjónustunnar og ríkissaksóknari landsins.
Innrás Rússa í Úkraínu Íran Úkraína Rússland Vladimír Pútín Tengdar fréttir Pútín sækir Raisi heim og fundar með Erdogan Vladimír Pútín Rússlandsforseti heimsækir Íran í dag í opinberri heimsókn sem ætlað er að dýpka tengslin við stjórnvöld í landinu en einnig stendur til að hitta Recep Tayyip Erdogan forseta Tyrklands í sömu ferð. 19. júlí 2022 06:50 Handtekinn af herlögreglu eftir að hafa ekki fengið leigubíl Valur Gunnarsson sagnfræðingur var handtekinn af herlögreglu í Odesa fyrir að vera á götum úti eftir að útgöngubann tók gildi í kvöld. Hann var á leið heim á hótel um klukkan 23, þegar útgöngubann tekur gildi, og fékk ekki leigubíl. 18. júlí 2022 23:06 Á sjöunda hundrað undir grun um landráð í Úkraínu Forseti Úkraínu segir rúmlega 650 mál gegn starfsmönnum saksóknara, Öryggisþjónustunnar og annarra stofnana vegna landráðs hafa verið skráð. Forsetinn rak ríkissaksóknara og yfirmann leyniþjónustunnar í gær vegna gruns um samstarf þeirra við rússneska innrásarliðið. Utanríkisráðherrar Evrópusambandsins funda í dag um hertar refsiaðgerðir gegn Rússum. 18. júlí 2022 13:30 Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Innlent Fleiri fréttir Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Sjá meira
Pútín sækir Raisi heim og fundar með Erdogan Vladimír Pútín Rússlandsforseti heimsækir Íran í dag í opinberri heimsókn sem ætlað er að dýpka tengslin við stjórnvöld í landinu en einnig stendur til að hitta Recep Tayyip Erdogan forseta Tyrklands í sömu ferð. 19. júlí 2022 06:50
Handtekinn af herlögreglu eftir að hafa ekki fengið leigubíl Valur Gunnarsson sagnfræðingur var handtekinn af herlögreglu í Odesa fyrir að vera á götum úti eftir að útgöngubann tók gildi í kvöld. Hann var á leið heim á hótel um klukkan 23, þegar útgöngubann tekur gildi, og fékk ekki leigubíl. 18. júlí 2022 23:06
Á sjöunda hundrað undir grun um landráð í Úkraínu Forseti Úkraínu segir rúmlega 650 mál gegn starfsmönnum saksóknara, Öryggisþjónustunnar og annarra stofnana vegna landráðs hafa verið skráð. Forsetinn rak ríkissaksóknara og yfirmann leyniþjónustunnar í gær vegna gruns um samstarf þeirra við rússneska innrásarliðið. Utanríkisráðherrar Evrópusambandsins funda í dag um hertar refsiaðgerðir gegn Rússum. 18. júlí 2022 13:30