Sveitarstjóri Rangárþings ytra með 1,7 milljón króna á mánuði Magnús Jochum Pálsson skrifar 21. júlí 2022 16:49 Eggert Valur Guðmundsson, oddviti Rangárþings ytra, býður Jón G. Valgeirsson, nýjan sveitarstjóra, velkominn til starfa. Rangárþing ytra Byggðarráð Rangárþings ytra samþykkti ráðningarsamning við Jón G. Valgeirsson, nýjan sveitarstjóra, á mánudag. Föst heildarlaun Jóns munu vera 1,7 milljón króna á mánuði en auk þess fær hann farsíma, spjaldtölvu og fartölvu til eignar á kostnað sveitarfélagsins. Starf sveitarstjóra Rangárþings ytra var auglýst og bárust 25 umsóknir, þar af voru fimm dregnar til baka, en Hagvangur sá um ráðningarferlið í samráði við fullskipað byggðarráð. Þann 11. júlí tilkynnti sveitarfélagið svo ráðningu Jóns G. Valgeirssonar sem sveitarstjóra. Jón er menntaður lögfræðingur en hefur þar að auki töluverða reynslu af stjórnsýslu sveitarfélaga eftir að hafa verið sveitarstjóri Hrunamannahrepps undanfarin fimmtán ár og stýrt fjölda verkefna á vegum Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga. Nú á mánudag samþykkti Byggðarráð samhljóða ráðningarsamning við Jón en í fundargerð kemur fram að hann hefji störf 15. ágúst næstkomandi. Farsími, spjaldtölva og fartölva frá sveitarfélaginu Í ráðningarsamningi Jóns kemur fram að um sé að ræða fullt starf með hundrað prósent starfshlutfall og segir að sveitarstjóra sé „skylt að vinna þá yfirvinnu sem þörf krefur, hvort sem er utan dagvinnutíma virka daga eða um helgar.“ Föst heildarlaun Jóns G. Valgeirssonar eru 1,7 milljón króna í mánaðarlaun en þau eru reiknuð út frá launavísitölu. Launin taki breytingum á sex mánaða fresti miðað við vísitölubreytingar. Áður en Jón tók við sem sveitastjóri Rangárþings ytra var hann sveitarstjóri Hrunamannahrepps í fimmtán ár. Hér er hann með Halldóru Hjörleifsdóttur, oddvita Hrunamannahrepps, árið 2018.Vísir/Magnús Hlynur Þá segir í samningnum að ekki sé greidd sérstök yfirvinna ef sveitarstjóri þarf að vinna utan venjubundins vinnutíma eða helgidaga vegna ferðalaga eða sérstakra verkefna enda teljist það hluti af vinnu hans. Sérstakur ökutækjastyrkur er ekki nefndur í samningnum en þar segir að akstur sveitarstjóra sé greiddur samkvæmt akstursdagbók í hverjum mánuði. Þá fær sveitarstjóri einnig „til eignar farsíma, spjaldtölvu og fartölvu á kostnað sveitarfélagsins og greiðir sveitarfélagið kostnað við farsímanotkun.“ Undir liðnum „Önnur störf og ákvæði“ segir að sveitarstjóri skuli hafa fasta búsetu og lögheimil í Rangárþingi ytra á ráðningartíma enda „finnist fullnægjandi húsnæði fyrir sveitarstjóra og fjölskyldu hans.“ Stjórnsýsla Rangárþing ytra Kjaramál Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Erlent Fleiri fréttir Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Sjá meira
Starf sveitarstjóra Rangárþings ytra var auglýst og bárust 25 umsóknir, þar af voru fimm dregnar til baka, en Hagvangur sá um ráðningarferlið í samráði við fullskipað byggðarráð. Þann 11. júlí tilkynnti sveitarfélagið svo ráðningu Jóns G. Valgeirssonar sem sveitarstjóra. Jón er menntaður lögfræðingur en hefur þar að auki töluverða reynslu af stjórnsýslu sveitarfélaga eftir að hafa verið sveitarstjóri Hrunamannahrepps undanfarin fimmtán ár og stýrt fjölda verkefna á vegum Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga. Nú á mánudag samþykkti Byggðarráð samhljóða ráðningarsamning við Jón en í fundargerð kemur fram að hann hefji störf 15. ágúst næstkomandi. Farsími, spjaldtölva og fartölva frá sveitarfélaginu Í ráðningarsamningi Jóns kemur fram að um sé að ræða fullt starf með hundrað prósent starfshlutfall og segir að sveitarstjóra sé „skylt að vinna þá yfirvinnu sem þörf krefur, hvort sem er utan dagvinnutíma virka daga eða um helgar.“ Föst heildarlaun Jóns G. Valgeirssonar eru 1,7 milljón króna í mánaðarlaun en þau eru reiknuð út frá launavísitölu. Launin taki breytingum á sex mánaða fresti miðað við vísitölubreytingar. Áður en Jón tók við sem sveitastjóri Rangárþings ytra var hann sveitarstjóri Hrunamannahrepps í fimmtán ár. Hér er hann með Halldóru Hjörleifsdóttur, oddvita Hrunamannahrepps, árið 2018.Vísir/Magnús Hlynur Þá segir í samningnum að ekki sé greidd sérstök yfirvinna ef sveitarstjóri þarf að vinna utan venjubundins vinnutíma eða helgidaga vegna ferðalaga eða sérstakra verkefna enda teljist það hluti af vinnu hans. Sérstakur ökutækjastyrkur er ekki nefndur í samningnum en þar segir að akstur sveitarstjóra sé greiddur samkvæmt akstursdagbók í hverjum mánuði. Þá fær sveitarstjóri einnig „til eignar farsíma, spjaldtölvu og fartölvu á kostnað sveitarfélagsins og greiðir sveitarfélagið kostnað við farsímanotkun.“ Undir liðnum „Önnur störf og ákvæði“ segir að sveitarstjóri skuli hafa fasta búsetu og lögheimil í Rangárþingi ytra á ráðningartíma enda „finnist fullnægjandi húsnæði fyrir sveitarstjóra og fjölskyldu hans.“
Stjórnsýsla Rangárþing ytra Kjaramál Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Erlent Fleiri fréttir Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Sjá meira