Landgræðsla hagkvæmasta loftslagsaðgerðin Árni Sæberg skrifar 22. júlí 2022 07:16 Landrækt er hagkvæmasta loftslagsaðgerðin. Vísir/Arnar Í nýrri skýrslu Hagfræðistofnunar segir að landgræðsla og skógrækt séu tvær hagkvæmustu loftslagsaðgerðir sem íslensk stjórnvöld hafa ráðist í. Á hinn bóginn sé stuðningur við kaup á rafbílum langóhagkvæmasta aðgerðin. Skýrsla Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands var gerð að beiðni umhverfisráðuneytisins og var hagfræðingum stofnunarinnar falið að leggja mat á kostnað og ábata af aðgerðum stjórnvalda í loftslagsmálum sem kynntar voru um mitt ár 2020. Meta skyldi kostnað og ábata af 23 aðgerðum. Í skýrslunni er miðað við verð á losunarheimildum á markaði Evrópusambandsins undanfarin ár, en það hefur hækkað hratt. Fyrir komandi ár er stuðst við breskt mat á því hvert verðið þurfi að vera ef hitastig á jörðinni á ekki að hækka um meira en tvær gráður frá því sem var fyrir iðnbyltingu. „Sumar aðgerðir eru hagkvæmari en aðrar. Ná má meiri árangri með því að hætta við óhagkvæmar aðgerðir, þar sem það er hægt, og leggja meiri áherslu á hinar. Óhagkvæmar loftslagsaðgerðir rýra ekki aðeins hag landsmanna, heldur draga þær úr getu þeirra til þess að beita þeim ráðum í loftslagsmálum sem borga sig,“ segir í skýrslunni. Ræktun, endurheimt votlendis og raftenging við skip Efling landgræðslu og efling skógræktar eru þær loftslagsaðgerðir sem bera af þegar kemur að hagkvæmni en samkvæmt skýrslunni virðast hagkvæmustu loftslagsaðgerðirnar vera: Efling landgræðslu. Efling skógræktar. Endurheimt votlendis. Raftenging við skip í höfnum. Skattar á losun flúrlofts (f-gasa) og beinar takmarkanir á innflutningi þess. Orkuskipti í ferjum. Föngun kolefnis frá jarðhitavirkjunum. Álagning kolefnisgjalds. Betra væri að styðja við uppbyggingu innviða fyrir rafmagnsbíla Á hinn bóginn er niðurgreiðsla stjórnvalda á kaupverði rafmagnsbíla langóhagkvæmasta loftslagsaðgerðin. Í skýrslunni segir að núvirði þeirrar aðgerðar sé neikvætt um tæplega fjörutíu milljarða króna. Þá séu bann við urðun lífræns úrgangs og efling innlendar grænmetisframleiðslu sömuleiðis óhagkvæmar loftslagsaðgerðir. Í skýrslunni segir að alltaf sé hagkvæmt að taka kolefnisgjald af bensíni og dísilolíu á bíla, en það sé ekki lagt á rafmagn, vetni og metan. Undanþágur frá öðrum gjöldum sem lögð eru á bensín- og dísilbíla orki því fremur tvímælis. Urðunarbann kalli á dýrar fjárfestingar. Hliðarafurðir jarðgerðar og sorpbrennslu megi bjóða til sölu á markaði, en allsendis óvíst sé að þær nýtist að fullu. Framboð af metani sé meira en eftirspurn og hiti víðast hvar ódýr hér á landi. Hins vegar sé bann við urðun lífræns úrgangs í samræmi við tilskipanir Evrópusambandsins og erfitt sé að hundsa þær. „Stuðningur við íslenska garðyrkju er dýrasta leiðin til þess að binda kolefni sem hér er skoðuð. Aðgerðin kostar 1,6 milljarða króna að núvirði, en ábati er aðeins um 0,2 milljarðar. Kostnaður umfram ábata er því 1,4 milljarðar króna. Lítið kolefni losnar þegar grænmeti er flutt hingað sjóleiðina. Meira losnar í flugi, en reyndar væri rými undir grænmeti í flugvélum iðulega ónotað að öðrum kosti,“ segir í skýrslunni. Skýrsluna má lesa hér, en Morgunblaðið vakti athygli á henni í morgun. Loftslagsmál Skógrækt og landgræðsla Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent Fleiri fréttir „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Sjá meira
Skýrsla Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands var gerð að beiðni umhverfisráðuneytisins og var hagfræðingum stofnunarinnar falið að leggja mat á kostnað og ábata af aðgerðum stjórnvalda í loftslagsmálum sem kynntar voru um mitt ár 2020. Meta skyldi kostnað og ábata af 23 aðgerðum. Í skýrslunni er miðað við verð á losunarheimildum á markaði Evrópusambandsins undanfarin ár, en það hefur hækkað hratt. Fyrir komandi ár er stuðst við breskt mat á því hvert verðið þurfi að vera ef hitastig á jörðinni á ekki að hækka um meira en tvær gráður frá því sem var fyrir iðnbyltingu. „Sumar aðgerðir eru hagkvæmari en aðrar. Ná má meiri árangri með því að hætta við óhagkvæmar aðgerðir, þar sem það er hægt, og leggja meiri áherslu á hinar. Óhagkvæmar loftslagsaðgerðir rýra ekki aðeins hag landsmanna, heldur draga þær úr getu þeirra til þess að beita þeim ráðum í loftslagsmálum sem borga sig,“ segir í skýrslunni. Ræktun, endurheimt votlendis og raftenging við skip Efling landgræðslu og efling skógræktar eru þær loftslagsaðgerðir sem bera af þegar kemur að hagkvæmni en samkvæmt skýrslunni virðast hagkvæmustu loftslagsaðgerðirnar vera: Efling landgræðslu. Efling skógræktar. Endurheimt votlendis. Raftenging við skip í höfnum. Skattar á losun flúrlofts (f-gasa) og beinar takmarkanir á innflutningi þess. Orkuskipti í ferjum. Föngun kolefnis frá jarðhitavirkjunum. Álagning kolefnisgjalds. Betra væri að styðja við uppbyggingu innviða fyrir rafmagnsbíla Á hinn bóginn er niðurgreiðsla stjórnvalda á kaupverði rafmagnsbíla langóhagkvæmasta loftslagsaðgerðin. Í skýrslunni segir að núvirði þeirrar aðgerðar sé neikvætt um tæplega fjörutíu milljarða króna. Þá séu bann við urðun lífræns úrgangs og efling innlendar grænmetisframleiðslu sömuleiðis óhagkvæmar loftslagsaðgerðir. Í skýrslunni segir að alltaf sé hagkvæmt að taka kolefnisgjald af bensíni og dísilolíu á bíla, en það sé ekki lagt á rafmagn, vetni og metan. Undanþágur frá öðrum gjöldum sem lögð eru á bensín- og dísilbíla orki því fremur tvímælis. Urðunarbann kalli á dýrar fjárfestingar. Hliðarafurðir jarðgerðar og sorpbrennslu megi bjóða til sölu á markaði, en allsendis óvíst sé að þær nýtist að fullu. Framboð af metani sé meira en eftirspurn og hiti víðast hvar ódýr hér á landi. Hins vegar sé bann við urðun lífræns úrgangs í samræmi við tilskipanir Evrópusambandsins og erfitt sé að hundsa þær. „Stuðningur við íslenska garðyrkju er dýrasta leiðin til þess að binda kolefni sem hér er skoðuð. Aðgerðin kostar 1,6 milljarða króna að núvirði, en ábati er aðeins um 0,2 milljarðar. Kostnaður umfram ábata er því 1,4 milljarðar króna. Lítið kolefni losnar þegar grænmeti er flutt hingað sjóleiðina. Meira losnar í flugi, en reyndar væri rými undir grænmeti í flugvélum iðulega ónotað að öðrum kosti,“ segir í skýrslunni. Skýrsluna má lesa hér, en Morgunblaðið vakti athygli á henni í morgun.
Loftslagsmál Skógrækt og landgræðsla Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent Fleiri fréttir „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Sjá meira